Vikan


Vikan - 19.10.1967, Síða 37

Vikan - 19.10.1967, Síða 37
Ideal- c>>ta«dai*d Þegar velja á tækin í baSherbergiS er mjög áríSandi aS þau séu vönduS. Er heimsþekkt merki og trygging fyrir góðri vöru. Amerrsk, ensk, frönsk, þýzk og belgísk hreinlætistæki í miklu úrvali. Ideal - c^taudafd BIBSETT I MORGUM LITUM J. Þorlákssin a NerOiann hí. Fimmburarnir eru ekki reglu- lega vel talandi, tala að minnsta kosti ekki mikið við ókunnuga, en innbyrðis gengur þeim vel að gera sig skiljanlega. Þeir kunn- gera yfirleitt óskir sínar með með því að baða út höndunum og öskra. Hávaðinn í sjónvarps- herberginu, sem er við hliðina á eldhúsinu er ekki mælanleg- ur, þegar börnin eru öll komin saman. — Það lítur út eins og ég hnappsetji þau, en þetta er eina leiðin til að hafa gát á þeim. Þegar þau eru svona mörg, er hætta á því, að þau jafn- vel meiði hvert annað, ef ekki er haft eftirlit með þeim. Mér finnst þetta slæmt. Börnin þurfa að fá heilbrigt uppeldi, og ég reyni af megni að gera mitt bezta, segir frú Mary Ann. Forvitiff fólk kemur til að sjá börnin. Mary Ann er reglulega ergileg út í fólk, sem kemur akandi upp heimkeyrsluna, beinlínis til að sjá börnin. — Þegar mesl gekk á hérna um árið, þegar fimmburarnir fæddust og við urðum að byggja húsið, höfðum við ekki rænu á að byggja það lengra frá aðal- veginum. Ég verð vond þegar ég hugsa um það, það getur allt heilbrigt fólk séð, að það er ekki skemmtilegt fyrir börnin að láta glápa svona á sig. Mary Ann veit líka, að það verður erfiðara að gæta barn- anna fyrir forvitnu fólki, þegar þau stækka, og hún kvíðir fyrir því, þegar þau verða að byrja í skóla. En það er nú nokkur tími þangað tit, og hún hefur ekki tíma til að hugsa um ann- að en dagleg störf, eins og er. Keiluspil er ágætt til slökunar. Beztu stundir Mary Ann eru eflir aðalmáltíðina, þegar börn- in fá sér „lúr“. Þá setjast þau hjónin og vinnumaðurinn, Sy, við sjónvarpið, og horfa á þátt- inn „Lífið gengur sinn vana- gang“, sem þau hafa fylgzt með í mörg ár. En það er ekki alltaf sem hún getur fengið frið; það er oft eitthvert barnanna, sem ekki vill leggja sig. Yið komum við hjá þeim hjón- unum eitt þriðjudagskvöld, eina kvöld vikunnar, sem Mary Ann er ekki heima. Hún er formaður í keiluspilsflokki, sem einmitt þetta kvöld tapaði í keppni. — Mary Ann var ekkert að ergja sig yfir tapinu, hún sagði, að það væri langt síðan hún hætti að vera ergileg yfir töpuðum leik, það er miklu betra að kunna að tapa. Eftir keppnina komu konurnar úr flokknum saman og fengu sér eitthvað snarl. Ég fylgdi henni heim, og þegar hún steig út úr bílnum mínum um tólfleytið, gat ég ekki látið hjá líða að segja við hana að skilnaði: — Mary Ann, þú er stórkost- leg! ☆ Tígristönn Framhald af bls. 15 kassann fara áfram og hirða hvern þann sem reyndi að nálgast hann í Lissabon. En ekki lengur. Ég ætti að tinna til hamingju. Hann kveikti f sígarettu og rétti henni. Stundarkorni áður voru augu hennar mött. Nú voru þau áköf, horfðu ekki á neitt sérstakt, en hörð af íhygli. — Hamingjusöm, sagði hann lágt. — Jesús minn, ég myndi ekki segja það. — Mér varð á í messunni. Það var reiði og sjálfsásökun f röddinni. — Ég hefði aldrei átt að senda þetta svona. — Það var bezta leiðin. - Neil Hún sneri sér við og starði á hann. — Það var öruggasta léiðin, ekki sú bezta. Ég hefði átt að koma með það sjálf, ásamt Willie. Það hefðum við gert f gamla daga. En mér varð á, Mike. Ég er farin að linast. - Þú? — Já. Hún reis á fætur og tók að ganga um gólf, hægt með hand- leggina krosslagða á bringunni, — hendurnar um olnbogana. Sígarett- an sem hún hélt á milli fingranna skalf ekki. — Ég þarf að hvessa eggina, áður en ég reyni aftur. — Reynir aftur? — Hvað annað? Hún leit á hann. — En ég verð að komast f þjálfun áður en ég reyni nokkuð stórt. Fá nokkra skelli og harðna, eins og f gamla daga. — Og hvað ætlarðu þá að gera? — Ég er ekki viss. Hún hætti að ganga um gólf og tók sér stöðu fyrir framan hann. — Mér væri sama hvað það væri, ef það væri erfitt og borgaði sig. — Hún yppti öxlum og hló stuttaralega. — Hafðu ekki áhyggjur, Mike. Ég veit að þú ert félagsskítur og ég ætla ekki að biðja þig að blanda mér f neitt sem þú kannt að vera að gera. — Ég hef ekkert í sigti hvort sem er. — Kannski ekki. En þú hefur eyr- að við jörðina. Ég er komin ofur- lítið úr samhengi. Veiztu um nokk- uð á seyði sem ég kynni að hafa áhuga fyrir? — Myndirðu vilja vinna fyrir ein- hvern? — Um hrfð, ef ég þarf. Hann stóð f djúpum þönkum f eina mínútu, svo hristi hann höfuð- ið. — Ég er alltaf að heyra eitt og annað, en það er sjaldan að vita hvort það er rétt. — Ef þú rekst á eitthvað sem þú heldur að sé við mitt hæfi, láttu mig 42. tbi. VITCAN41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.