Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 40
ALLT A SAMA STAÐ
FINSKU „HAKKAPELIITTA“ SNJÓHJÓL-
BARÐARNIR, ERU ÓVIÐJAFNANLEG
GÆÐAVARA
FINNSKU „HAKKAPELIITTA" SNJOHJÓLBARÐARNIR HAFA
REYNST SÉRSTAKLEGA VEL VIÐ OKKAR AÐSTÆÐUR.
Það ber að þakka hinu þekkta „HAKKA"-slitlagi og munstri,
sem virkar i allslags snjólagi.
Finnsku snjóhjólbarðarinr endast svo vel, að leigubílstjórar
kjósa þau fremur en önnur.
SENDUM I POSTKROFU.
Búið yður undir
veturinn með því að
kaupa finska snjó-
hjólbarða tímanlega.
EGILl VILHJÁIMSSON HF.
Laugaveg 118, sími 2-22-40.
Nú fór ég að grennslast fyrir
um ástæður foreldra hennar.
Þau höfðu kannski verið rík, en
farið halloka upp á siðkastið,
svo hún hefði áhyggjur af? Ég
komst að því, að þau voru iðn-
aðarfólk, og jafnframt vel kunn
innan annarra atvinnugreina, og
græddu á tá og fingri. Ég var
hreykinn af. Ég, fátæklingsbarn-
ið, blikksmiðssonur, var allt í
einu kominn í tengdir við
fræga og efnaða fjölskyldu. Ég
tók að vanda klæðnað minn, og
tók hún þó ekki eftir fötunum,
nema ég bæði hana sérstaklega
um það. Auk þess jók ég ást-
úð mína um allan helming.
Þetta fær að vísu ekki staðist,
því hún átti alla ást mína fyrir.
Og ég hennar. En í þeirri ást var
eins og örlítill dapurleiki, sem
dreypti vitund af eiturhjómi í
hamingju mína.
Þessi dropi seitlaði út í hverja
taug, og ég braut heilann um af
hverju þessi ógleði stafaði. Er
þá ástin svona? Ég hélt áfram að
leita eftir því að hún segði mér
ástæðuna. Hún lofaði því en
leiddi það hjá sér. Ég minnti
hana á loforð sitt. Hún tók
hönd mína og sagði: „Við skulum
vera hamingjusöm, vinur minn,
við skulum vera hamingjusöm
og njóta unaðar okkar.“ Og hún
varp öndinni svo þungt, að
hjarta mitt ætlaði að bresta.
„Dína“, sagði ég, „hví andvarpar
þú?“ Hún brosti gegnum tárin og
svaraði: „Vinur minn, vertu
góður og segðu ekki neitt.“ Ég
þagði og spurði einskis frekar.
En mér var órótt og ég beið þess
dags er hún segði mér ástæðuna.
IV.
Síðla dags nokkurs kom ég að
heimsækja hana. Hún var í leyfi
frá hjúkruninni, sat í herbergi
sínu og saumaði nýjan kjól. Ég
tók í kjólfaldinn, sléttaði hann
út og horfði á hana. Hún leit
í augu mér og mælti: „Ég hef
kynnst öðrum manni.“ Hún sá,
að ég skildi ekki til fulls hvað
hún átti við, og skýrði það fyrir
mér. Hjarta mitt engdist og það
fór hrollur um mig. Ég þagnaði
og mælti ekki orð frá vörum.
Loks varð mér að orði: „Það
hefði mér aldrei komið til hug-
ar.“ Eftir þau orð töluð, sat ég
undrandi og orðvana. Undrandi
yfir minni eigin rósemd og orð-
laus yfir því, að hún skyldi ekki
hafa talið slíkt fyrir neðan virð-
ingu sína. Ég kom þó ætíð fram
við hana eins og ekki hefði
ryk á hana fallið, enda var hún
mér jafn ástfólgin og fyrsta
daginn. Er henni skildist það,
ljómaði brosið á ný og lék á vör-
um hennar. En augu hennar
voru sviplaus eins og hjá þeim,
er gengur frá myrkri til myrk-
urs. Ég spurði hana: „Hver er
sá maður, sem hefur látið þig
lönd og leið og skirrist við að
gera þig að eiginkonu sinni?“
Hún vék sér undan að svara
því. Ég hélt áfram: Þú skilur
þó, Dína, að ég ber enga þykkju
tii þín. Ég spyr svona aðeins
fyrir forvitni sakir. Og segðu
mér nú, ástin mín, hver hann er.“
„Hverju ertu bættari, þó þú
vitir hvað hann heitir", ansaði
hún.
„Ekki er þó laust við það“,
sagði ég.
Þá sagði hún mér nafn hans.
Ég spurði hana:
„Er hann dósent eða prófess-
or?“
„Embættismaður", svaraði
hún.
Ég minntist þess, að hátt-
settir embættismenn komu oft
til foreldra hennar, vísindamenn,
fræðimenn og hugvitsmenn.
Auðvitað hafði hún glatað
hjarta sínu til hins göfugasta
þeirra allra. Eiginlega skipti það
engu máli hver hafði unnið ást-
ir konunnar, sem ég elskaði
heitar en allt annað, en til að
villa sál minni sýn, sagði ég
við sjálfan mig:
„Það er mikilhæfur maður,
skarar fram úr öllum öðrum.“
Og ég sagði við hana: „Em-
bættismaður? í hvaða stöðu?
„Hann er ritari í ríkisþinginu.“
„Ég furða mig á þér, Dína“,
sagði ég, „að þú skulir hafa orð-
ið svo hrifin af lítilfjörlegum
skrifara. Og ekki nóg með það,
heldur að hann skuli hafa yfir-
gefið þig, sem sýnir, að hann
hefur verið þín óverðugur frá
upphafi.“
Hún laut höfði og þagði. Upp
frá þessu minntist ég aldrei á
fortíð hennar, ekki fremur en á
kjólinn, sem hún klæddist í gær.
Og kæmi það fyrir, að mér dytti
það í hug, varpaði ég þeirri
hugsun frá mér — þar til við
héldum brúðkaup okkar.
V.
Við giftum okkur í kyrrþey
og án mikilla hátíðahalda, eins
og flestir í okkar ætt. Sjálfur
á ég ekki foreldra á lífi. Og hún
hafði fjarlægst skyldfólk sitt
eftir að hún tengdist mér. f þá
daga var ekki mikið um veizlu-
höld. Ríkisstjórnir komu og rík-
isstjórnir fóru, og milli einnar
stjórnar og annarrar var órói og
ringulreið, ærsl og ófarir. Menn
sem einn daginn höfðu stjórnar-
taumana í hendi sér, sátu ann-
an daginn í fangelsi, eða földu
sig erlendis.
Þannig héldum við þá brul-
laup okkar, að hvorki gestum
né skyldmennum viðstöddum,
utan lítilfjörlegum „Menyan“,
en það eru tíu menn, er sam-
kvæmt lögmáli Móse skulu vera
viðstaddir trúarlega athöfn, til
þess að hún sé gild. Hafði sam-
kundustjórinn fengið til lítil-
mólleg manngrey, sem nokkru
áður höfðu verið við jarðarför
og voru nú kvaddir til brúð-
kaups míns. En hve leiguklæðn-
aður þeirra var lélegur og kát-
legir pípuhattar þeirra, og
augnaráð þeirra frekjulegt og
óþolinmæði Ijós yfir að athöfn-
inni lyki sem fyrst, svo þeir
gætu stungið sér inn á krá, til
að eyða fé því, sem brúðkaup
mitt hafði fært þeim í hendur.
En ég var í góðu skapi og þótt
mig furðaði á því, gat það ekki
skert gleði mína. Látum svo
vera, að aðrir gangi í hjónaband
í augsýn mikils metinna auð-
manna, ég gifti mig að viðstödd-
um fátæklingum, er vinna fyr-
ir sínu brauði.
Börnin, sem við kunnum að
eignast, spyrja ekki: „Pabbi,
hverjir voru í brúðkaupinu
þínu?“ Ekki spurði ég heldur
föður minn að slíku. Ég stakk
höndinni í vasann, tók nokkra
aura og fól samkundustjóranum
að skipta á milli þeirra sem
aukagetu. Hann tók við og sagði
það sem venja var. Ég var
smeykur við, að þeir kynnu að
koma og ausa yfir mig þakkar-
gjörð. Bjó mig undir að segja,
að það væri ekkert að þakka.
En það kom ekki einn einasti.
Einn studdi sig við staf sinn,
annar teygði úr sér. til að sýn-
ast hærri, og sá þriðji glápti
dónalega á brúðina. Ég spurðist
fyrir um hann hjá samkundu-
stjóranum, er sagði, að hann
44 VIKAN 42- tbl-