Vikan


Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 43

Vikan - 19.10.1967, Qupperneq 43
Modess „Blue Shield" eykur öryggi og hreinlæti, því blá plasthimnan heldur bindinu rakaþéttu að neðan og á hliðunum. Bindið tekur betur og jafnara raka og nýtist því fullkomlega. Silki- mjúkt yfirborð og V-mynduð lögun gerir notkun þess óviðjafnanlega þægilega. Aldrei hefur bindi verið gert svo öruggt og þægilegt. Modess DÖMUBINDI Einkaumboð: GLÓBUS h.f. skelfingu og ég beit mig í var- irnar, til þess að ósanngjarnt orð skyldi ekki korna út fyrir þær. Dína tók eftir þessu og sagði: „Hvað er að, vinur minn?“ Ég svaraði henni og sagði: „Ekki neitt, ekki neitt.“ „Ég finn, að það er eitthvað, sem amar að þér,“ hélt hún á- fram. Ég svaraði: „Ég er búinn að segja, að það er ekki neitt.“ „Þá hefur mér skjátlast“, varð henni að orði. Ég varð hvumsa við og sagði áður en ég vissi af: „Þér hefur ekki skjáltast.“ „Hvað er það þá?“ spurði hún. Ég sagði henni það. Hún brast í grát. „Hví grætur þú?“ spurði ég. Hún reyndi að stilla sig og sagði: „Opnaðu dyrnar og alla glugga og gerðu syndir mínar heyrum kunnar!" Þá sksunmaðist ég mín fyrir orð mín og huggaði hana. Hún lét huggast og sættist við mig. VII. Upp frá þessu kvöldi hvarf maðurinn ekki úr vitund minni, hvort heldur ég var í návist konu minnar, eða ekki. Væri ég einn míns liðs, hugsaði ég um hann, og væri ég hjá henni minntist ég á hann. Sæi ég blóm, hvarflaði hugur minn til rauðra rósa, og sæi ég rauða rós, datt mér í hug, hvort hann hefði verið vanui' að gefa henni sams- konar blóm og hvort sú hefði verið ástæðan að hún vildi ekki lykta af rósunum, fyrstu nótt- ina okkar. Að hún myndi hafa farið hjá sér að lykta af blóm- um að manni sínum ásjáandi, sem elskhugi hennar hafði allt- af sent henni. Ef hún grét, huggaði ég hana. En í sáttakossinum heyrði ég óminn af öðrum kossi, sem annar maður gaf henni. Við erum upplýst fólk, nú- timamenn, og heimtum frelsi okkur sjálfum og öllum til handa, — en í raun réttri þrjózkari en hinir þverúðar- fyllstu. Þannig leið fyrsta árið. Er ég ætlaði að gleðjast með konu minni, mundi ég beiskjuna í bikar hamingju minnar og hryggðist. Væri hún glöð, sagði ég við sjálfan mig: „Yfir hverju er hún svona glöð? Hún er að hugsa um þetta þrælbein og það vekur henni ánægju.“ Þegar ég minntist á hann við hana, fór hún að gráta. „Af hverju ertu að gráta?“ Spurði ég. Þolirðu ekki, að fund- ið sé að þessum þorpara?“ Vel vissi ég, að hún hafði út- rýmt honum úr hjarta sínu og glatað öllum áhuga fyrir honum. Og er hún hugsaði til hans, var það ekki með hlýju. Hún hafði aldrei elskað hann, og það var aðeins vegna frekju hans og á- leitni og augnabliksléttúð henn- ar að kenna, að hún liafði misst vald á sjálfri sér og látið undan honum. En þessi sannfæring veitti mér engan sálarfrið. Mig langaði að kynnast eðli þessa manns, hvað það var í viðmóti hans, er verkaði svo á unga og heiðvirða stúlku af góðum ætt- um. Ég tók að leita í bókum hennar, ef finnast kynni bréf- snepill frá honum, því Dína not- ar bréf sín fyrir bókamerki. En ég fann ekki neitt.. Þegar ég hafði leitað í bókum hennar, datt mér í hug, að hún hefði falið bréf hans á öruggum stað. En ekki gat ég fengið af mér að leita í hirzlum hennar. Þelta reitti mig þó til enn meiri reiði, — að ég skyldi hegða mér eins og heiðursmaður, þótt hugrenn- ingar mínar væru seyrðar. Þar sem ég hafði ekki minnst á fortíð hennar við nokkurn mann, leitaði ég ráða hjá bók- unum og tók að lesa ástarsögur, til að komast í skilning um að- ferðir kvenna og elskhuga þeirra. En mér leiddust skáld- sögur, svo ég sneri mér að lög- regluskjölum. Þetta sáu vinir mínir, gerðu gabb að mér og spurðu: „Ætlar þú að fara að ganga í rannsóknarlögregluna?" Ekki færði næsta árið mér nokkra hjartafró né hugarléttir. Liði einn dagur svo að ég nefndi hann ekki, talaði ég því meira um hann næsta dag. Af angri því, sem ég olli henni, varð konan mín veik. Ég læknaði hana með pillum en jók hjarta- sorg hennar með orðum. Ég sagði sem svo: „Allur þessi sjúkleiki er ein- göngu að kenna manni þeim sem eyðilagði líf þitt. Nú syndgar hann áfram með öðrum konum og lætur mig sitja uppi með sjúka konu að annast." Mig margiðraði hvers orðs, og þó marg-endurtók ég þau. Samtímis þessu fór ég að fara með konu minni í heimsóknir til ættingja hennar. Og nú verð ég að segja þér nokkuð skrítið. Ég hefi þegar drepið á, að Dína var af góðu fólki komin og vandamenn hennar víða kunnir. Hjá þeim kom fyrir, að vegna þeirra og heimila þeirra gerðist ég göfuglyndur og fús á að fyr- irgefa henni sakir fjölskyldu hennar. Þessir menn voru þriðji ætt- liður frá fólki úr gyðingahverf- um, sem komizt hafði til auðs og álits. Auðæfin brugðu ljóma yfir álit þess, og álitið yfir auð- æfi þess. Þetta var fólk, sem forðaðist að gera sér annara neyð að féþúfu á stríðsárunum, þegar flestir stórlaxar landsins græddu morð fjár á hungri ná- ungans, og birgðu sig ekki held- ur upp að neyzluvörum, en létu sér nægja deildan verð, eins og aðrir. Meðal þess voru einstakl- ingar, sem við höfðum gert okkur mynd af í hugarheimi, en aldrei haft fyrir augum. Ell- egar þá konm'nar. Þú þekkir lík- lega ekki Vínarborg, — annars myndirðu kannast við þessar gyðingastúlkur, sem kristnir menn fara háðsyrðum um. Ef þeim hefði gefizt færi á að sjá þær, sem ég sá, hefðu þeir ekki opnað sinn munn upp frá því. Mér kemur ekki við, hvað aðrar þjóðir segja um okkur, og ég segi þetta ekki til að smjaðra fyrir þeim, — slíkt er engum til framdráttar. En vegna þess, að ég minntist á háð, nefni ég einnig sæmdina, því hið mik- ilsverðasta manni hverjum er sæmd systra hans. Með henni hefst hann upp og hækkar. Að nokkrum dögum liðnum leit ég á ættingja eiginkonu minnar eins og væru þeir henni ekkert vandabundnir, eins og ég væri skyldur þeim, en ekki hún. Ég velti því fyrir mér, hvernig vera myndi, ef þeir vissu hversu ég píndi hana. Og ég var þeg- ar fús til að sýna hreinskilni og segja allt eins og var. Þegar ég fann þessa ákefð anda míns, dró ég mig í hlé frá þeim, og auðvitað fjarlægðust þeir mig þá líka. Borgin er stór og menn hafa mikið umleikis. Forðist maður vini sína, ganga þeir ekki eftir honum. Á þriðja árinu tók konan mín upp annan hátt. Ef ég minntist á manninn, lézt hún ekki heyra, og felldi ég nafn hans við henn- ar, þagði hún og svaraði ekki, frekar en ég hefði aldrei yrt á hana. Ég varð fokreiður og sagði við sjálfan mig: „Er það nú kvenmaður, sem ekki tekur eftir neinu!“ 42. tw. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.