Vikan


Vikan - 09.11.1967, Qupperneq 2

Vikan - 09.11.1967, Qupperneq 2
V E RÐTRYGGÐ Lí FTRYGG I N G Tryggingafræðingur Andvöku hefur útbúið nýja verðtryggða líftryggingu, sem er algjör nýjung hér á landi. Gamla líftryggingaformið, sparilíftryggingin, sem flestir kannast við, kemur nú, því miður, ekki að tilætluðum notum. Þessi nýja trygging,, sem er hrein áhættulíftrygging, er sérstaklega sniðin fyrir lönd, þar sem .ör verðbólga hefur komið í veg fyrir eðlilega starfsemi líftrygginga, eins og t.d. hér á landi. í tryggingunni hækkar tryggingarupphæðin og iðgjaldið árlega samkv. vísitölu framfærslukostnaðar. Dæmi: Hefði Sigurður Sigurðsson, sem var þrítugur 1962, líftryggt sig fyrir kr. 222.00Ö.00 og greitt þá kr. 1.000.00 í iðgjald, væri hann tryggður í dag fyrir kr. 317.000.00 og greiddi kr. 1553.00 í iðgjald. Vér hvetjum alla fjölskyldumenn, sem hafa velferð fjölskyldu sinnar í huga, að hafa samband við Aðal- skrifstofuna Ármula 3 eða umboðsmenn vora og fá nánari upplýsingar um þessa nýju Ifftryggingu. i j n iiY(; (;i \( ii: i i i> andvaka í FULLRI HLVÖRU Dyriar aO Þinovfillum Nú ætla þeir aS loka veginum um Almannagjá. Hvaða tilgangi það á að þjóna get ég ekki skilið. Rétt og gott kann að vera að lakmarka umferð um hana, en helmingi of mikið að loka henni alveg. Ég tel, að enginn sá, sem farið hefur með útlendinga á Þingvöll, geti tekið því með þögn að veginum um Almannagjá verði lokað til norðurs. Það er sjaldgæf hrifning, sem um sig grípur meðal þeirra, þegar bíll- inn steypist ofan milli hamra- veggjanna. Ef til vill gerir ofur- lítill beygur þessi hughrif enn magnaðari og eftirminnilegri. Það bregzt varla, að útlending- arnir verða svo gagnteknir af leiðinni ofan í gjána, að það smitar okkur fslendingana, sem erum kannski að fara þessa ieið í sjötugasta eða kannski hundr- aðasta skipti. Og hrifning gest- anna er varanleg. í fyrra hitti ég ílala í Austur-Berlín, sá hafði komið til íslands og var furðu kunnugur hér. En það, sem hon- um var efst í hug, voru Þing- vellir. Hann mælti á ensku og það mátli glöggt skilja, að „dyrn- ar“ að Þingvöllum voru ævin- týralegar í huga hans. „Fan- tastic“, var orðið sem hann not- aði, o<? það þýðir nánast það sem fyrir kemur í fjarstæðukennd- ustu hugarórum. Mörg fleiri dæmi þessu lik get ég nefnt, og hef þó ekki mikil afskipti af er- lendum ferðalöngum. En er það ekki nokkurs virði fyrir okkur, ef við ætlum að halda áfram að laða hingað er- lenda ferðamenn, að halda við því stórkostlegasta, sem við höf- um að sýna, svo að segja við bæjardyr landsins? Á síðasta ári, 1966, komu alls um 43.700 erlend- ir ferðamenn til landsins, og því má örugglega slá föstu að helm- ingur þeirra a. m. k. hafi farið veginn norður Almannagjá. Höf- um við efni á að missa þá aug- lýsingu, að kannski 20 þúsund ferðalangar eða meira segi hver um sig ekki færri en fimm manns frá ævintýraferðinni til Þinevalla? Með því að hafa ein- stefnu norður Almannagjá, fáum við, svo til ókeypis, áhrifamikla auglýsingu, sem nær til að minnsta kosti 100 þúsund út- lendinga, varlega áætlað. S. H. 2 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.