Vikan


Vikan - 09.11.1967, Page 12

Vikan - 09.11.1967, Page 12
ALLAN JOHNSON, ungur tæknifræðistúdent, fór ai' heimili sínu sunnudagseftirmiðdag nokkurn eftir að hafa eytt helginni þar. Hann var að fara aftur í háskólann og kom einmitt nógu snemma á braut- arstöðina til þess að uppgötva að hann hafði misst af Jestinni fyrir fáeinum mínútum. Ilonum fannst þetta leitt, því þetta þýddi að liann myndi missa af fyrirlestrum heilan dag. Og þar sem hann stóð þarna í ráðleysi sínu á miðjum brautarpallinum, og athugaði hvort hann ætti nóga pen- inga til þess að fara í bíó, kom til hans ung stúlka og sagði lágt: — Ég sagði þér að smjör ætti ekki vel við verkið í úrinu. Allan starði á hana. Hvað var að stúlkunni? Var hún drukkin, vitskert eða var þetta aðferð hennar til þess að vekja athygli Allans á sér. Þessa setningu þekkti Allan vel, hún var úr bókinni Lísa í Undralandi eftir Lewis Caroll, og það var hattagerðarmaðurinn, sem sagði þetta. Allan hafði talsverðan áhuga á bókmenntum, hafði sérstaklega haft gaman að Lísu í Undralandi, og kunni þá bók næstum utan að. Hann svaraði stúlkunni því eins og Marzhérinn svaraði hattagerðarmanninum: — Það var bezta tegund af smjöri. Unga stúlkan virtist vera ánægð og hún svaraði: — Stundvíslega klukkan 7, 890 East Seventh Street. Því næst leit hún á stóru klukkuna á stöðinni og sagði: — Þú ert 7 mínútum of snemma á ferðinni. Vertu nákvæmari næst. Og þegar hún hafði áminnt liann um þetta hvarf hún í fólksfjöldan. Allan var utan við sig af undrun. Var hann ílæktur inn í eitthvað óheiðarlegt, eða var önnur meining í þessu? Hann skrifaði niður heimilisfangið, sem stúlkan hafði gefið honum. Síðan beið hann svolitla stund, og athugaði, hvað gerðist. Hann fór nokkra metra burtu, keypti sér dagblað, beið bak við það og fylgdist með staðnum, þar sem hann hafði staðið. Nákvæmlega klukkan 3 kom ung- ur maður í brúnum fötum á staðinn, sem Allan hafði áður staðið á, tók upp seðlaveskið og leit á brautarklukkuna. Allan brást nær ósjálfrátt við; hann kastaði burt blaðinu, gekk til unga mannsins og sagði: — Ég sagði þér að smjör ætti ekki vel við verkið í úrinu. — Það var bezta tegund af smjöri, svaraði maðurinn, hann talaði greinilega með erlendum hreim. Allan sagði þá við hann: — Okkur er veitt eftirför. Komdu þér sem fyrst út úr borginni. Hinn dularfulli ungi maður horfði óttasleginn á Allan, en hugsaði sig síðan ekki lengur um, heldur hvarf strax á braut. Allan var ekki lengi að finna næstu lögreglustöð. Þar sagði hann lögregluþjóninum, sem var á vakt, frá ævintýri sínu. Lögregluþjónninn lagði nokkrar spurningar fyrir All- an, en sagði síðan, að í borg eins og New York væri víst skortur á ílestu öðru en vitlausu fólki. Það var ekki það að saga Allan væri ekki athugunar verð, en hvernig ætti að fara að því að finna manninn og konuna í 9 milljóna borg. Það væri útilokað. En Allan vildi ekki gefa sig, og lögreglumaðurinn varð að skrifa niður það helzta úr sögu hans. — Heyrðu mig, sagði hann svo. — Þú hefur ekki allt of langan tíma til þess að skemmta þér í New York. Vertu eklci að eyða honum í svona vitleysu. En Allan neitaði að fara út af lögreglustöðinni. Og til þess að losna við hann, sendi lögreglumaðurinn hann til aðal- stöðva Iögreglunnar. Þar endurtók Allan söguna. Framhald á bls. 34 Ungur tæknifræðistúdent kunni söguna af Lísu í Undralandi utan að, og þessvegna flæktist hann í furðulega atburðakeðju. Hann fór til lög- 12 VTKAN 45- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.