Vikan


Vikan - 09.11.1967, Qupperneq 15

Vikan - 09.11.1967, Qupperneq 15
brúnt hár, hún mundi það, en smáatriðin voru runnin út í eitt. Hún hafði ekki geymt eina ein- ustu mynd og gladdist nú yfir að búa yfir þeim viljastyrk sem dugði til að slélta út alli sem heyrði til fortíðinni. Hún steig inn í húsið, og eins og ævinlega luktist um hana djúpur friður. Þung hurðin lagð- ist að stöfum og lokaði úti heim- inn og öll smá, skítleg vanda- mál. Meðan hún hafði Drumbeat til að koma heim til var henni borgið. Hún slökkti ljósið í for- salnum og hugsaði um Martin Westbury, meðan hún gekk fram- hjá fjölskyldumyndunum í stiga- ganginum. Hver þessara stoltu manna, ef nokkur, líktist honum? Hann var merkileg blanda, hugsaði hún, meðan hún háttaði sig. Fullur af mótsetningum, snaraðist milli öfganna, varð ruglingskenndur, en um leið ó- trúlega aðlaðandi. Hvernig hafði konan hans verið? Hafði hann elskað hana svo mikið að and- lát hennar var orsök þessa óskiljanlega lífs milli sonarins og hans sjálfs? Var það upp- reisn móii þeirri staðreynd að það var barnið en ekki konan sem hann hafði gifzt, sem nú átti allt sitt undir honum? Alla vegana var eitthvað öðruvísi en það átti að vera með þá fram- hlið sem Martin Westbury sneri að heiminum. Hún var eins og stykkjaþraut þar sem eitt stykk- ið vantaði, ögrandi, þreytandi og eggjandi. Hún tók að bursta hár- ið og hana hitaði í hársvörðinn undan kröftugum strokunum. En svo staðnæmdist höndin, þegar hugsanirnar beindust óvænt út á aðra braut og hún minntist at- hugasemda Martins um konu síha. Hún sat lengi og starði tómlátlega inn í spegilinn, án þess að finna svar við spurning- unum sem knúðu á. Það kom vindblær í gegnum opinn glugg ann og það fór hrollur um hana. Þá gerði hún sér Ijóst að henni var kalt. Hún reis rösklega á fætur, slökkti Ijósið í loftinu og lagðist undir sængina. Hún leygði sig ósjálfrátt eftir bók- inni á náttborðinu, en dró svo út skúffuna í staðinn. Hún starði á litla hulstrið með svefntöflunum, sem hún hélt á í hendinni, háði fyrirfram tapaða orrustu við sjálfa sig. Það hafði hent oft og mörgum sinnum áð- ur, en síðan hún kom til Drum- beat hafði hún minnkað skammt- inn niður í eina pillu og læknir- inn hennar í London hafði sagt henni að meðan hún ekki tæki meira en tvær í einu gerði það ekkert til. Full sjálfsfyrirlitning- ar skrúfaði hún lokið af. Hún var mjög þreytt en hugurinn var allt of vakandi. Hún lét renna í glas og bar það upp að munn- inum, en í sama bili var hurð- inni, sem oftast stóð í hálfa gátt, ýtt upp og tvö brún augu störðu vongóð á hana. — Bracken — farðu strax nið- ur aftur. ■— Heyrirðu það, Brac- ken. Niður í eldhús með þig! Bracken vár enginn auli og kaus að fara eftir tónfallinu í staðinn fyrir þýðingu orðanna, hann kjagaði yfir teppið og dill- aði skottinu og horfði með löng- un í augum á mjúka sængina og ýlfraði ofurlítið. — Heyrirðu! Farðu niður að sofa í körfunni þinni! Hann varð sorgmæddur á svipinn. Þessu hafði hann ekki ált von á. Hún hafði viljandi gabbað hann með mjúkri röddu og blíðu í augun- um. Vesalings hvolpurinn skildi þetta ekki, en sárindin í skýrum hvolpsaugunum björguðu öllu fyrir hann. Hann rak upp hátt ánægjugjamm, þegar Adrienne linaðist af að sjá þessa litlu veru sem kjagaði í átt til dyra. — Bracken, komdu hingað, greyið! Hérna i— komdu! Hopp- aðu! Hún kipptist við, þegar þessi sex kílóa rumur lenti ofan á fótunum á henni. — Þetta er aldeilis uppeldismáti, sagði hún við sjálfa sig og slökkti á nátt- borðslampanum. Hún vaknaði klukkan sjö á fögrum vormorgni og það fyrsta sem hún rak augun í var lyfið á náltborðinu og ósnert vatns- glasið. Bracken mætti augnaráði hennar, þegar hann skreið fram- undan sænginni við fótagaflinn og teygði ánægjulega úr sér. — Þú ert aldeilis veiðihundur. Hver er nú að ala börn upp? spurði hún, áður en hún reis á fætur. En þennan morgun kom hún svefnlyfinu fyrir í skápnum frammi á baði, utan seilingar, ef freistingin skyldi grípa hana aftur. 9. kafli. Síðasta daginn í marz gerði slíkt ofsarok að svo sýndist að ekki eitt einasta blóm, enginn frjóangi gæti lifað af vindhvið- urnar sem æddu yfr jörðna og þeyttu ísköldum regnskúrum frá blýgráum himni. Adrienne sat í þægilegum stól fyrir framan arininn í bókastof- unni. Hún lagði bókina frá sér, þegar Martha Hart kom inn með lebakkann. Ég hafði ekkert súkkulaði- kex með í dag. Strákanginn hlýt- ur að halda sig heima. Adrienne sneri sér að franska glugganum. Vindurinn æddi um hann og regnið skall á rúðunum. — Það væri fásinna að hlevpa barni út í þetta, ég geri varla ráð fyrir að Jamie sé einu sinni í skólanum í dag. Martha setti bakkann á borð- ið. — Það stendur sjálfsagt ekki vel i bælið hans, úr því hann fær ekki að fara út með Bracken. Adrienne benti á stólinn gegnt sér. — Seztu og fáðu þér tesopa með mér, Martha. Henni gazt vel að ráðskonunni og síðan hún kom til Ðrumbeat höfðu þær átt margar ánægju- legar stundir saman — annað hvort úti í skóginum eða fyrir framan glaðan arineld, meðan þær töluðu um allt og ekkert. — Takk. Ég var að vona að þú byðir mér. Ég gaf Sam te, þegar hann kom inn og setti aukabolla til að vera við öllu búin. Martha hellti te í bollana og settist. — Hefurðu séð ann- að eins veður? Þetta er hrein- asta egyptamyrkur og klukkan er enn ekki orðin fimm. Ég held að það sé bezt að ég dragi glugga- tjöldin fyrir. Þú hlýtur að vera gráti nær að sjá vesalings túlí- panana og allt þeytast í burtu. Síminn glumdi þegar hún var á leiðinni aftur í stólinn. — Ég skal taka hann, Adrienne rétti út höndina og tók upp tólið. Hún undraðist að heyra rödd Martins Westburys. — Er Jamie hjá þér? byrjaði hann. — Nei. Ég átti heldur ekki von á honum í svona veðri. Er hann ekki heima? — Þá hefði ég ekki hringt og spurt . . . reiðin hvarf úr rödd- inni. — Fyrirgefðu. Nei, frú Weston segir að hann hafi farið út klukkan tvö og síðan hefur hún ekki séð hann. Heimskingj- anum þeim arna datt ekki í hug að segja mér það fyrr en fyrir hálftíma. Adrienne leit á klukkuna. Eins og hann hefði getið sér til um hugsanir hennar hélt hann áfram. — Ég hafði engan tíma fyrir há- degi í dag og kom snemma heim. — Hann getur þó ekki verið úti í þessu veðri? Hefurðu leitað um allt húsið? Hún heyrði greinilega að hann greip andann á lofti. Röddin var lág, þegar hann svaraði. —■ Það tekur ekki langa stund að þaul- leita í fjögurra herbergja húsi og hann er heldur ekki í bíl- skúrnum eða garðhúsinu. — Hann á vin í þorpinu. Ging- er. Ginger Mann. Hefurðu reynt að hringja þangað? Martin Westbury var mjög þreytulegar. — Já, ég var að tala við frú Mann, hún hefur ekki séð Jamie síðan í fyrradag. Þú varst mín síðasta von, áður en ég gerði lögreglunni viðvart. — Það er óhugsandi að hann sé langt undan. Adrienne fann kalda fingur óttans læsast um sig. — Á ég að skreppa niður í þorpið? — Það er ekki til mikils að ónáða þig þannig fyrr en ég hef fengið einhverjar upplýsingar um hvar hann hefur verið og hvað hann hefur haft fyrir stafni eftir hádegið. Einhver hlýtur að hafa séð hann, ég hringi til lögregl- unnar og reyni að fá leitarflokk. — Allt í lagi. Ég skal ekki sóa neinu af þínum dýrmæta tíma. Þú lætur mig vita um leið og þú hefur fundið hann. Ef það er eitt- hvað sem ég get gert, verðurðu að segja mér það. — Já, ég skal hringja aftur. Þar með var sambandið rofið og hún lagði tólið hægt á símann. — Það var Jamie, sagði hún við Mörthu. Hann hefur ekki sézt síðan um hádegið. — Guð á himnum! Barnið er þó ekki eitt úti? Eins og til að auka hræðslu þeirra glumdi nú við þruma svo rúðurnar nötruðu, stormurinn gnauðaði og regnið buldi. Adri- enne hafði gleymt sígarettunni og starði með samanbitnum tönn- um á sviðna fingurgómana. Hún kastaði stubbnum í eldinn og leit snöggt upp á frú Hart. — Garð- húsið! Ég hafði gleymt því. Mér þætti gaman að vita.... Hún hljóp út úr herberginu og reif upp dyrnar á skápnum frammi í anddyrinu til að taka fram regn- kápu og gúmmístígvél. — Ég skal biðja Sam að fara með þér, sagði Martha og hjálp- aði henni í kápuna. — Nei, ég bjarga mér ein. Ef hann er ekki þar, þá verð ég ekki lengi í burtu. Passaðu Bracken svo hann elti mig ekki. Þar með opnaði hún útidyrnar, smeygði sér út og lokaði á eftir sér. Hún lagðist í vindinn og hélt annarri hendi fyrir andlitinu til að vernda það fyrir slagviðrinu. Áður en hún var komin fimmtíu metra var regnkápan gegnvot að framan, tvisvar varð hún að stanza til að ná andanum úti á opnu flötinni og létti þegar hún náði stígnum niður í lundinn. — Þegar hún loks kom þangað fannst henni sem hún myndi aldrei geta dregið andann eðli- lega aftur. Hana sveið í andlitið og hálfblinduð af lemjandi regn- inu rakst hún á trjástofn, áður en hún komst inn í sjálfan lund- inn og í ofurlítið hlé. — Loks greindi hún garðhúsið. Hún hálf hljóp og hálf hrasaði síðustu skrefin og varð að beita ýtrustu kröftum til að detta ekki, þegar ofsaleg vindhviða slengdi henni á hurðina, Hui’ðin flaug upp, þegar Adrienne skall á henni. Hún rak upp vonbrigðastunu, þegar hún sá að hún var ein í rökkrinu. Gersamlega örmagna hallaði hún sér upp að veggnum, hélt annarri hönd um ennið og braut heilann um hvar í ósköp- unum drengurinn gæti verið. — Hún lét augun hvarfla að litla húsinu á bekknum undir glugg- anum. Allt í einu stirðnaði hún. Það var enginn Cuthbert á sínum venjulega stað undir netinu. Hún skoðaði þetta nánar og uppgötv- aði að hann var ekki heldur í ,,svefnherberginu“. Hún sat þarna á hækjum sínum og hugs- aði ákaft og minntist þess að Jamie hafði verið áhyggjufullur daginn áður. Cuthbert hafði ver- ið eitthvað niðurdreginn, hafði Framhald á bls. 44. 45. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.