Vikan


Vikan - 09.11.1967, Síða 23

Vikan - 09.11.1967, Síða 23
Af mönnunum sex lágu fimm á bakinu á gólfinu með hendur á höfðum og þumalfingurnar vand- lega samanreyrða. Þeir voru allir með meðvitund nú og lágu í röð, en enginn hreyfði sig. Þótt einkennilegt mætti virðast, lá Gerace meðvitundarlaus á sóf- anum. Hægri framhandleggurinn var f viðamiklum umbúðum, gerð- um úr þykkum borðdúk. Willie sat á brúninni á borðinu og reykti og lék sér að fjaðurhnffnum. Byssurn- ar þrjár lágu á borðinu, ásamt tvinnakefli, sem nál var stungið í. — Hvað kom fyrir hann, Willle? Hún hnykkti höfðinu f áttina til Gerace. — Mér fannst eins gott að gefa honum nokkur nálspor í handlegg- inn, Prinsessa. Hann kinkaði kolti f áttina að tvinnakeflinu. — Skárra en ekkert. En það er dálftið erfitt að nota venjulega, beina nál. — Leið yfir hann? — Ekki beinlfnis. Það vottaði fyr- ir afsökunarbeiðni í rödd Willies. — Þessi heimskuhaus tók að æpa og hrópa, svo ég sló hann út um hríð. En hann hlýtur að fara að koma til sfn. — Gott. Ég þarf að tala við hann. Willie bauð henni sígarettu úr pakka af borðinu og kveikti í henni með ffnlegum gullkveikjara, sem hún hafði aldrei séð áður. Hann hafði vafalftið fylgt fötunum. Hún settist f hægindastólinn, teygði úr fótunum og horfði á Gera- ce. Mennirnir, sem lágu á gólfinu, gutu á þau augunum á vfxl, f skilningsvana skelfingu, horfðu á þetta einkennilega par reykja f friðsamlegri þögn. — Það er orðið dálftið seint að fara út að sigla, sagði Willie að lokum, með söknuði. — Það veit ég ekki. Það er bara ennþá skemmtilegra á nóttunni. En það Iftur ekki út fyrir, að þeir hafi bfl hér. — Hvað þá? — Bara gamlan hestvagn. Eins og einn þeirra sem er á vagnsafn- inu í Lissabon, en ekki eins íburð- armikill. Enginn bfll. — Slæmt. — Já. Ég held það væri rétt, að þú sæktir þann sem er uppi, Willie vinur. — Er hann lifandi? — Hann var að ranka við sér, þegar ég sá hann síðast. Willie fór út. Hann var lengur burtu en henni þótti nauðsynlegt. Það liðu þrjár mínútur, þar til hann kom með Forii á öxlinni. Augu Forl- is voru opin. Willie lagði hann við hliðina á hinum. Gerace bærði á sér og Modesty færði sig yfir að sófanum, þar sem hann lá. Hún kleip fast ( eyrað á honum. Eftir eitt eða tvö andartök opnaði hann augun. Skilningurinn færðist hægt í þau. Varir hans skild- ust f daufu brosi, hálf óttafullu, hálf vonglöðu. Óttinn kom henni ekki á óvart. Hún hafði oft kom- izt að þvf, að atvinnuillmennið barð- ist hreystilega þar til það hafði beðið ósigur, eftir það var það ekki lengur hetja. — Til hvers var þetta allt sam- an, Gerace? spurði hún. — Ég. . . . Ég veit það ekki. Það er alveg satt. Röddin var smeðju- leg. Það var eins og hann væri að reyna að biðja um meðaumkun og starfslegan skilning frá óvini. — Montlero fékk gott fyrir að vinna þetta verk. Hann sendi mig með nokkra stráka. Þetta er bara starf, þú skilur. — Ég skil. Og þegar þú sérð Montlero, skaltu segja honum, að hafi ég ekki drepið hann innan árs, geti hann farið að sofa rólegur aftur. Ég er ekki langrækin. — Innan árs.... Bros Gerace fölnaði upp. Svo varð honum Ijós annar boðskapur orða hennar. Það birti yfir honum og hann kinkaði kolli ákaflega. — Þegar ég sé hann aftur? Auðvitað, auðvitað. Ég skal segja honum það. — Ég átti við ef þú sérð hann aftur, Gerace. Segðu mér í hverju starfið var fólgið. Hann ætlaði að fara að baða út höndunum, svo gretti hann sig og tók um sáraumbúðirnar á hand- leggnum. — En ég var að segja þér það. Ég veit það ekki, Modesty. . . . Hnffurinn, sem Willie hafði hald- ið á f hendi sér, þaut minna en þumlung frá höfði Gerace og rakst á kaf f bakið á sófanum. Gerace varð eins og skftug mjólk á litinn. — Ungfrú Blaise, helvftis ræfill- inn þinn, sagði Willie. Hann skálm- aði að sófanum og náði í hnffinn aftur. Andlitið strengt af heilagri reiði. — Fyrirgefið! Allt í lagi, fyrirgef- ið! sagði Gerace með æði f augun- um. Hann leit á Modesty aftur. — Ég veit það ekki, ungfrú Blaise. Við komum til Lissabon, ég hitti manninn, sem við áttum að hitta, manninn sem var hérna, þegar þið komuð. Við vissum ekki, hvað hann heitir. Hann benti á þig og á . . . hann kyngdi munnvatni sfnu og leiðrétti þá vitlu, sem yfir honum vofði, — á herra Garvin. Allt, sem við þurftum að gera, var að taka ykkur og halda ykkur hér í fjöru- tfu og átta klukkustundir. Við leigð- um húsið, við bjuggum út herberg- in og svo . Svo unnum við okk- ar verk. — Og hvað átti að gerast eftir fjörutíu og átta klukkustundir? — Við áttum að láta ykkur fara, ungfrú Blaise, sagði Gerace sakleys- islega. — Starfinu lokið. Willie Garvin hló. það var ekki glettnislegur hlátur. — Það er satt! sagði Garace með örvæntingarhreim. — Ég sver það við gröf móður minnar. Modesty leit á Willie og það var ofurlftil spurnargretta milli augna hennar. — Þetta er satt með fjörutfu og átta klukkustundirnar, Prinsessa. — Hann benti með þumalfingrinum yfir borðið. Ég ræddi við þennan náunga, meðan ég hélt á honum niður. Sama saga, nema hvað við áttum að komast út með því að nota rúmfótinn fyrir skrúflykil, og ef við gerðum það ekki, mátti Gera- ce gera við okkur hvað sem honum sýndist á eftir. — Ég skil þetta ekki, sagði hún hægt. — Ekki heldur ég. Viltu fylgja því lengra? Eigum við að ná f manninn, sem var hér f kvöld? — Nei. Hún talaði eingöngu fyrir eyrun á Gerace. — Það er bezt við spyrjum Montlero sjálfan. Hún gekk að borðinu og drap í sfgarettunni. — Það er enginn sími hér, Willie. Það Iftur út fyrir, að við verðum að ganga. — Það eru að minnsta kosti sjö eða átta mflur til Cascais, þykist ég vlta. — Allt í lagi. Þetta er falleg nótt. — Þessir skór eru ekki sérstak- lega þægilegir, og þú hefur bara sandalana. Má ég aðeins svipast um? Ég hef fengið ofboðlitla hug- mynd. Allt í einu vissi hún, hvað hann hafði f huga, en hélt aftur af hlátr- inum, því hún vissi, að hann myndi hafa gaman af að koma henni á óvart. — Allt f lagi, Willie. Hún tók aðra skammbyssuna. — Farðu og svipastu um. Það brakaði f vagninum, þegar hann mjakaðist hægt leiðar sinnar, auðveldlegar nú, þegar hann var kominn á malbikaðan veg. Sólin var löngu hnigin til viðar og það voru nærri tvær klukkustundir slð- an vagninn hafði lagt af stað nið- ur eftir löngum, rykugum veginum frá húsinu. Gerace sat í ekilssætinu og faldi handlegginn með sáraumbúðunum undir regnkápu, sem hann hafði kastað yfir sig eins og skikkju. — Emilio og Ugo voru forystuhestarn- ir, en hinir fjórir mennirnir voru á eftir þeim f tveimur röðum, aftur eftir stönginni, allir hnýttir saman með vænum kaðli, sem bundinn var um úlnlið hvers og eins. Þeir lögðust f dráttarkaðlana, hendurnar aumar og axlirnar sár- ar, þegar þeir böksuðu við að draga vagninn upp lítinn, en þreytandi hallann upp á síðustu hæðina, áður en þeir kæmu inn f Cascais. Þeir voru löngu hættir að hugsa nokkuð. Þeir másuðu og erfiðuðu með opnum munnum og svitinn bogaði af þeim f þessu algjöra sinnuleysi, sem örmögnunin hefur með sér. Fyrsta hálfa klukkustund- in, niður eftir bugðóttum veginum, var eins og tekin beint út úr gam- alli Keystone Cops kvikmynd. Þrisvar hafði Gerace verið óþarf- lega seinn að bremsa og vagninn rann hægt aftan á mennina. Þeir völdu honum ókvæðisorð. Þeir ákölluðu guð, móður hans og engl- ana. Þelr höfðu rætt um hreyfilög- málið, hraðann og aflfræðina og lagt þetta niður fyrir sér f grófum leikmannsdráttum og rætt það beisklega sfn á milli. Þegar Gera- ce, hinn illa séði stjórnandi reyndi að fá jálka sfna til að vinna sam- an, hafði honum verið skipað hörkulega að fullnægja sér kyn- ferðislega á svo hugmyndaríkan hátt, að jafnvel steinsmiði hinnar fornu Pompeji borgar hefði aldrei dreymt um slíkt. En nú var eldur uppreisnarinnar orðinn að kaldri ösku. Af tilraunum og mistökum höfðu þessir mannlegu hestar neyðzt til að vinna saman. Allur vonarneisti um vægð eða flótta var löngu slokknaður. Nú skipti það eitt máli að álag- ið á dráttartaugunum væri jafnt; að asninn fyrir aftan stigi ekki á hæla manns,- að apinn fyrir fram- an passaði sfnar eigin lappir; að fíflið í ekilssætinu hemlaði hæfi- lega, þegar hallaði undan fæti, en ekki þó of mikið; að undrandi áhorfendur létu sér nægja stuttara- legt svar frá Ugo, sem var sá eini sem talaði ofurlitla portúgölsku, um að þetta væri veðmál ( góðgerða- skyni. Modesty svaf og hallaði sér til hliðar með höfuðið á öxl Willi- es. Vaggið f vagninum truflaði hana ekki. Hálfa ævina hafði hún ekki vitað hvað það var að sofa f þægi- legu rúmi og hún gat sofið eins og henni sýndist undir öllum kringum- stæðum. Willie Garvin hallaði sér aftur á bak f einu horni vagnsins og horfði aftan á bak og höfuð Gerace og dráttarjálkana fyrir framan. Hann hafði byssu sér við hlið og fjaður- hnífurinn stóð í ekilssætinu fyrir framan hann, um þumlung frá af- slappaðri hendinni. — Ég er ekki slingur að fást við byssur, hafði hann sagt f varnað- artón við hópinn, þegar þau lögðu af stað. — Svo ef einhver vand- ræði verða, læt ég Gerace hafa það fyrst, með hnífnum. Svo reyni ég að gera mitt bezta með byss- unni, og þá er ekki um annað að ræða en ég vona, að mér heppn- ist að skjóta þann, sem átti það skilið, en ekki einhvern annan. Það hafði ekki komið til neinna vandræða. Willie andaði að sér hlýju næt- urloftinu. Hann var hjartans ánægð- ur. Þetta var sá tími, sem hann naut mest: að loknum leik. Friður- inn, þegar taugarnar hvíldust eins og sofandi íþróttamaður, en skiln- Ingarvitin voru vakandi og glögg og heimurinn óumræðilega skfr. Það höfðu verið mörg skipti Ifk þessu árin síðan Modesty kom inn f Iff hans og endurskapaði honum heiminn. Leikurinn f kvöld hafði reynzt stuttur, og ekki sérlega harð- ur, þegar allt kom til alls. Það höfðu verið aðrir leikir og erfiðari, langir og grimmdarlegir, sársauki og þjáning og sár til að sleikja, samt var eftirleikur friðar og á- nægju alltaf sá sami. Hann hugsaði um mann, sem hann hafði þekkt fyrir langa löngu,- annan Willie Garvin, sem aldrei fann neinn frið, sem hafði aldrei orðið nein raunveruleg gleði að Framhald á bls. 34 45. tbi. yiIvAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.