Vikan - 04.01.1968, Síða 4
Pera, sem beinir
Ijósinu niður.
Hentar í nýtízku
eídhúsinnréttingar.
Leslampa
Vinnustaði
Og á aðra staði
sem beina þarf
Ijósi á.
SRAM-
Superlux
AÐ FYRIRGEFA.
Kæri Póstur!
Til þín hafa svo margir
leitað með vandamál sín,
og nú er röðin komin að
mér.
Við erum búin að vera
gift í fjögur ár og erum
bæði 23 ára. Við eigum eina
dóttur, sem er tveggja og
hálfs árs. Okkur hjónunum
hefur samið eins og bezt
verður á kosið. En síðast-
liðið sumar var maðurinn
minn sendur í annan lands-
hiuta til að vinna. Þegar
hann kom heim, sagði hann
mér, að hann væri búinn
að vera nokkrum sinnum
með annarri stelpu þar á
staðnum og spurði hvort ég
gæti fyrirgefið sér það.
Hann kvaðst ekki vilja hafa
neitt með hina að gera og
sagðist ekkert skilja í, að
hann skyldi hegða sér
svona.
Finnst þér nú, að ég eigi
að láta hann sigla sinn sjó
eða búa með honum áfram?
Mér finnst ég aldrei geta
treyst honum framar. Ég
veit að þú svarar mér eins
fljótl og vel og þú getur.
Með fyrirfram þökk,
G. R.
P.S. Hvernig er skriftin?
Jú, við mundum ráð-
leggja þér að halda áfram
að búa með honum. Ó-
tryggð í ástum er eins og
allir vita sú reynsla, sem
markar einna clýpst spor í
sálarhróið okkar. En slíkt
dofnar með tímanum, þótt
það hverfi kannski aldrei
til fulls. Ef þú fyrirgefur
honum þetta hliðarhopp,
verður það til þess, að sam-
vizka hans skerpist og hann
ber meiri virðingu fyrir þér
en áður. Ef þú fyrirgefur
honum verður þú að gera
það ekki aðeins í orði held-
ur einnig á borði. Það
versta sem þú gætir gert
væri að gjalda honum í
sömu mynt, eins og margir
gera. Þar með eru öll ykk-
ar mál orðin flækt og kom-
in í óleysanlegan hnút. Nei,
þú skalt fyrirgefa honum
og hann mun re.ynast þér
betri eiginmaður eftir en
iður. Skriftin er stílhrein
)g falleg.
ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR
KÆRUSTU . . .
Kæri Póstur!
Nú langar mig til að
biðja þig bónar. Hún er sú
að hjálpa mér að muna fá-
ein kvæði, sem mig langar
til að læra öll og kunna
þau rétt. Ég skrifa upp það
hrafl sem ég kann úr þeim
og sendi það með bréfinu.
Ég vona, að þú viljir gera
mér þann greiða og birta
þetta í Póstinum. Ef þú
kannast ekki við þessi
kvæði, væri kannski reyn-
andi að birta hraflið og
vita hvort einhver lesandi
getur ekki hjálpað mér.
Marsibil Magnúsdóttir.
Við viljum meina, að
fyrsta erindið, sem þú send-
ir okkur sé úr „Ævintýri
á gönguför“. Ef það er ekki
rétt, þá er textinn að
minnsta kosti saminn und-
ir lagi, sem þar er sungið.
Þetta erindi hlýtur að vera
bjagað hjá þér. Það sést á
ituðlunum oð ríminu. Þess-
ar vísur er voru til skamms
tíma á hvers manns vörum,
lærðum við þannig:
Ég ætla að fá mér kærustu
sem allra, allra fyrst,
en ekki verður gott að
finna hana.
Hún skal hafa kinnar sem
hrútaber á kvist
og hvarmaljósin björt sem
demantana.
Þetta er langur bragur,
en því miður kunnum við
ekki meira. En við biðjum
lesendur að hjálpa Marsibil
og senda okkur vísurnar
allar og réttar. — Marsibil
sendi tvær línur úr öðrum
brag, en við könnumst ekk-
ert við hann. Þær hljóða
svona:
Á kúskinnsskóm var karl-
inn sá
svo kauðslegur að sjá.
VITLEYSINGARNIR
SEM STJÓRNA LANDINU.
Kæri Póstur!
Nú ætla ég loksins að
skrifa þér, og ég ætla að
byrja á því að setja svo-
lítið út á Vikuna. Ég kaupi
hana alltaf. EN hvers vegna
eruð þið hættir með Bíla-
prófun Vikunnar? Ef þið
hafið ekki pláss fyrir próf-
ið, blessaðir hættið þá við
þessa Júllu Jóns! Árið 1965
komu Benz-verksmiðjurnar
með nýjan Benz 250. Af
4 VTIvAN
1. tbl.