Vikan - 04.01.1968, Page 20
KALLAR
ÍHt
r----------------------------------------^
ÍSLANDSKLUKKAN Í ÞJÓDLEIKHÚSINU
EFTIR ÁRAMÚTIN. SKIPT UM LEIKARA
í AÐALHLUTVERKUM
Um miðjan október s.l. hóf Þjóðleikhúsið
æfingar á íslandsklukku Halldórs Laxness, og
verður verkið að þessu sinni frumsýnt um
miðjan janúar. Er þetta fyrsta sýningin ó leik-
ritinu í ellefu ár, en þótt svo langt sé um
liðið, er varla hætt við öðru en atburðarás
leiksins, persónur hans og mótun þeirra í með-
ferð okkar beztu leikara standi öllum þorra
íslendinga skýrt fyrir hugskotssjónum.
Þeim mun forvitnilegra er að vita hversu
til tekst með í hönd farandi sýningu. Hún
verður sem sé sérstæð að því leyti, að nú
verður skipt um leikara í flestum meginhlut-
verkum leiksins; með öðrum orðum sagt verð-
ur það að verulegu leyti ný Klukka, sem gest-
ir Þjóðleikhússins fá að sjá eftir áramótin.
Sem kunnugt er, var íslandsklukkan fyrst
sýnd í Þjóðleikhúsinu tuttugasta og annan
apríl 1950, þriðja daginn frá vígslu þess, og
var þriðja leikrit hússins. Leikstjóri var þá
Lárus Pálsson, og lék hann jafnframt Jón
Grindvíking. Jón Hreggviðsson lék þá Bryn-
jólfur Jóhannesson, Þorsteinn Ö. Stephensen
Arnas Arnæus, Herdís Þorvaldsdóttir Snæfrlði
íslandssól, Haraldur Björnsson Jón Marteins-
son og Valur Gíslason Eydalín lögmann. Leik-
tjöld gerði Lárus Ingólfsson. Þá var leikritið
sýnt alls áttatíu og þremur sinnum á tveggja
ára tímablli og sýningargestir urðu nærri fimm-
tíu þúsund.
Næsta sýning á verkinu var 1952, í tilefni
fimmtugsafmælis höfundar. Var það sýnt sex
sinnum að því sinni og voru að jafnaði sex
hundruð gestir á hverri sýningu. I þriðja
sinn var Klukkan sýnd 1956, í tilefni þess að
Kiljan fékk nóbelsverðlaunin. Þá urðu sýning-
arnar tuttugu og fimm og sýningargestir fimm-
tán þúsund. Alls hefur leikritið verið sýnt
hundrað og átta sinnum.
Að þessu sinni mun Róbert Arnfinnsson fara
með hlutverk Jóns Hreggviðssonar, Rúrik Har-
aldsson leikur Arnas Arnæus, Sigríður Þorvalds-
dóttir Snæfríði íslandssól, Jón Júlíusson Jón
Grindvíking, Gunnar Eyjólfsson Jón Marteins- .
son. Flestir þessara leikara hafa þegar lengi
verið í fremstu röð á fjölum Þjóðleikhússins, en
þetta er í fyrsta sinn sem þeir fá að reyna sig
við Klukkuna, sem gömlu mennirnir, Brynjólf-
ur, Þorsteinn, Haraldur, Lárus og aðrir, hafa
til þessa túlkað af þvílíkri snilld, að persónur
hennar hafa þegar fastgreipazt í huga flestra
íslendinga og ekki einungis sem persónur á
sviði, heldur eru þær orðnar fólki eins raun-
verulegar og minnisstæðar — eða öllu heldur
langtum minnisstæðari — en lifandi manneskj-
ur sem það umgengst í sínu daglega lífi. Það
verður því erfitt hlutverk sem nýju mennirnir
fá nú til að glíma við, að forðast stælingar á
þeim gömlu, sem alltaf er hætt við að lendi í
afkáraskap, en jafnframt að gera persónur
Klukkunnar jafn sterkar og áhrifamiklar í aug-
um leikhúsgesta og fyrirrennurum þeirra
heppnaðist. Þeir, sem fylgzt hafa með leik-
ferli Róberts Arnfinnssonar, munu eiga erfitt
með að ímynda sér að honum geti brugðizt
bogalistin ! nokkru hlutverki, og mörg hinna
hafa einnig sýnt ágæt tilþrif. Eitt af því, sem
merkilegt er við flutningssögu verksins er, að
margir þeirra leikara okkar, sem nú eru upp á
sitt bezta, vöktu fyrst á sér athygli ! minni hlut-
verkum þess. Þeirra á meðal má nefna Bald-
vin Halldórsson, Steindór Hjörleifsson, Árna
Tryggvason og Klemenz Jónsson. Að síðustu
mætti geta þess, að einn okkar elztu snilldar-
manna á sviði, Friðfinnur Guðjónsson lék
sitt síðasta hlutverk ! Islandsklukkunni 1956.
Þá lék hann manninn sem missti glæpinn.
Ef allt fer að líkum, ættu bekkir Þjóðleik-
hússins að verða þéttsetnir upp úr áramótun-
um, hvað sem sjónvarpi og öðru glingurdóta-
ríi líður.
Framhald á bls. 40.
Baldvin Halldórsson, leikstjóri.
„Kvcr úr fornu volumine — jircttándu aldar skrift.
Ég fæ ckki betur séð cn þetta séu blöð úr sjálfri
Skáldu.“ Arnas Arnæus hefur fundið rifrildi úr þeirri
óviðjafnanlegu skinnbók í rúmbotni móður Jóns
Ifreggviðssonar. Talið frá vinstri: Jón Hreggviðsson
(Brynjólfur Jóhannesson), sr. Þorsteinn (Klemenz
Jónsson), Snæfríður íslandssól (Herdís Þorvalds-
dóttir), Arnas Arnæus (Þorsteinn Ö. Stephensen),
kona Jóns Hrcggviðssonar (Anna Guðmundsdóttir),
og móðir Jóns Hreggviðssonar (Emilía Jónasdóttir).
Myndirnar allar eru frá fyrstu sýningu leikritsins.
20 VIKAN L tbL