Vikan - 04.01.1968, Qupperneq 37
Þannig misstu bandamenn níutíu
og fimm flugvélar af tæplega
átta hundruð, sem réðust á Niirn-
berg í marzlok 1944-
En um haustið 1944 voru árás-
irnar á Þýzkaland hertar á ný,
enda var sigur bandamanna í
Frakklandi þá tryggður og ljóst
að komið var að lokaþætti styrj-
aldarinnar. Meðal borga sem nú
var ráðizt á og urðu sérlega hart
úti má nefna Heilbronn, Königs-
berg, Duisburg og Brúnsvík.
Þessari sókn var haldið linnu-
laust áfram fram í febrúar 1945,
er mesta og mannskæðasta loft-
árás styrjaldarinnar var gerð —
loftárásin á Dresden.
Árás þessi var ekki einungis
sérstæð að því leyti, að hún olli
meira manntjóni en nokkur önn-
ur hernaðaraðgerð sögunnar.
Eins og fyrr er sagt höfðu loft-
árásir bandamanna til þessa ým-
ist beinzt að borgum, sem höfðu
beina hernaðarþýðingu eða voru
mikilvægar vegna iðnaðar og
samgangna. Engu slíku var til að
dreifa um Dresden. Sem sam-
göngumiðstöð hafði borgin ekki
verulega þýðingu og þótt þar
væri allmikill iðnaður, var hann
þess eðlis að hann hafði næsta
lítið gildi fyrir stríðsreksturinn.
Og herbækistöðvar voru þar eng-
ar svo heitið gæti.
í samræmi við þetta hafði öll
saga þessarar fögru höfuðborgar
gamla, saxneska kjörfurstadæm-
isins og konungsríkisins verið-
íbúum hennar hafði alla tíð ver-
ið tamari friður en stríð. Þar
höfðu flestar greinar lista og
vísinda verið iðkaðar af meiri
alúð og smekkvísi en í flestum
eða öllum öðrum borgum Þýzka-
lands. Þar voru frægir skólar,
sem á friðartímum drógu að sér
námsmenn frá fjölda þjóðlanda,
ekki sízt Bretlandi. Þar voru dýr-
leg listasöfn og leikhús. Þegar
þjóðhöfðingjar Prússa, nágranna
Saxa, stunduðu á herneskju og
landvinningar, lögðu fyrirmenn
í Dresden áherzlu á fegrun lífs-
ins með þeim lögulegustu hlut-
um, sem guðdómurinn í manns-
sálinni hefur skapað. Dæmigerð
fyrir þetta eru viðskipti Friðriks
Vilhjálms, kjörfursla í Branden-
búrg og konungs af Prússlandi,
og Ágústs sterka, þjóðhöfðingja
Saxa og Pólverja, sem sat í
Dresden og skreytti þá borg af
svo mikilli alúð, að hún bjó að
því allt fram að morðinu mikla
1945. Kóngur þessi, sem var tröll
að vexti, klaufi í pólitík og hafði
óseðjandi lyst á víni, kvenfólki
og fallegum hlutum, hafði feng-
ið ágirnd á nokkrum kínverskum
poslulínsmunum, sem nágranni
hans í Berlín átti. Friðrik Vil-
hjálmur, sem var faðir Friðriks
mikla og gersneyddur öllum fag-
urfræðilegum smekk, lét hann
góðfúslega hal'a postulínið — en
fyrir það varð Ágúst að láta
granna sínum eftir fimm hundr-
uð risavaxna dragónriddara með
fullum herbúnaði!
Freistandi væri að ræða nánar
um Ágúst sterka, „Alkibíades
Dresdenar“, eins og sumir köll-
uðu hann — þótt hann ætti það
naumast skilið. Um hann var sem
sé sagt með meiri sanni, að hann
hafi ekki einungis gert Dresden
að þýzkum Versölum, heldur og
þýzkri Flórens, sem listelskandi
fólk úr fjarlægum löndum
fór pílagrímsferð til í stríð-
um straumum. Dresdenar-óperan
náði þá þeirri frægð, sem hún
hefur síðan búið að; þá byggði
Pöppelmann þann stórfenglega
barokgarð Zwinger, og þá var að
frumkvæði kjörfurstans reist
listasafn, það stórkostlegasta, sem
nokkru sinni hafði sézt norðan
Alpa. Ágúst var furðulegt sam-
bland af siðlausum barbara og
fáguðum menningarvita, ólmum
berserki og úrkynjuðum hirð-
svallara. Hann varð fljótlega að
þjóðsagnapersónu. Þannig var
sagt að foreldrar hans hefðu alið
hann upp á Ijónamjólk og til
dæmis um krafta hans var haft
fyrir satt, að hann hefði eitt
sinn klesst saman í greip sér
silfurbikar, svo að vínið spraut-
aðist upp úr og á nærstadda
veizlugesti.
Þegar allt kom til alls, bjó
Dresden lengur að því, sem Ág-
úst sterki hafði vel gert, en hinu
sem honum hafði miður farizt.
Flestum þótti borgin einhver
yndislegasti staður Þýzkalands.
Að vísu heyrðust einstaka sinn-
um hjáróma raddir. Þannig kvað
Ibsen, sem að sönnu var Þjóð-
verjahatari, í Ballónbréfi sínu um
velkunna og hvimleiða mann-
gerð, sem hann varð var við í
höfuðborg Saxlands:
Digrir, þýzkir þjóðmálsskúmar,
þeir sem engin veröld rúmar,
vígagrobb með veifu á stöng,
„Wacht am Rhein“ þeir kalla
söng....
En að áliti flestra voru Dres-
den og íbúar hennar miklu frem-
ur dæmi um það bezta, sem til
er með þýzku þjóðinni, en það
sem leiðinlegra er. Brezkur her-
maður, sem eins og margir aðrir
landar hans voru í fangabúðum
í útjaðri borgarinnar, skrifaði í
bréfi heim:
„Þjóðverjarnir hérna eru
tíma hitt- Yfirmaður fanga-
búðanna er prýðisdrengur, og
það er undravert, hve mikið
frjálsræði við búum við. —
Feldwebelinn tók mig með
sér inn í borgina fyxir
skömmu og sýndi mér mið-
hluta hennar. Hún er sannar-
lega fögur — ég gæti þegið
að sjá meira af henni.“
í Dresden virtist möimum
stríðið svo fjarlægt, að undrum
sætti í landi, sem átti í svo
grimmilegri og miskunnarlausri
baráltu sem Þýzkaland nasis-
mans. Engum, hvorki af Þjóð-
verjum sjálfum eða andstæðing-
um þeirra, hafði til þessa komið
til hugar að loftárás yrði gerð á
borgina. Ástæðan til þessarar
skoðunar var vitaskuld fyrst og
fremst sú, að augljóst þótti að
hernaðarleg þýðing Dresdenar
væri lítil sem engin, og í öðru
lagi að bandamönnum óaði við
þeirri villimennsku að eyðileggja
borg, sem bjó yfir slíkum menn-
ingarminjum. Fjölmargir Bretar
þekktu borgina vel frá því fyrir
stríðið, er þeir höfðu dvalið þar
sem námsmenn og túristar, og
þeir báru hlýjan hug til hennar.
Alls konar sögusagnir styrktu þá
trú að Dresden yrði þyrmt, eink-
um meðal íbúa hennar sjálfra.
Til dæmis var fullyrt, að Bretar
hefðu gert leynilegt samkomu-
lag um það við Þjóðverja að láta
Dresden í friði gegn því áð Ox-
ford yrði hlíft við þýzkum
sprengjuárásum; aðrir sögðu að
Churchill ætti ættingja í borg-
inni og hefði því persónulega
tekið hana undir sinn verndar-
væng- Þessi trú á ónæmi borgar-
innar fyrir ógnum styrjaldarinn-
ar leiddi til þess, að þangað sótti
fjöldi flóttafólks úr öðrum stöð-
um, sem urðu hart úti í loftárás-
um.
Fyrir stríðið voru íbúar Dres-
denar um sex hundruð og þrjá-
tíu þúsund, en þegar árásin var
gerð að minnsta kosti hálfu fleiri.
Sérstaklega mikill varð flótta-
mannastraumurinn til borgarinn-
danssköli
HBRMANNS
RAGNARS
þeir beztu sem ég hef nokkurn
i. tbi. VIKAN 37