Vikan


Vikan - 10.04.1968, Side 6

Vikan - 10.04.1968, Side 6
 ÁLFTAMÝRI 7 BLOMAHÚSIÐ simi 83070 SUÐ >.RMULI Legg rækt viö aö sérhver skreyting eða blómvöndur sé rétt túlkandi fyrir þaö tilefni sem við á. Kjólablóm fyrir árshótíðina. Afmælisvendir. Brúðarvendir, brúðar-blóma-kóróna. Brúðkaupsafmælisvendir. Skrautinnpökkun á gjöfum. Blómaprýði við útfarir: Samúðarvendir, útfararvendir. Blómsveigar, minningarvendir. Legg yður á ráðin með að gróð- urskreyta híbýli yðar. Hef margra ára starfsreynslu í helztu blóma- löndum Evrópu. Öll blóm á gróðurhúsaverði. ÁLFTAMÝRI 7 — SlMI 83070 r Uaririlarkurtir I M M I IJTI BÍLSKLRS HLRÐIR ýhhi- & Htikurlir H □. VILHJALMSSDN RÁNARBÖTU 17 SÍMI 19669 HRUKKUR OG HLÁTUR. Virðulega Vika og kæri Póstur! Mínar beztu þakkir fyrir allt það skemmtilega, fróð- lega og góða efni, sem blaðið flytur oss. Sagan „Hin vota gröf“ er þegar orðin geysilega spennandi og Angelique er alltaf jafn dásamleg. En mig langar alltaf í meira af róman tískum smásögum, helzt ævagömlum; þær eru bezt- ar. Ég á vitanlega við mín vandamál að stríða eins og aðrir, og nú langar mig til að leita ráða hjá þér, Póst- ur góður: Ég er með 8 hrukkur í andlitinu, 4 imd- ir hvoru auga. Þær eru samt engin ellimörk, því að ég hef verið svona frá fæðingu. Þessar hrukkur fara ákaflega mikið í mínar fínustu taugar. Þegar ég hlæ, er andlitið á mér ein allsherjar gretta, en ég er líka alltof hláturgjörn. Elsku Póstur minn! Get- urðu ekki sagt mér hvort einhver læknir er til, sem gæti sléttað ofurlítið úr andlitinu mínu. Ég hugsa nefnilega, að það fari að koma „alvöruhrukkur“ af áhyggjum! Hef þetta svo ekki lengra, en vonast eftir svarinu bráðlega. Ég spyr ekki um skriftina. Hún er eins og hjá 10 ára krakka, hvað þá stafsetningin. Lengi lifi Vikan! Tvítug ráðskona í sveit. Við sögðum frá því hér í Póstinum nýlega, að hægt væri að láta slétta og slípa húðina, ef hún hefur skemmzt af einhverjum or- sökum. En við ráðleggjum þér eindregið að fara ekki að flana út í slíka vitleysu. Við erum sannfærðir um, að hrukkumar þínar átta fara þér vel — sérstaklega þegar þú hlærð. Skriftin þín er líka falleg, og við gátum ekki fundið eina einustu stafsetningarvillu í bréfinu þínu. DRAUMUR UM FERÐALAG Kæri Póstur! Ég hef séð, að þú ræður drauma fyrir fólk, og þess vegna skrifa ég þér. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mér finnst all merkilegur. Hann er svona: Mér fannst ég vera að leggja af stað í ferðalag í stórum langferðabíl. Var ég að koma fólkinu fyrir og fannst mér ég bera ábyrgð á þessu fólki. Þar skammt frá stendur maður í ein- kennisbúningi. Fannst mér ég vera að hugsa um það, hví hann kæmi ekki og hjálpaði mér (ég er mál- kunnug þessum manni), en hann virðir mig ekki við- lits heldur forðast mig að mér finnst. Var nú allt tilbúið til að leggja af stað. Rétt hjá mér situr kona með lítinn dreng og er hann grátandi. Tek ég drenginn hjá konunni og reyni að hugga hann. Fer ég nú að athuga annan skó hans og sé ég þá, að nagli stendur úr skónum inn í hælmn og finn um leið eitthvað rakt en ekki sá ég neitt blóð. Kalla ég þá til mannsins í einkenn- isbúningnum og bið hann að ná í sjúkrakassa en hann ansar því ekki. Kem- ur þá maður til mín með kassann og eitthvað annað sem hann segir að ég megi eiga. Svo er lagt af stað og sit ég aftast í bílnum 0g er að hugsa um það hví mað- urinn í einkennisbúningn- um hafi ekki talað neitt til mín og forðast mig, og fannst mér ég vera hálf sár. Svo finnst mér ég sofna út frá því og þegar ég vakna er ég orðin ein í bílnum einhvers staðar upp í sveit. En fólkið var hvergi sjáanlegt né neitt hús. Þarna voru stór og falleg tré og einnig blóm og fag- urgrænt graslendi svo langt sem augað eygði. Heiðskír himinn og allt var svo bjart þarna í kring. Er mér nú litið til hliðar við mig og situr þar þá einkennis- klæddi maðurinn, en nú venjulega klæddur. Lilum við hvort á annað og horfð- umst í augu góða stund án þess að segja neitt. Svo V 6 VIKAN 14 tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.