Vikan - 10.04.1968, Side 15
Hrútmenni í læknastélt eru yfirleitt skurðlæknar, tannlæknar og dýralæknar.
Hrútmenni hneigjast mjög til líkamlegrar vinnu, ekki sízt málmsmíða og vél-
smíða.
Á vettvangi Venusar eru hrút-
urinn hinn baráttuglaði, orku-
lilaðni og óþreytandi sigurveg-
ari — svo lengi sem áhuginn
endist. Hann hefur óseðjandi
þörf fyrir að auglýsa karl-
mennsku sína við öll möguleg
og ómöguleg tækifæri.
Ilrútkonan sýnir oft vissa karl-
lega drætti. Hún á það til að fá
ástríðuköst, sem hún hefur
mikla tilhneigingu til að full-
nægja á stundinni og staðnum.
Til ástmanns síns eða eigin-
manns gerir hún þær kröfur að
hann fullnægi óskum hennar
tafarlaust . . .
Hrútmenni veljast oft í störf, þar sem þörf
cr fyrir hörku og einbeittni, til dæmis verða
xnargir þeirra hermenn og lögreglumenn.
ingarstundin að liggja fyrir upp ó
mínútu.
Verður nú í stuttu móli farið yfir
þá eiginleika, sem fylgja himin-
tunglum, og hvað kemur í hlut
hvers og eins, eftir því hvaða him-
intungl standa ( hrútsmerki á fæð-
ingarstundu hans, auk Marz.
f táknrænum eða symbólskum
fræðum er tunglið jafnan talið kven-
legs og dýrslegs eðlis. Það táknar
ríka hvataorku, ómeðvitað og ó-
mótað líf. Við þessar aðstæður nýt-
ur hrúturinn sín prýðilega. Konur,
sem fæddar eru við hrút og mána,
eru gjarnan haldnar ofsafengnum
ástríðum og jafnframt grófgerðar,
allt að því karllegar. Fólk undan
þessari samstæðu er að jafnaði
fljótfært, óróasamt, óraunsætt og
barnalegt.
Merkúr var að fornu sendiboði
guðanna og jafnframt kaupsýslu-
guð. Stjörnu þeirri er nafn hans
ber fylgir skýr sjálfsvitund, skyn-
semi og skilningur á sálarlffi. Menn
bornir undir hrút og Merkúr eru
oft gæddir mikilli andlegri orku og
gáfum, til dæmis Zola hinn franski
og van Gogh.
Þegar Marz er allsráðandi í hrúts-
merki, er vissast að vara sig, þvf
þeirri stjörnu fylgir, sem fyrr er
sagt, ágengni af ofsafyllsta tagi.
Séu ekki verulegar hömlur lagðar
á Marz-hrúta, er viðbúið að þeir
gerist sekir um skefjalausan yfir-
gang og ofbeldi. Þetta hefur þótt
sannast á náungum eins og
Göring og Napóleoni þriðja Frakka-
keisara.
Venus, stjarna ástargyðjunnar, er
tákn ástar og lífssóknar. Fólk, sem
fæðist undir henni og hrútnum bæt-
ir við sig eldlegum ástríðum hrúts-
ins, en hinsvegar vilja hinir kven-
legu og fíngerðu eiginleikar Ven-
usar fara forgörðum ( blöndunni.
Spænski listmálarinn Goya, Lúðvfk
fimmtándi Frakkakonungur og
spænska nunnan og rithöfundurinn
Teresa frá Avila eru sögð hafa ver-
ið dæmigerðir Venusarhrútar.
Júpíter er tengdur höfuðguði Róm-
verja með sama nafni. Honum fylgja
eiginleikar eins og velvilji, rétt-
sýni, trúhneigð og tillitssemi. Júpí-
ter hefur því góð áhrif á hrútinn,
þegar hann nær til hans. Hann
hemur krafta skepnunnar og hag-
nýtir þá í þjónustu við mannúð og
hugsjónir. Tónskáldið Brahms og
heimspekingurinn Descartes eru
sagðir hafa verið Júplterhrútar.
Satúrnus gerir hrýtlingana inn-
hverfari, skarpari ( leitun og rann-
sókn og færa um að leysa af hönd-
um verk, sem krefjast mikillar ná-
kvæmni og sjálfsaga. Þesskonar
áhrif komu fram á mönnum
eins og Baudelaire, Einstein
og Haydn. En Satúrnus er
blendinn nokkuð og návist hans f
hrútsmerkinu ekki ævinlega til góðs.
Stundum dregur hann úr Iffsorku
hrútmennanna og lamar athafna-
þrá þeirra, eða breytir henni ( eyði-
leggjandi orku, sem bæði getur
beinzt gegn sjálfum þeim og öðr-
um. Þetta þótti til dæmis sannast
á Goya og ítalska ofstækismunk-
inum Savonarola, sem reyndi að
þurrka út dýrð Medíseanna í Flór-
en$.
Úranus skerpir eiginleika hrúts-
ins og yfirleitt til betri vegar; gerir
hann umbótasinnaðan og byltinga-
kenndan. Neptúnus gerir hrýtling-
ana ævintýragjarna, hugsjónarfka
og vekur hjá þeim dulúðarþrá. Plútó
gerir þá yfirleitt enn ágengari en
þeir eru fyrir, en jafnframt kald-
rif jaðri.
Af goðsögnum þeim, sem byggð
eru upp ( kringum hrútstákn, er
sú um Jason og gullna reyfið fræg-
ust. Gyðjan Nefela sendi hrútinn
Krýsómallos, sem gæddur var þessu
frábæra reyfi, ( austurveg með börn
sín, til að forða þeim undan kóng-
inum ( Orkómenos sem fyrirhugað
hafði að fórna Seifi öðru þeirra.
Fór hrúturinn til landsins Kolk-
is, þar sem óþjóðir bjuggu. Krýsó-
mallos óttaðist fjandskap konungs-
ins ( landinu og fékk því Frixos,
son Nefölu, til að slátra sér og
bjóða kóngi reyfið að gjöf. Kon-
ungur, sem Eetes hét, geymdi reyf-
ið í lundi, sem helgaður var stríðs-
Framhald á bls. 41
i4. tbi. vncAN 15