Vikan


Vikan - 10.04.1968, Page 23

Vikan - 10.04.1968, Page 23
Hvftir æiileiða svarta Taka hvítar bandarískar fjöl- skyldur upp þann sið að ættleiða negrabörn? Þeirri spurningu hef- ur til þessa verið svarað neitandi. Bandarískar ættleiðingareglur eru mjög strangar. Þær hafa mið- ast við að börnin væru sem lík- ust kjörforeldrunum. Helzt eiga þau að vera sömu trúar, sömu stéttar og umfram allt með sama hörundslit. Um hundrað og fjöru- tíu þúsund ætlleiðingar eiga sér árlega stað 1 Bandaríkjunum og langflestar þeirra hafa farið fram eftir þessum reglum. En undanfarið hefur ættleið- ingarstofnun á vesturströndinni, Los Angeles County Department of Adoptions, reynt með blessun yfirvaldanna að brjótast gegnum „litamúrinn". Um langt skeið hefur verið í Bandaríkjunum mikill skortur á hvítum börnum til ættleiðingar, en hinsvegar meira en nóg af blökkum. En lengi vel dirfðust engin yfirvöld svo mikið sem að ympra á því við hvíta foreldra að þau tækju að sér svart barn. En nú er þetta gert feimnislaust í Los Angeles. Forráðamenn ættleiðingarskrif- stofunnar þar segja að þesshátt- ar ættleiðingar séu trúlega bezta aðferðin til að hraða blöndun kynþáttanna. Blökk börn, sem al- izt hafa upp í hvítum fjölskyld- um, fjarri slammi og gettói, fái aldrei neina ástæðu til að hata hvíta menn. Og varla færu for- eldrar að hata börn sín, ekki einu sinni þótt þau séu svört og ættleidd. Ættleiðing gegnum „litarmúrinn": vopn gegn kynþáttaríg. Eros-Center: Leigan of há, aginn of strangur. Bartels veðjaði á rangt kjött Eros-Center, straumlínulagaða risahóruhúsið við Reeperbahn í Hamborg, hefur reynzt misheppn- að fyrirtæki. Jafnt mellurnar og viðskiptavinirnir hafa brugðizt. Eigandi hússins er fyrrverandi slátrari, Willy Bartels að nafni, og er nú fyrir löngu orðinn billj- ónari á veitingahúsarekstri og þessháttar. Hann lagði eitthvað um sjötíu milljónir króna í þetta sjálfsafgreiðslumagasín með kvenhold. Yfirvöldin, sem vildu losna við hórulifnaðinn úr hverf- unum kringum Reeperbahn og Grosse Freiheit, fengust til stuðn- ings við fyrirtækið. En stelpun- um þykir miklu skemmtilegra að fiska á börunum og nætur- klúbbunum en að vera lokaðar inni í Bartels-kassanum. Eros-Center var vígt með pomp og prakt fyrsta oktober í fyrra. Þar eru hundrað og fimmtíu og þrjú forkunnareóð herbergi, sæmileea búin húsgögnum. Við- skiptavinirnir hitta stúlkumar í þar til ætluðum garði, og er hann vermdur infrageislum. Fyrst í stað slógust stúlkurnar um að fá að ieigja herbergin á fimmtíu mörk á dag. En þær þreyttust fljótt á þessu. Nú búa í Eros- Center aðeins fimmtíu stúlkur, þótt þrefalt fleiri komist þar fyr- ir. Stúlkunum líkaði illa hinn strangi agi, sem látinn var gilda í „ástarhótelinu". Eiinpig þótti þeim leigan of há. Willy Bartels ber sig illa. Hann hafði áður reynl að telja fólki trú um að stofnun fyrirtækisins bæri vott um mannkærleika hjá honum. En nú skeliihlær lýðurinn á Reeper. bahn að honum og hefur í flimt- ingum að í þetta sinn hafi Willy slátrari ekki veðjað á rétta kjöt- ið. Bartels hefur lækkað leiguna og leigt hótelið „varagestgjöfum“ gegn því að fá sjálfur þrjátíu prósent af tekjunum. En það hjálpar ekki stórt og það líður áreiðanlega á löngu áður en hann fær aftur allt það fjármagn, sem hann upprunalega lagði í kass- ann. ef hann fær það þá nokk- urntíma. Og djammhverfið um- hverfis St. Pauli er ennþá hið sama og fyrri daginn, Gtft I6lk sæklr betur" k|OpstaOI, en Samkvæmt rannsókn, sem gerð hefur verið í Svíþjóð, er kjör- sókn mest beðal yfirstéttarmanna en hjá „socialgrupp 1“ eins og Svíar kalla það. Áttatíu og níu af hundraði í þeim stéttum neyta atkvæðisréttar síns. f millistétt- unum — socialgrupp 2 — kjósa áttatíu og einn af hundraði, en lágstéttunum — socialgrupp 3 — aðens sjötíu og sex af hundraði. Rannsókn þessi var gerð á veg- um Stokkhólms eftir síðustu kosningarkosningar þar í borg. Auk fyrrnefndra talna kom í Ijós að konur á sjötugsaldri, sem reka fyrirtæki og eiga fasteignir, eru duglegastar að oeiin réttar síns (níutíu og tvö komma fimm af hudraði). Minnst var kjörsóknin hjá fólki yfir sjötíu og fimm ára og konum, sem vinna heima og eru á þrítugsaldri. Ókvæntir og fráskildir karl- menneru að jafnaði hirðulausari um að koma sér á kjörstað en þeir kvæntu. Af þeim fyrrnefndu kusu við nefndar kosningar að- eins sextíu og niu af hundraði, en áttatíu og sex af hundraði þeirra kvæntu. Giftar konur höfðu sömu hlutfallstölu, en að- eins sjötíu og tvæ kusu af hverju hundraði ógiftra og fráskildra kvenna. neyta atkvæðis-"®*^'- 14. tbl. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.