Vikan - 10.04.1968, Qupperneq 28
E ffl E3 n r M 2"
flG W m
Verkleo knmítte ei
finoreliDirö næoie efcki
ið sé að vísu ekki íslenzkt að upp-
runa.
Er skúlptúrinn enn þitt að-
alviðfangsefni?
— Hann var það lengi, en síð-
ustu tvö árin hef ég aðallega gert
vesgmyndir, skúlptúr-relief get-
um við kallað þær, eins konar
lágmyndir. Uppistaðan í þeim er
alúmín, eins og í öllum mínum
myndum, en járn og kopar er
brætt inn í sem andstæðuform til
að koma meiri þyngd í myndina.
Hvernig skilgreinirðu stíl
þinn? Er þetta eins konar ab-
strakt-expressjónismi, action
painting?
Þetta á að vissu leyti upp-
runa sinn í abstrakt-expressjón-
isma; é? hefði líklega ekki gert
þetta ef ég hefði ekki kynnzt
þeirri stefnu. Ég nota aðferðir
hennar, en fer að öðru leyti eigin
leiðir, hef formin í huga fyrir-
fram. í abstrakt-expressjónisma
mótast form myndarinnar hins
vegar að miklu leyti spontant.
Pollo^k er hvað kunnastur af
frumkvöðlum þessarar stefnu, en
hano varð skammlífur. Nú er de
Kooning þar efstur á blaði.
Viltu meina að þú sveigir
heldur í áttina til þess fígúra-
tífa?
Að vissu leyti, já. Þetta er
orpanísk list, hættulegur leikur,
má segja, því verkin geta sýnzt
svo náttúrleg, að fólk heldur
kannski að þetta sé allt gert af
handahófi og án yfirvegunar. En
ég vona að h;ð raunverulega gildi
komi fram síðar.
Þú hefur sjálfur mótað þín-
ar aðferðir og stílbrögð?
- Já, algerlega. En þótt ég
hafi þróað aðferðir mínar sjálfur,
þá fer ég varlega í að telja að
þær hafi í sjálfu sér gildi. Það
er árangurinn sem skiptir máli.
Jóhann bendir á eina skúlptúr-
myndina, sem hann hefur stillt
upp á stein til hliðar við pott-
inn, þar sem glóandi málmgraut-
urinn kraumar og vellur. Mynd-
in kemur fyrir sjónir sem hraun-
drangur er í lögun minnir á
kínverska pagóðu, þótt hitt sé
iafnaugljóst að sú gerð mustera
hafi ekki verið fyrirmyndin.
Ég líð ekki að myndir mín-
ar beri þess nokkur merki að
þær hafi ekki orðið til af sjálfu
2S VIKAN 14 tbl-
sér, segir Jóhann. En jafn-
framt verður að vera Ijóst að þær
hafi ekki orðið til áreynslulaust.
Hann þrífur aftur forkinn og
veiðir rauðglóandi froðuna ofan
af pottinum.
— Skúlptúrinn er það tjáning-
arform, sem mér hentar bezt. I
honum finnur maður ekki hvað
sem maður vill, heldur það sem
maður vill, það sem maður legg-
ur verulega áherzlu á og gefur
lífinu gildi. f þessari listgrein
finnst mér ég njóta mín bezt.
Henni fylgir mikið erfiði, bæði
andlegt og líkamlegt - það lík-
ar mér vel - og umfram alít
jafnvægi.
Við fylgjumst nú með Jóhanni
heim til hans á Hrauntungu 59,
Kópavogi, en þar býr hann ásamt
konu sinni, Kristínu Halldórsdótt-
ur Eyfells. Þau hjón eru sem
kunnugt er félagar og samherjar
bæði í lífi og list; þarna hafa þau
komið sér upp húsi, sem í senn
er heimili þeirra og vinnustaður.
Atmosferan þama inni er látlaus
og notaleg og virðist hafa orðið
þannig af sjálfu sér eins og verk
Jóhanns — en auðvitað er málið
ekki svo einfalt.
Þau hjónin eru bæði skóluð
vestanhafs, hafa dvalizt í Banda-
ríkjunum nærri tvo áratugi við
nám og störf. Þar kynnlust þau
og gengu í hjónaband, Jóhann
lagði stund á arkitektúr, skúlpt-
úr og málaralist við Kaliforníu-
háskóla og síðar við Flórídahá-
skóla, en þaðan tók hann B.
ARCIJ.-próf í arkitektúr og
meistarapróf í myndlist (Master
of Fine Arts). Kristín tók þaðan
B.A.-próf í myndlist og einnig í
sálfræði, en þá grein lagði hún
upprunalega stund á. Áður en
hún kom til Flórída hafði hún
sfundað nám við Hofstra Univer-
sity á Long Island. Jóhann hefur
einnig starfað sem arkitekt og
málari i Bandaríkjunum og auk
þess kennt við Listadeild Flórída-
háskóla. Þau hafa haldið nokkr-
ar sýningar á verkum sínum,
bæði hér heima og erlendis, og
tekið þar að auki þáft í fjölmörg-
um samsýningum.
— Hefurðu alveg lagt arki-
tektinn á hilluna, Jóhann?
— Já, það má ég segja. Síðan
ég kom heim, hef ég aðeins teikn-