Vikan - 10.04.1968, Side 30
Hin UOTHGROF
FRAMHALDSSAGA 9. HLUTI
EFTIR j. D. McDONALD
Skip er steindauður. DrukknaSur í stóra baðkerinu sínu, á grúfu í öllum fötum. Það er eins gott
fyrir ykkur að hafa hraðann á.
Allt í lagi, Jezzie. Sjálfsagt.
— Bara að segja, að hann sé
ekki við.
Hún fór niður í lyftunni að
framanverðu og gekk út að bíla-
stæðinu. Hún ók stationbílnum
yfir að sínum bíl og iagði hon-
um við hliðina, litaðist snöggt
um og kippti síðan þungri skjóð-
unni með köfunartækjunum úr
skottinu á sínum bíl yfir í station-
bílinn. Hún leit á úrið. Hún hafði
nægan tíma til að fara út úr
borginni eftir leið, sem minnstar
líkur væru að hún sæist á. Það
var logn þennan dag og til þess
að gera hlýtt.
Þegar hún var komin mílu
fram hjá Garner, beygði hún inn
á afleggjara Skips og ók þennan
rösklega hálfa kílómetra að hús-
inu. Hún fór ofurlítið lengra og
nam staðar niðri við vatnskrik-
ann. Hún dró pokann sinn út úr
stotionbílnum og opnaði hann,
svo háttaði hún og fór í svartan
nælonköfunarbúninginn. Hún
tróð fötunum sínum í skjóðuna
og setti hana aftur inn í station-
bílinn. Hún aðgælti að nóg væri
á báðum tönkunum, spennti þá
axlaböndin, vó þá upp á axlir
sér og spennti fast. Bryggjan var
um þriggja metra löng og tæpur
metri á breidd og um það bil
tuttugu og fimm sentimetra bil
milli hennar vatnsyfirborðsins.
Gömul skekta með botnfylli af
vatni var bundin við bryggjuna.
Hún settist fram á bryggjusporð-
inn og setti á sig sunduggana.
Hún spýtti í grímuna og skolaði
af henni í vatninu. Skærlit októ-
berlauf flutu ofan á. Hún setti
á sig grímuna, opnaði fyrir köf-
unartankana, beit í munnstykkið
og lét sig síga ofan í vatnið. Hún
synti í stórum, letilegum boga
útyfir vatnið. Um þetta lón mitt
var dýpið um fjórir metrar.
Vatnið var ekki eins óhreint og
hún hafði óttazt, hún sá til þess
að gera vel í kafi. Hún sá fiska
skjótast burtu. Hún sneri aftur
að bryggjunni, við bryggjusporð-
inn var dýpið tæpir tveir metr-
30 VIKAN 14 thL
ar. Innundir miðri bryggju fann
hún stað, þar sem hún gat látið
fara sæmilega um sig í felum,
og vatnið tók henni í höku. Hún
ýtti grímunni upp á ennið, tók
út úr sér munnstykkið og stóð
þarna og studdi sig við einn
bryggjustaurinn, stórir gúmmí-
uggarnir á fótunum voru á kafi
í mjúku, svörtu slýinu í botnin-
um. Hún beið með ofurlítilli ó-
þolinmæði og velti því fyrir sér,
hvernig hún gæti afgreitt systur
Lucille um leið og hún hefði séð
fyrir Breckenridge — sem hafði
talað svo hættulega og horft á
hana með allt og mikla vitneskju
í augunum. Um miðja nótt gæti
hún borið herra Skip bakdyra-
megin út í bílinn. Systirin myndi
koma ef henni væri sagt að herra
Skip óskaði þess. Skip hafði
gengið frá öllum sínum farangri,
hún myndi bera hann líka út í
bílinn og þegar hún hafði séð
fyrir slúlkunni myndi hún keyra
allt saman út í Tylffarvatn, þar
sem það var mjög djúpt uppi
við bakkann og vegurinn lá þar
silaðist inn í framsætið við hlið
ósköp á að komast í ferðalag með
kvenmanni.
Fimm mínútum eftir að Berl
Breckenridge fór frá hótelinu,
ákvað Barabara að hafa fyrir-
mæli hans að engu, en þau höfðu
hljóðað upp á að sitja og bíða,
og svara hvorki þótt knúið væri
dyra né hringt. Hún hringdi í
Walmo sériff. — Þetta er Barbara
Horne, sagði hún. — Ég var
fegin að ég náði í yður, áður
en þér færuð.
Herra Breckenridge vinnur fyr-
ir mig. Mér datt í hug, hvort ég
gæti fengið að sitja í hjá yður
þangað úteftir.
— Hvert úteftir?
— Auðvitað út að sumarhúsi
Kimbertons.
—- Sumarhúsi Skips? Hvað
ætti ég að gera þangað?
— Þér eigið að hitta þau þar,
sériff. Kimberton, Breckenridge
og Jezzie Jackman. Hún ætlar
að skýra frá því, hvernig hún
drap systur mína og Hernandez.
Kimberton sagði Breckenridge að
þér ætluðuð að hitta þau þar.
Vitið þér ekkert um þetta? Það
er eitthvað hræðilegt að gerast,
sériff.
— Jezzie? Jezzie Jackman? Á
þetta að vera fyndni?
— Sériff, í guðana bænum!
Breckenridge segir að hún sé
einhverskonar geðsjúklingur og
mjög hættuleg. Látið yður engu
skipta um mig núna, en í guð-
ana bænum flýtið yður þangað
úteftir!
Eftir nokkra þögn sagði Walmo:
•—• Nú verðið þér svo væn að
bíða þama grafkyrr, meðan ég
sendi eftir yður, og reyni að kom-
ast í samband við Skip.
í guðana bænum, það má
engan tima missa!
Hún beið úti á gangstéttinni,
þegar lögreglubíllinn kom.
Þrekni og hátíðlegi maðurinn við
stýrið vissi ekkert. Hann ók yfir
að lögreglustöðinni. Walmo kom
úl og fór óþolandi hægt. Hann
silaðst inn í framsætið við hlið
ökumannsins og Barböru.
- Við getum svo sem rennt
út að sumarhúsi Skips, Peta.
Veiztu hvar það er?
— Ég hef skroppið þangað að
veiða með þér og Skip.
— Náðuð þér sambandi vii®
Skip? spurði Barbara.
— Frú Nimitz í skrifstofunni
sagði, að Skip hefði lagt sig. Hon-
um hefði ekki liðið sem bezt, og
hann vildi ekki verða ónáðaður.
Hún sagði, að Jezzie hefði farið
í bíl Skips fyrir drjúgri stund
og ætlað út í sumarhúsið að ná í
einhver skjöl, sem Skip á. Ég
sendi fulltrúa til að vekja Skip
og spyrja hann út úr um þetta.
— Getum við ekki farið hrað-
ar?
— Ungfrú, við getum farið
miklu hraðar, en ef við gerum
það, verðum við fljótlega komin
útfyrir þann litla hring, sem þessi
litla talstöð nær til og ég vil
heyra hvað Skip hefur um þetta
að segja. Þér eruð æst, en þér
verðið að gera yður ljóst að mað-
ur eins og Breckenridge verður
að láta líta út, bæði fyrir sjón
og heym, svo sem hann vinni
fyrir kaupinu sínu. Þessir dreng-
ir vilja gjarnan draga allt sem
mest á langinn. Þeir ímynda sér
eitt og annað.
— ímyndaði hann sér þessa
einkennilegu niðurstöðu í lík-
skoðunarskýrzlu Hemandez?
Walmo sneri stóra andlitinu að
henni og yggldi sig: — Einhver
kjaftar allt of mikið. Verið ró-
leg ungfrú. Þeir ná í Skip og
setja hann í símasamband við
okkur hingað.
— Nile læknir sagði Bart...
herra Breckenridge... að ung-
frú Jackman gæti verið hættu-
leg.
Það suðaði í talstöðinni. Walmo
tók hljóðnemann af króknum.
Dauf, málmkennd rödd sagðS:
— Stöðin kallar bíl þrjú.
— Bíll þrjú. Walmo hér,
Henri. Yfir.
— Sériff, ég er með Billy hér,
beint frá skrifstofu Kimbertons.
Það er áríðandi. Ég sel hann í
samband núna. Gerðu svo vel.
Billy.
Enn daufari rödd, mjög æst
sagði: — .... og gat ekki vakið
hann, svo ég brauzt inn, sériff.
Skip er steindauður. Drukknað-
ur í stóra baðkerinu sínu, á grúfu
í öllum fötum. Það er eins gott
fyrir ykkur að hafa hraðann á.
Walmo hengdi hljóðnemann á
krókinn. — Gefðu í, Pet.
Viðbragðið var svo snöggt, að
höfuð Barböru rykktist aftur á
bak.
Bart Breckenridge sá, að sta-
tionbíl Skips hafði verið lagt hin-
um megin við húsið. Hann ók
þangað og stöðvaði sinn bil á
svipuðum slóðum. Hann sté út
og hlustaði á kyrrðina. Hann
kallaði nafn Skips. Hann flaut-
aði bílflautunni, hann gekk að
sumarhúsinu og hamraði á læsta
hurðina. Hann gekk affur að bíln-