Vikan


Vikan - 10.04.1968, Page 37

Vikan - 10.04.1968, Page 37
— Hvað ætlar þú nú að gera? — Vera kyrr heima. Hugsa um búið. Verða gamall. Hún renndi niður munnvatni sínu og sagði, annars hugar: — Ætlarðu ekki að gifta þig? — Auðvitað! Hann sneri til höfðinu og leit á hana. — Ertu afbrýðisöm? Hana langaði að reka honum löðrung. — í guðanna bænum, Tom! Hún reyndi að ýta hon- um frá sér, en hann tók um höndina á henni. — Af hverju reiddistu nú? — Ég er ekki reið. — Ertu kannski trúlofuð? Hann settist upp, og glettnin skein úr augum hans. — Ég þori að veðja, að það ertu. Rík- um bissnismanni sem hefur ljós- hærðan einkaritara og á Jagúar — eða er það kannski Porsche? — Hvorugt, svaraði Lena hugsunarlaust. — Jæja, en þú átt sem sagt kærasta! — Nei. Jú. Það er að segja, ég er ekki trúlofuð. Og þótt svo væri, kæmi þér það ekki við. Elskar þú hann? — Tom......... — Elskar hann þig? Hún starði á hann. Var hann að gera grín að henni eða ekki? Óvissan gerði hana óstyrka, en þegar hún reyndi að rísa á fætur og koma sér burt greip hann í hana. — Því það geri ég nefnilega, sagði hann. Eins og lömuð starði hún á hann, fann sinn eigin öra hjart- slátt, skynjaði augu hans, hör- und og munn, sem nálguðust stöðugt. — Tom ........ — Vertu bara róleg, svaraði hann. Á eftir sagði hann: — Þetta hefur mig lengi langað að gera. Af hverju þarftu endilega að vera skotin í öðrum? Við gætum átt svo dável saman. Allt í einu varð Lenu hroll- kalt. Þau litu upp og sáu að sól- in var horfin bak við kolsvart ský. Öldurnar voru orðnar úfn- ari og nú bárust fyrstu regn- droparnir með vindinum. Tom spratt upp. — Það er bezt, að við hypjum okkur heim, sagði hann. Lena klöngraðist á fætur. Henni var ekki bara kalt, hún var líka svo undarlega örmagna. Tom tók hana við hönd sér og dró hana af stað. En áður en þau næðu heim, voru þau orðin holdvot. Nelly, sem var nýkomin heim, var reið og æst, þegar þau bar að garði, svona til reika. Hver bar ábyrgð á Lenu? Hverjum yrði kennt um, ef illa færi? — Nú fer ég beint upp og læt renna í heitt bað handa þér, og svo ferðu beina leið í bólið, þrumaði hún að lokum. — En Nelly ........... SKOLAR BURT ERFIÐ ÖHREININDI! Luvil er alveg nýtt! Skolefni, sem inniheldur efnakljúfa, náttúrunnar eigin blettaeyðara. FJARLÆGIR BLETTI, SEM EKKERT ÞVOTTAEFNI VINNUR Á. Efnakljúfa- kraftur Luvil leysir óhreinindin upp og eyðir þeim. Fjarlægir svita-,eggja-,kaffi-og blóð- bletti - en þetta getur ckkert annað efni - Luvil er betra og öruggara en klór. LUVIL GETUR KOMIÐ í STAÐINN FYRIR ÞVOTT! Þar sem Luvil skolar í burt erfiðustu blettina, verður allur frekari jn'ottur auðveldur,- Það tekur minni tíma, krefst minna þvottacínis og heildarútkoman verður betri. Luvil vinnur svo vel, að frekari þvottur er oft óþarfur. Þér skolið einungis og þurrkið. cU «3 . nýja skolefnið MED EFNAKLJÚFA KRAFTIÍ X-LUV1-8844 14. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.