Vikan


Vikan - 24.04.1968, Qupperneq 2

Vikan - 24.04.1968, Qupperneq 2
á \ þad næst bezta nægirekki ÞESS VEGNA BJOÐUM VIÐ VANDLATUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABILINN VAUXHALL VICTOR v68 í Morgunblaöinu 21. nóv. s.l. segir blaöamaður frá stærstu bílasýningu Bret- lands í Earls Court í London og m. a. þetta um nýja Victorinn: Sú enska bifreið, sem mesta athygli hefur vakið á sýning- unni í Karis Court, er Vaux- hall Victor 1600 og 2000. Þessi bifreið er eins ný og bifreiðar gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið byggð upp frá frumatriðum, án iþess að stuðzt hafi verið við eldri gerðir af Vauxhall nema að mjög litlu leyti. Sýningargripur Vauxhall í Earls Court vakti fyrst athygli sýningargesta vegna nýrra út- lína. Yfirbygging bifreiðarinnar hefur verið teiknuð upp á nýtt undir greinilegum áhrifum frá General Motors. Á sýningarpalli Vauxhall voru sýnishorn af ýmsum atriðum í undirvagni og stjórntækjum bif- reiðarinnar, sem segja má að allt sé nýtt. Vélin er til dæmis al- gjörlega ný af nálinni og er ár- angur af fimm ára undirbún- ingsrannsóknum. Upphaflega var markmið framleiðendanna að byggja vél, sem framleitt gæti 50% meiri orku en þáverandi vél ar.Vauxhall, en væri samt ekki þyngri en þær. Þetta hefur þeim tekizt með ýmsum lagfæringum og nýjung- um. Nýjungar í vélinni eru m.a. þær, að kambásinn hefur verið fluttur upp fyrir ventlana til þess að losna við undirlyftu- stengur. Vélinni hefur verið hall að um 45 gráður til þess að losna við hristing og fjölda- margt annað hefur verið gert til þess að gera vélina sem bezt úr garði. Gírkassi Vauxhall Victör er tekinn úr eldri gerðum, en tengslin og allt, sem þeim fylg- ir er nýtt. Fjöðrun á framhjólum er svip- uð og í eldri gerðum, en að aftan eru fljótandi öxlar festir við skúffuna með örmum. Ofan á tengiörmunum eru gormar og höggdeyfar. HemJar á Vaux<hall 20Ö0 eru diskahemlar að fram- an, en skálar að aftan. Á Vaux- hall 1600 eru skálar að aftan og framan. Að innan hefur Vauxhall Vict- or tekið gjörbreytingum, sem flestar miðast við að fullnægja kröfum Bandarikjamanna um öryggi. Unóirritaður óskar eftir nánari upplýsingum um NÝJA VICTORINN ’68 NAFN HEIMILISFANG Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu Sýningarbíll á staðnum. VAUXHALL-BEDFORD UMBOÐIÐ Ártnúla 3, stnii 38 900. Mikilsverðasti hnappurinn VIKAN birtir í þessu blaði grein um sjónvarp og áhrif þess á börn. Niðurstaða grein- arinnar er sú, að sjónvarp geti verið hættulegt fyrir börn. Þessi skoðun byggist á víð- tækri rannsókn, sem gerð var í Þýzkalandi og ummælum uppeldisfræðinga og skóla- manna í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Lítil reynsla er fengin fyrir sjónvarpi og áhrifum þess hér á Iandi og engar rannsóknir hafa farið fram í þeim efn- um. En reynsla annarra þjóða, sem nolið hafa sjónvarps í miklu lengri líma en við, ætti að geta vakið okkur til um- hugsunar. Enginn ber á móti því, að sjónvarp er fullkomnasta miðlunartæki, sem nútíminn hefur fundið upp. Það er stór- kostlegt menningar- og fræðslutæki að ógleymdum öllum þeim ánægjustundum, sem það veitir. En erum við nógu varkár gagnvart börn- um okkar? Sjá þau ekki sitt af hverju í sjónvarpinu, sem hefur slæm áhrif á þau? Upp- eldisfræðingar eru flestir sam- mála um, að það sé háskalegt fyrir börn að horfa á glæpa- myndir, hverju nafni sem þær nefnast, en efni af slíku tagi er rúmfrekt í dagskrám flestra sj ón varpsstöðva. Sjónvarpið hefur sína kosti og galla eins og flest jarðnesk fyrirbæri. Við þurfum að njóta kosta þess og sjá til þess, að gallar þess skaði hvorki okk- ur né börn okkar. Með áðurnefndri grein fylgja sjö boðorð fyrir sjón- varpsnotendur. Hið síðasta hljóðar svo: Það eru margir hnappar á hverju sjónvarps- tæki. Mikilsverðastur er sá, sem slekkur á því. G.Gr.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.