Vikan


Vikan - 24.04.1968, Page 6

Vikan - 24.04.1968, Page 6
Legg rækt við að sérhver skreyting eða blómvöndur sé rétt túlkandi fyrir það tilefni sem við á. ÁLFTAMÝRI 7 AHÚSIÐ simi 83070 Kjólablóm fyrir órshótíBlna. Afmælisvendir. BrúSarvendir, brúðar-blóma-kóróna. BrúSkaupsafmælisvendir. Skrautinnpökkun ó gjöfum. Blómaprýði við útfarir: SamúÖarvendir, útfararvendir. Blómsveigar, minningarvendir. Legg yður ó róðin með að gróS- urskreyta híbýli yðar. Hef margra ára starfsreynslu í helztu blóma- löndum Evrópu. Öll blóm á gróðurhúsaverði. ÁLFTAMÝRI 7 — SlMI 83070 UTAVER Pilkington’s postulín veggflísar Stærðir: 7V2 cm x 15 cm og 11 cm x 11 cm. Barrystaines linoleum parket gólfflísar Stærðii 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm. GOTT VERÐ EINMANA EKKJA. Kæra Vika! í síðustu Viku var ég að lesa bréf frá manni, sem sagði að einmanaleikinn væri að sliga sig. Ég er ein af þessum ein- mana manneskjum. Þann- ig er háttað með mig, að ég varð ekkja á góðum aidri og á þrjú börn. Síðan ég varð ein hef ég ekki hugsað um annað en að ala börnin upp og vinna fyrir þeim. En nú eru þau uppkomin og þarfnast mín ekki lengur, sum gift. Ég vinn úti alla daga og finn ekki til einmanaleik- ans á meðan. En svo þeg- ar heim kemur er ég ákaf- lega einmana. Ég er hlédræg og heima- kær og er lengi að kynnast fólki, og út get ég ekki farið ein. Mig langar oft út, t. d. í leikhús eða jafn- vel að dansa, en endirinn verður ávallt sá, að ég sit heima, vegna þess að mig vantar félaga. Ég er efna- lega sjálfstæð og hef ekki áhuga á hjónabandi. Nú vil ég spyrja þig, Vika mín: Væri ef til vill möguleiki fyrir mig að komast í samband við þennan mann, t. d. bréf- lega. Ef svo er viltu þá láta mig vita sem fyrst. En þetta á að sjálfsögðu að vera algjört einkamál. Ein einmana. Umræddur bréfritari óskaði eftir pennavinum, og við höfum þegar sent honum nafn þitt og heim- ilisfang. AÐ FYLLA ÚT í PEYSUNA. Góði Póstur! Ég fann þennan snepil, sem ég sendi þér með upp- lýsingum um, hvar er hægt að fá pistil með æfingum sem stækka brjóst. Mér hefur fundizt dálítið mik- ið spurt um það í Póstin- um. Ég vona, að þú getir lesið þetta og hjálpað ein- hverri dömunni til þess að fylla út í peysuna. Virðingarfyllst, Þ. K. S. „Snepilliiui" sá arna er auglýsing úr amcrísku blaði frá fyrirtæki sem selur bæklinga með æfing- um til þess að stækka brjóst. Fyrirtækið ábyrgist góðan árangur og lofar að endurgreiða andvirði bæklingsins, ef hann kem- ur ekki að neinum notum. Bæklingurinn heitir „Mark Eden Developer and Gua- ranteed Bustlinc Contour- ing course“ og utanáskrift fyrirtækisins er: „Mark Eden, P.O. Box, Dept. TS- 35 San Francisco, Calif. 94119.“ Og auðvitað er þessi þjónusta ekki gefin. Það þarf að senda 9 doll- ara og 95 cent með pönt- uninni! BONNIE OG CLYDE. Kæri Póstur- Ég hef skrifað þér nokkrum sinnum áður, og þú hefur alltaf birt bréfin mín og svarað mér vel og skilmerkilega. Ég þakka þér kærlega fyrir það. Það er kosturinn við þig, að þú birtir bréf frá venjulegu fólki, sem á við venjuleg vandamál að stríða, en slík bréf virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá öðr- um blöðum. Mig langaði til að lýsa ánægju minni yfir nýju tízkunni. Það er sennilega af því að ég er orðin svo gömul, að mér líkar vel við hana aldrei þessu vant. Hún kemur mér kunnug- lega fyrir sjónir. Svona vildi maður líta út, þegar ég var á mínum sokka- bandsárum, en því miður voru fjárráðin ekki mikil í þá daga, svo að sjaldan gat maður klætt sig sam- kvæmt nýjustu tízku. En það er annað í sam- bandi við þessa tízku, sem ég kann alls ekki að meta. Það er fyrirmynd hennar: Þessi Bonnie og Clyde. Eftir blaðaskrifum að dæma fæ ég ekki betur séð, en Bonnie hafi verið viðurstyggilegt glæpa- kvendi og ekki var Clyde betri. Hvernig í ósköpun- um stendur á því, að ung- lingamir taka þetta þokkalega par sér til fyrir- myndar og gera það að dýrlingum? Ég hef alltaf staðið með æskunni og varið hana eftir beztu getu, en nú Hzt mér ekki á hana. Mér er ekki kunnugt um, hvort þetta Bonnie-æði hefur 6 VIKAN 16 tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.