Vikan


Vikan - 24.04.1968, Side 8

Vikan - 24.04.1968, Side 8
Winther bríhiðl VI fást í þrem stærSum. Einnig reiðhjól í öllum stærðum. Spítalastíg 8. - Sími 14661. - Pósthólf 671. NÝ ELDAVÉL, GERÐ 6604, MEÐ 4 HELLUM, STÖRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFNI. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar eliment (grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Þríreiðhjól Brezki verkfræðingurinn Ge- orge Wallis í Surbiton, Surrey, hefur fundið upp þríhjól, sem vakið hefur mikla athygli. Það hefur verið framleitt sem stíghjól í tveimur gerðum, og bifhjól. Það merkilegasta við þríhjólið er að framhjólið hallast í fjöru- tíu og fimm gráða horn þegar farið er fyrir götuhorn eða tekin U-beygja, en afturhjólin hnikast hvergi. Höfuðkosturinn er að hjól þetta lætur engur miður að sjórn eji reiðhjólið en er jafnframt stöðugt eins og þríhjólið. Það er mjög létt í keyrslu. Vélknúna gerð þríhjólsins get- ur flutt einn farþega. Sú gerð kostar í Englandi um fjórtán þús- und krónur, en stíggerðin aðeins fjögur þúsund. Uppfinningamað- urinn undirbýr nú framleiðslu á þriðju gerðinni, sem á að geta flutt léttan farangur. Hann er kallaðnr „Raspótín Bandarikjanna“ Walt Whitman Rostow: Banda- ríski herinn verður að sigra í Víetnam! Nú er svo komið að bandarísku hershöfðingjamir í Víetnam fá næstum eins marga hermenn og mikið af hergögnum og þeir fara fram á. Það er fyrst og fremst sagt að þakka eða kenna einum manni: Walt Whitman Rostow, sem er fimmtugur að aldri. Upp á síðkastið hefur Rostow þessi komizt í mikla kærleika við Johnson forseta og er nú einn hans nánustu ráðgjafa. Hann kvað vera einn herskáasti „hauk- urinn“ í þeim hópi, enda sjá hers- höfðingjarnir ekki sólina fyrir honum. Sumir bandarískir blaða- menn hafa titlað hann „Raspútín Bandarikjanna". Áhrifavald hans yfir forsetanum kvað hafa stór- aukizt síðasta hálfa árið. Hann er talinn hafa valdið mestu um síaukna þátttöku Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu og er sagður hafa sannfært forsetann um nauð- syn þess að varpa sprengjum á Hanoi og Haiphong. Eina lausn- in, sem hann getur hugsað sér á Víetnamvandamálinu, er hern- aðarlegur sigur Bandaríkjanna. Þegar í tíð Kennedys var Rost- ow, sem er þjóðhagfræðingur að mennt og sonur rússnesks inn- flytjanda, orðinn áhrifamikill ráðgjafi í Hvíta húsinu. Þegar Kennedy var myrtur sögðu flest- ir nánustu samstarfsmenn hans af sér — nýja forsetanum til mikillar hrellingar. En Rostow hreyfði sig hvergi. Hann var sá eini af ráðunautum Kennedys, sem kom fram við Johnson af fullri vinsemd, meðan sá síðar- nefndá var aðeíims varaforseti. Kennedy geðjaðist ekki fullkom- lega að Rostow, fannst hann of „bóhemalegur", en annars mjög fær maður. Þá þegar hafði Rost- ow tekið upp þann hátt, sem hann hefur haft á síðan, að láta sem minnst á sér bera opinber- lega. 8 VIKAN Ifi- tbh'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.