Vikan - 24.04.1968, Síða 11
Viö þurfum að gera okkur greín
ffyrir gölium sgönvarpsins engu
síöur en kostum þess. Viö þurff-
um að njöta kostanna, en búa
þannig um hnútana, að gaiiar
þess skaöi okkur ekki.__________
f þessari grein er sagt ffrá um-
ræöum I nágrannaiðncaum okkar
unn stærsta ókost sgönvarpsinss
Slæm áliriff þess á öörnín.
HJETTULEGT FVRIR RORN
til foreldranna. Það kynni að verða til einhverr-
ar hjálpar.
Hér er miklu meira í húfi en flestir gera sér
grein fyrir, segja norskir skólamenn. Auk þreyt-
unnar og sljóleikans sem stafar af miklu sjón-
varpsglápi, er það vísindalega sannað, að
glæpamyndir hafa slæm áhrif á börn. Þau verða
frekari og ágengari og æstari [ skapi við að
horfa á þær.
Sigurd Evensmo, sem á sæti í kvikmyndaeftir-
litinu norska, segir:
„Það má segja, að það sé meira öryggi fyrir
börn að horfa á kvikmyndir heima hjá sér, þar
sem foreldrar þeirra eru til staðar, heldur en í
dimmum sal kvikmyndahúss. En spurningin er
fyrst og fremst, hvort foreldrar geri sér fylli-
lega grein fyrir, hversu hættulegt sjónvarpið
er. Ef þeir leyfa börnum sínum að horfa á kvik-
myndir eða sjónvarpsþætti, sem Kklegt er að
hafi slæm áhrif á þau, þá verða þau að minnsta
kosti að tala við krakkana á eftir um efni mynd-
arinnar. En oft getur slíkt verið hægara sagt en
gert.
Heimilisfaðir nokkur var að útskýra fyrir syni
sínum, að lokinni glæpamynd, að hann þyrfti
ekkert að óttast. Þetta væri allt t lagi; þetta
hefði bara verið kvikmynd; allt sett á svið og
leikið. Þetta væri engin alvara, heldur bara
leikur. Þá spurði snáðinn:
„En hvers vegna er verið að leika þetta?"
Föðurnum varð að vonum svarafátt.
Onnur lausn á þessu vandamáli gæti verið
að fræða börn um kvikmyndir almennt. Sl(k
kennsla ætti að sjálfsögðu að fara fram í skól-
Framhald á bls. 44.
SJÚ BOÐORÐ FYRIR SJÓNVARPSAHORFENDUR
Tveir uppeldisfræðingar við háskólann í Hamborg, prófessor Fritz Stijckrath og dr. Georg
Schottmayer, hafa komizt að eftirfarandi niðurstöðum eftir fimm ára rannsóknir á sjón-
varpi og áhrifum þess á börn. Niðurstöður sínar kalla þeir „Sjö boðorð fyrir sjónvarps-
áhorfendur".
1. í byrjun hverrar viku skulu foreldrar lesa vandlega sjónvarpsdagskrána og velja úr
þá dagskrárliði, sem eru við hæfi barna.
’ur W;
MsmmKOKhi&at jj
2. Börn yngri en SEX ára eiga yfirleitt ekki að horfa á sjónvarp. Það er vísindaiega
sannað, að dagskrárliðir sjónvarps, nema um sé að ræða barnatíma, sem sérstaklega
eru ætlaðir yngstu hlustendunum, hafa slæm áhrif á börn á þessum aldri. Þeir hafa
ekkert gildi fyrir þau, hvorki með tilliti til fræðslu né skemmtunar.
3. Börn á aldrinum 6 til 9 ára eiga að fá að horfa á sjónvarp, ef um er að ræða dag-
skrárliði, sem þau geta skilið og vekja ekki ótta hjá þeim.
4. Látið aldrei börn sitja ein við sjónvarpstækið. Einhver fullorðinn verður alltaf að vera
hjá barninu til þess að svara spurningum þess og til þess að útskýra fyrir því, það
sem það skilur ekki og koma í veg fyrir, að barnið verði hrætt. Á eftir er mjög gott
að ræða efni dagskrárinnar við barnið — til þess að kenna því að dæma sjálft það
sem það sér í sjónvarpinu.
5. Foreldrum ber að gæta þess vel, að frítímar barnsins séu fyrst og fremst notaðir til
leikja og hreyfingar. Það má alls ekki vanrækja leiki barnsins vegna sjónvarpsins.
Foreldrar skulu gæta þess, að sitja ekki sjálfir sýknt og heilagt fyrir framan sjón-
varpstækið. Hætta er á, að börnin taki slíkan óvana upp eftir foreldrum sínum.
Á sjónvarpstækinu eru margir takkar. Mikilvægasti takkinn fyrir barnafjölskyldur er
sá, sem notaður er - TIL ÞESS AÐ SLÖKKVA Á T/EKINU.
6.
7.
16. tw. VIKAN 11