Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 14
FORSAGA Hún hafði njósnað um þau í þrjá daga, áður en upp um hana komst og vissi hvernig þau litu út og hvað þau hétu. Þau vissu ekkert um hana, hvorki hvaðan hún kom eða hver hún var og það var ekki ætlunin að þau fengju að vita það. Höllin og garðurinn voru um- lukt háum múr, en á hluta var girðing í staðinn fyrir múrinn og þar hafði hún rambað á smá glufu, sem hún gat skriðið í gegn- um. [ElSirii [Dln pflí m rrTí TP ÍKW fisr flnmcn |U| rrp UQo m uu Jœ) m m \m JJUJJIlLL l lil Fyrsta daginn hafði hún hugsað sér að taka með sér myndavélina, en skipti um skoðun og tók teikniblokk með sér í staðinn. Sem betur fór var hún all sæmi- legur teiknari. Nægilega góður til að geta sannfært sig um að hún væri afar saklaus listnemi í leit að skemmtilegum fyrirmynd- um, ef svo illa færi að upp um hana kæmist. Rétt upp úr ellefu sá hún þau koma með gömlu konuna í hjóla- stólnum. Maðurinn sem ýtti hon- um var hár og afar laglegur eða hafði verið það, hefði hann ekki verið svona beiskur og hroka- fullur á svipinn. Hún hafði heyrt í veitingahúsinu að hann hefði verið grunaður um morðið á James Macfarlane, syni gömlu konunnar og þeir voru til sem litu þannig á, að hann hefði ekki átt að hljóta sýknun. En það var greinilegt að L.ady Macfarlane var mjög háð honum. Hjúkrunarkonan sem þau köll- uðu Dobie og ráðskonan frú Griffin komu á eftir og báru með sér borð, blöð, sjal, og þegar þau höfðu gert þægilegt í kring- um gömlu konuna fóru þau aftur. Stúlkan hélt áfram með teikn- inguna sem hún var byrjuð á. Nokkru síðar sá hún Lady Mac- farlane teygja sig eftir blaði, hún rak sig í borðið og er hún reyndi að koma í veg fyrir að það ylti, leit út fyrir að hún myndi falla úr stólnum. Stúlkan þaut fram. Gamla kon- an starði á hana og reis hægt á fætur. Andardrátturinn var ör og óreglulegur: — Lísa, hvíslaði hún. — Lísa — litla, stúlkan mín.... Hún tók nokkur riðandi skref og stúlkan sem sá manninn og báðar konurnar nálgast sagði fljótmælt: — Ég heiti Barbara Marsten. Fyrirgefið að ég gerði yður hrædda! Ég ætlaði ekki að gera það. Lengra komst hún ekki, þvi henni var hrint tii hliðar svo harkalega að hún var nærri dott- in. Síðan lyfti maðurinn — hún vissi að hann hét Rick Fraser — gömlu konunni upp í fangið, gaf konunum fyrirmæli um að hringja eftir lækni. — Og þér — hann leit reiðilega á Barböru. — Þér gerið svo vel að koma með. Ég vil fá skýringu. Síðan fékk hún fyrirmæli um að bíða í ganginum og þar sem hún vildi ekki fara fyrr en hún vissi hvemig þeirri gömlu myndi reiða af, stóð hún hlýðin kyrr. Og að lokum kom hann. Hún hafði búið sig undir óþægilega stund. en þetta var verra en hún hafði nokkru sinni getað ímynd- að sér. Hún hafði aldrei verið meðhöndluð jafn svívirðilega á allri sinni ævi. Og síðan hafði hann neytt hana til að sýna honum gatið í girð- ingunni og horft hæðnislega á meðan hún fikraði sig í gegnum það með miklum erfiðismunum. Hún haltraði það sem eftir var að girðingunni, þar sleppti hann henni svo snögglega að hún var næstum rokin um koll aftur. Hann leit á glufuna og lyfti augabrúnunum af undrun. Svo virti hann hana fyrir sér frá hvirfli til ilja með glettnis- glampa í augum. — Það verður gaman að sjá þetta, sagði hann þurrlega. Að ála sér gegnum þetta litla gat hafði aldrei verið auðvelt og að gera það núna fljótt og glæsilega, frammi fyrir kulda- legum og gagnrýnum augum hans var einfaldlega óhugsandi. Vegna rifnu buxnanna áleit hún rétt að fara með fæturna á und- an, sem reyndist fljótlega vera mikill misskilningur. Henni heppnaðist að iða sér innundir girðinguna, alveg upp að öxlum en þar stóð hún föst. Blússan kræktist í gaddavírinn og rifnaði þegar hún sleit sig lausa. í bræði sinni rykkti hún sér lengra og festi sig aftur. Að þessu sinni var það hárið sem kræktist í, og það var eins og hún ætlaði að rífa það upp með rótum, þegar hún rykkti í til að losa sig. • Nú var hún hálfpartin farin að vola af geðofsa og varnarlausu hatri gagnvart manninum sem stóð þarna aðgerðarlaus og horfði upp á vesaldóm hennar. Svo beygði hann sig og hún fann að hann kom við hárið á henni. — Liggið kyrr, fíflið yðar, sagði hann. — Því meira sem þér streitizt verður það verra, það ættuð þér að geta skilið. Hún lá kyrr með samanbitnar tennur, þar til hann sagði: — Svona nú, nú er þetta að koma. Þá rykkti hún enn einu sinni til höfðinu, en hana sveið eins og hún hefði brennt sig, þar sem hárlokkur hafði slitnað af. Hún reis á fætur og starði á hann heiftúðug í gegnum girð- ingima, bein í baki og næstum siolt á svip. Hann spyrnti til hennar töskunni og hún dró and- ann djúpt og sagði: — Áður en ég fer vil ég láta þess getið að þér eruð óþægi- legasti ...... — Ég hef engan áhuga fyrir skoðunum yðar, svaraði hann þreytulega. — En áður en þér farið vil ég að þér heitið því að gera þetta aldrei aftur. — Ég lofa engu! — Þá get ég lofað yður nokkru. Ef þér haldið yður ekki burtu frá þessum stað skal ég kenna yður lexíu sem þér gleymið aldrei. Og ég held æv- inlega heit mín. Þau stóðu eitt andartak og horfðust í augu og aftur fann hún til þessarar hræðslu. En hún var harðákveðin í því að hann skyldi lítan undan en ekki hún. Það gerði hann ekki. Þegar hún beygði sig óstyrk eft- ir töskunni starði hann enn á hana með sama hrokafulla, kuldalega augnaráðinu, svo snéri hann sér við og fór. — Við skulum nú sjá til, hróp- aði hún ögrandi á eftir honum, en hann hélt áfram eins og síð- asta orðið hefði verið sagt og hún afgreidd í eitt skipti fyrir öll. — Við sjáum nú til, endurtók hún hörkulega við sjálfa sig um leið og hún lagði af stað í átt- ina að þorpinu. Það voru nærri þrír kílómetr- ar yfir mýrina til þorpsins og óþægileg ganga á ójöfnum stíg með snúinn fót, en það gaf henni að minnsta kosti eitthvað annað að hugsa um, en það sem fyrir hana hafði komið um daginn og þess var hún mest þurfti sem stóð. Hún vissi að þessi mýri var kölluð Svartafen, vegna fenjanna sem þar voru sum voru botnlaus kviksyndi. Þeir sem höfðu vog- að sér út af stígnum höfðu sumir lent í heldur óþægilegum ævin- týrum á þessu svæði. Auðnin teygði sig eins langt og augað eygði. Þar var ekki tré að sjá, aðeins nokkrir runnar hér og þar, varla nokkurt líf, nema einstaka kind, eða litlir rjúpnahópar sem við og við flugu upp rétt við fæt- ur hennar. Þetla var ekki staður sem nokk- ur myndi ■kjósa að ganga um 14 VIKAN 16-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.