Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 16
THE BEACH BOYS. VINSÆLDIR MAHIRISHI AUKAST Indverski jóginn Mahirishi Mahesh eykur stöðugt við vinsældir sínar enda hefur hann fengið sér tii full- tingis við útbreiðslu speki sinnar liðsmenn ýmissa nafntogaðra hljóm- sveita, þar ó meðal Bftlana, eins og kunnugt er — og einnig liðs- menn bandarísku hljómsveitarinnar The Beach Boys. Maharishi er þeg- ar orðinn vel þekktur í Bretlandi, en víst er um það, að hefði Bítl- anna ekki notið við, vissi enginn haus né dindil ó manninum. Nú ætla The Beach Boys að gefa Bandaríkjamönnum kost á að kynn- ast jóganum og það með nokkuð óvenjulegum hætti. Verður hér um að ræða þriggja vikna hljómleika- ferð hjá hljómsveitinni og mun Ma- harishi koma fram á hljómleikun- um. Brian Wilson, einn liðsmanna Beach Boys, hefur samið sérstaka tónlist til flutnings á hljómleikum þessum. Er þetta að sögn mjög óvenjuleg músik með guðrækilegu ívafi. Fyrri helming hljómleikanna munu Beach Boys leika þessa alvar- legu músik sína, en síðan tekur jóginn við og heldur fyrirlestur og svarar spurningum áheyrenda á eftir. The Beach Boys hafa að und- anförnu dvalizt í Indlandi, þar sem þeir hafa setið við fótskör meist- ara síns og hlýtt á vizku hans. Ekki alls fyrir iöngu birtist nafnið Don Partridge á vinsældalistanum brezka í fyrsta sinn. Fæstir vissu, hver Don Partridge var cn lagið, sem hann söng, Rosie, lét vcl í eyrum — og söngurinn hreint ekki verri en gengur og gerist. Margir urðu l>ví að vonum undrandi, þegar í ljós kom, að Don Partridge var umferðasöngvari og betlari og hafði það að atvinnu að leika á gítar, munnhörpu og trommur fyrir vegfarendur á Leicester torgi meðan cinhver vinur hans gekk meðal manna og safnaði skildingum í krukku. Trommuna hafði hann á bak- inu og munnhörpuna í gjörð um hálsinn. Þótt Don segist hafa haft góðar tekj- ur af þessum starfa (um 70 pund á viku), hyggst hann nú hverfa af götunni enda hefur hann viða fengið tilboð um að koma fram. Don samdi sjálfur lagið Rosie, og hann segist hafa fieiri lög í pokahorninu, sem hann hefur áhuga á að koma á framfseri. DAVE DAVSEl Dave Davies hefur nú sent frá sér tveggja laga plötur með lög- unum „Death of a clown“ og „Susanna is still alive“ — og hafa báðar plöturnar fengið mjög góðar viðtökur. Það kom mörgum á óvart, að Dave skyldi byrja að syngja upp á eigin spýt- ur. Þess ber þó að gæta, að und- irleik á plötum hans annast fé- lagar hans úr Kinks. Þetta til- tæki hefur verið skýrt þannig, að Dave muni syngja á plötur lög í þeim dúr, sem gert hafa The Kinks svo vinsæla hingað til. Sjálfir hyggjast Kinks nú breyta um spilamáta og er það að þeirra eigin sögn „til þess að hjakka ekki alltaf í sama far- inu“. Kinks eru tvímælalaust með betri hljómsveitum í Bret- landi. Hljómsveitin nýtur hæfi- leika Ray Davies, sem hefur samið öll þau lög, sem gert hafa Kinks vinsæla. En lögin, sem Ray semur nú, eru talsvert frá- brugðin þeim, sem hann samdi fyrst, þegar hljómsveitin var að koma fram á sjónarsviðið. Lög- in, sem Dave, bróðir hans, sem- ur og syngur eru hins vegar af þeim toga. Með þessu móti geta Kinks gert öllum fylgjendum sínum til hæfis: Þeir sem kunna bezt að meta músik, eins og þá sem þeir fluttu í eina tíð, kaupa plötur Dave Davies — en þeir, sem vilja fylgjast með nýjum hugmyndum Ray Davies kaupa plötur með The Kinks á merki- miðaniun. nnwm —T^Tt" 16 VIKAN 18-*W-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.