Vikan


Vikan - 24.04.1968, Síða 18

Vikan - 24.04.1968, Síða 18
 SUMMSNJtKARUNN as^i?; BARNASAGA OG TEIKNINGAR EFTIR HERDÍSI EGILSDÓTTUR Villa og Palli voru systkin. Þau voru 5 og 6 ára gömul. Sagan um þau gerist um sumarmálin. Einn síðasta dag vetrarins voru þau úti í garði að búa til snjókarl. Þau voru mjög hlýlega klædd, því ennþá var frost og gríðarmikill snjór. Þótt þau væru ung vissu þau að sumarið var í nánd og til þess hlökkuðuþau mikið „Þetta verður síðasti snjókarlinn okkar í vetur“, sagði Villa með spekingssvip. „Já, áreiðanlega“svaraði Palli „því sumarið kemur bráðum“. „Ég hlakka svo mikið til á sumardaginn fyrsta“, sagði Villa og Ijómaði í framan, „Heldurðu ekki, að það verði gaman að vakna um morguninn og hlaupa út í sundbol og tína blóm og ber?“ Villa baðaði út höndunum, á meðan hún hélt þessa ræðu. Palli varð eitt spurningarmerki í framan. „Segir þú satt? Hverfur snjórinn um nóttina og verður heitt og gott strax um morguninn?" „Hvað heldur þú, drengur? Það væri nú eitthvað skrítinn fyrsti sumardagur, ef það yrði ekki“, sagði Villa hreykin. Hún var árinu eldri en bróðir hennar, og hún taldi það skyldu sína að fræða hann um lífið og tilveruna. „Jú, sko. Annars héti það ekki 18 YIKAN 16-tw- J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.