Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 19
sumardagurinn fyrsti, skilur þú það ekki?“ Nú sleikti Palli út um. „Ö, hvað ég hlakka til að tína berin. £g ætla ekki að éta öll berin, sem ég tíni. £g ætla að gefa mömmu dálítið af þeim“, sagði hann rjóður af æsingi um leið og hann slengdi hausnum á snjókarlinn. Villa hamaðist við að styrkja hausinn í sessi með ótal auka snjókúlum. „Það er bara eitt, sem mér þykir leiðinlegt við að fá sumarið", sagði nú Villa alvarleg. „Það er, að þá bráðnar þessi Ijómandi fallegi snjókarl og verður að polli“. „Það er alveg rétt hjá þér“, svaraði Palli með saknaðarhreimi í röddinni. Hann var alltaf sammála Villu, hún var svo vitur og stór. „Þetta er líka lang fallegasti snjókarlinn, sem við höfum nokkurn tíma búið til“. Systkinin unnu nú verk sitt þögul um stund. Þau luku við snjókarlinn. Mamma gaf þeim tölur fyrir augu og tvinnakefli fyrir nef. Munnurinn var vínarpylsa, sem mamma átti afgangs frá því daginn áður. Alltaf var mamma svo góð. Þegar snjókarlinn stóð svo þarna bísperrtur með hatt og trefil, mátti mamma til með að koma út á tröppur til að sjá hann. „Þetta er alveg Ijómandi myndarlegur snjókarl“, sagði hún og fór mörgum fögrum orðum um vinnu barna sinna. „Það er verst að hann skuli bráðna strax, þegar sumarið kemur“, sagði Palli litli og augu hans urðu alveg full af áhyggjum. „Ö, ætli hann verði svo skammlífur“, svaraði mamma, og virtist ekki hafa neinar áhyggjur af því. „Mér dettur gott ráð í hug“, kallaði nú Villa hátt og hoppaði upp í loftið. „Mamma, mamma, hann kemst áreiðanlega niður í frystikistuna þína. Þá getum við geymt hann í alltsumar og leikið okkur með hann á sunnudögum!“ Villa virtist vera að springa, og Palli opnaði munninn upp á gátt oggleymdi að loka honum aftur. „Hvað ertu að bulla, barn“, sagði mamma skellihlæjandi. „Það er alveg af og frá, að snjókarl fái inni í frystikistunni minni. í fyrsta lagi er hún full af dýrmætu kjöti, og í öðru lagi getur þessi snjókarl ef til vill Pramhald á bls. 34. n-íbi. YIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.