Vikan


Vikan - 24.04.1968, Page 47

Vikan - 24.04.1968, Page 47
Spönsku fötin koma aðallega fró St. Laurent, stutt- ir bolerojakkar og breið satinbelti eða önnur belti, sjöl, barðabreiðir hattar, ásamt hnakkahnútnum. — Oll tízkublöð í Evrópu virðast taka þessari spönsku tízku tveim höndum og sýna margar myndir af henni. Litirnir eru aðallega svart, hvítt og sterk- rautt í þessum spönsku fötum. Alexandre, hárgreiSslumeistarinn frægi, segir að nú þurfi hárgreiöslufólk held- ur betur aö fara aö cefa sig í að leggja liði. Ritii Hayworth hárgreiðslan, sem sýnd er á myndinni lengst t.v., telur hann að eigi eftir að ná mikilli út- breiðslu. Annars eru krullurnar um allt höfuð enn í tizku og er oft notað við þær hárband niður við enni, eða chiffon- lclútur, líka haföur niður við enni og bundinn við annað eyraö og endarnir látnir lafa. Krullur í hnakka og hárið greitt beint aftur sást lílca mikið, og svo ekki sízt spánski hárhnúturinn frá St. Laurent. Hann er borinn niður við liáis og fæst orðið úr fölsku hári víðast erlendis — holur að innan, til að spara hárið. 1 Englandi kostar hann ca. 6 pund og er um 12Vz cm, aðummáli. 4 teikn- uðu myndunum hér t.h. sjáið þið hvern- ig hnúturinn er festur með spönskum kambi og hvítri kameliu, sem borin er við flest núna, í hári og á barmi. IÁka má hylja samskeytin með slaufu. Hálfsítt Bonnie-hár er líka mikið í tízku, en toppurinn er svo til liorfinn. Rautt, blátt og hvítt, það eru aðallitir vortízkunnar, allir saman eða tveir af þeim saman. Beltin eru orðin breið og áberandi aftur eftir langan tíma og eru spennt fast að mitti. Barmurinn er jafnflatur og hann hefur verið, þótt telpulega Twiggylínan sé ekki iengur allsráðandi. Pilsin eru oftast felld eða útsniðin, pilsfaldurinn sjaldan síðari en 5 sm ofan við hné, stundum miklu styttri, eins og hjá Courréges. Lítið bar á kálfasiðu pilsunum, nema á stöku kápu hjá St. Laurent, en álitið er að sú tízka muni aftur ná fótfestu með haustinu. Skórnir eru oft tvílitir, með breiðri tá og hælum, en þeir hafa hækkað dálitið, eru oft 2,75 sm háir. Nokkuð breiðar bryddingar eru á börnium margra dragtarjakka og á kápum, oft 21/2 sm breiðar. Jakkarnir eru síðir, langur háisklútur hnýttur í annarri hliðinni, alpahúfa, síð vesti og golftreyjur, efnin eru jersy, crepe, chiffon, organdi, grátt flannel, skozk-köflótt tweed, og auðvitað fleiri tegundir. Sjáið nánar við myndirnar og svo í næsta blaði. 16. tw. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.