Vikan


Vikan - 24.04.1968, Síða 49

Vikan - 24.04.1968, Síða 49
sá bara stórt rúmið með háu stólpunum, vaxfölt andlit gömlu konunnar á koddanum og útlín- ur líkama hennar undir ábreið- unni. Hljóðlaust gekk hún yfir gólf- ið og lét fallast niður í stólinn við hliðina á rúminu. Gamla konan lá með lokuð augun og andardrátturinn var tíður og erfiðislegur. Við og við fóru kippir um höfuðið og and- litsdrættirnir vipruðust eins og hún ætlaði að fara að gráta. Það sem fyrir hana bar í draumnum hlaut að vera eitthvað sem hrelldi hana og Barböru var þungt um hjartað af meðaumk- un. Allt í einu opnaði hún augun. Þau voru eins og í móðu og það leyndi sér ekki að hún sá ekkert ákveðið og Barbara hallaði sér fram og tók um hönd hennar. Hægt og hikandi sneri hún höfðinu, svo brosti hún og það færðist líf í augun. — Lísa, hvíslaði hún. — Þú ætlar ekki að fara frá mér aftur? Þú ætlar að vera kyrr hjá mér? Barbara kyngdi munnvatni sínu: — Já. Ég skal vera kyrr, því lofa ég. LIL-JU LILUU LILLIU LILJU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð ansáiquc j&íórcenmginn Framhald af bls. 31 ekki haldið aftur af sér að þjóta henni til hjálpar með óþolinmæði, sem bar keim af öðru og meira en skyldurækni gagnvart óstýrilátri eiginkonu. Svo fékk hann allt í einu og óvænt skilaboð frá Osman Faraji: •— Komdu fljótt ...... konan, sem himnarnir hafa trúað þér fyrir, er í háska stödd ..... Þegar hér var komið í upprifjunum, stóð Joffrey de Peyrac skyndi- lega upp í klefa sinum i Gouldsboro. Skipiö hnykktist til, fyrst á annan veginn, svo á hinn, svo hann hafði næsturn tapað jafnvæginu. — Stormurinn hefur brotizt út, muldraði hann. Olíukyrr haflöturinn um sólarlagið hafði boðað komandi storm og þetta voru fyrstu merkin. Hann stóð kyrr og hafði langt milli fóta til að eiga auðveldara með að halda jafnvæginu. Hugsanir hans drógust stöðugt aftur til fortíðarinnar, þær voru hvitar eins og sólin, rauðar sem blóð. —- Komdu fljótt ...... Konan, sem himnarnir hafa trúað þér fyrir er í háska stödd ..... Þannig voru endarnir hnýttir saman til að tengja þau á ný. En þegar hann kom til Meknés var Osman Faraji allur; hafði látið lifið fyrir rýtingi kristins þræls. Daunninn af valköstunum blandað- ist saman við ilminn af rósunum i görðunum ........ Hverjum Gyðingi í Gyðingahverfinu, allt frá brjóstmylkingum til gamalmenna yfir tírætt, hafði verið slátrað að skipun soldánsins. Um ræðuefnið var aðeins eitt: Flótti sjö kristinna þræla, þar á meðal konu úr kvennabúrinu. — Og hvílik kona, vinur minn, sagði Mulai Ismail og augu hans stóðu á stiikum af næstum lotningarkenndri aðdáun: — Hún reyndi meira að segja að skera mig á háls ...... Sjáðu bara. Og hann sýndi honum örið á hálsinum. — Og með mínum eigin rýtingi. Þesskonar snilld dáist ég að. En mér hefur verið sagt, því miður að ég sé þrautleiðinlegur. Hún þoldi meira að segja pínslir. Ég fyrirgaf henni vegna þess að hún var allt of íalleg og vegna þess að yfirgeldingurinn minn krafðist þess eindregið að ég gerði það. En hvaða eitri hafði henni lánazt að lauma að þeim óspillta manni? Því nú er hann dáinn, vegna veikleika síns fyrir henni. Hann, sem var svo sterkur og vís. Og henni heppn- aðist að flýja. Hún var djöfull i konulíki. Joífrey þurfti varla að spyrja um nafn hennar. Hann gat sér þess þegar í stað til. Þrátt fyrir ógeðið komst hann ekki hjá því að vera jafn hrifinn og soldáninn. — Já, hvílík kona, vinur minn. Og svo sagði hann Mulai Ismail, að þessi kona væri í rauninni hin franska eiginkona hans, og hann hefði komið aftur til að kaupa hana lausa, þegar hann frétti að hún væri hér. Mulai Ismail prísaði Allah hástöfum fyrir óstýrilæti Angelique, sem hafði bjargað honum, foringja hinna trúuðu, frá að baka sínum bezta vini óbærilega svivirðu, enn verri vegna þess að enginn sannur Múhameðstrúarmaður mátti nokkru sinni sænga með konu sem átti eiginmann á lífi. Hann hefði fúslega látið hana af hendi o,g einskis lausnarfjár krafizt. Slik voru lög Kóransins. Soldáninn hafði enn von um að grípa hana og hina þrælana sem flúið höfðu. Hann hafði sent menn sína í allar áttir að leita að þeim með fyrirmæli um að drepa þegar í stað alla karlmennina en koma með konuna lifandi til baka. Fyrst komu fréttir og síðan nokkur höfuð, svört af storknuðu blóði og Mulai Ismail sá þegar Colin Paturel var ekki þeirra á meðal. — Og konan? spurði liann. Hermennirnir sögðu honum að kristnu þrælarnir hefðu sagt þeim allt sem þeir vissu, áður en þeir létu lífið. Þegar þeir náðust hafði konan ekki verið með þeim, hún hafði dáið af slöngubiti fyrr og félagar hennar grafið hana í eyðimörkinni. Mulai Ismail reif klæði sín. Reiði hans var blönduð harmi yfir því að geta ekki sýnt vini sínum, sem hann mat svo mikils, þann höfðinglega vináttuvott, sem hann hefði óskað. Og hann skynjaði tregann bak við æðrulausan svip hins kristna vinar síns. — Viltu að ég drepi einhverja fleiri? spurði hann Joffrey de Peyrac. —• Til dæmis þessa heimsku hermenn sem tókst ekki að hafa upp á henni, áður en hún dó? Sem létu hana sleppa ........ Lyftu vísifingri og ég skal láta skera þá alla á háls. Joffrey de Peyrac afþakkaði þennan blóðuga vináttuvott og bældi niður ógeðið. Um alla höllina, sem enn angaði af eldi og drápum, ríkti andi yfir- geldingsins ennþá og Joffrey fannst hann heyra hina söngrænu rödd hans segja: — Við hér trúum á guð og úthellingu blóðs í nafni hans ..... Þú, þú verður alltaf einn. Allt i einu varð honum ljóst tilgangsleysi allra áætlana hans, allra hans hugsana, jafnvel óska. Hversu hlægilegt var þetta alltsaman! Og hann var þess alls ómegnugur að samræma þessa tvo heima, þann kristna og heim Múhameðstrúarmanna sem í rauninni lutu þó allir sama almætti — almætti guðs. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, Pai'is. — Ferða plötuspilari 33 og 45 sn., kr. 1712,00. Lang-, mið- og stuttbylgju- útvarp ásamt plötuspilara, kr. 5163,00. Ferða-segulbönd fyrir 220 V og battery, kr. 4255,00, 4935,00, 5560,00, 7209,00. Stereo kr. 8056,00, 16.985,00. v FM-, mið- og langbylgju, 220 V og battery 3074,00 kr. 220 V og battery 4096,00 kr. 220 V og battery 4528,00 kr. Langdrægt. Lang-, mið- og stuttbylgju 2638,00 kr og 2010,00 kr. \ RAFIÐJAN HF. ■Ch-J VESTURGÖTU 1' SÍMI 1 9 2 9 ^ ___________________________• ’• “ VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.