Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 4

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 4
AÐ VERÐA GAFAÐUR Sæll, þú alvitri Póstur! Við erum hérna tvær í alveg hræðilegum vand- ræðum. Þannig er mál með vexti, að okkur langar til að verða gáfaðar, meira að segja fluggáfaðar. Við vitum reyndar, að bezta ráðið til að verða gáfaður er að fara í skóla og aftur skóla. En það er einmitt vandamálið, sem við stríðum við. Við vitum ekki hvernig við eigum að snúa okkur í þessu. Allir þeir skólar, sem við vild- um reyna að komast í eru svo kröfuharðir, að við uppfyllum alls ekki þau skilyrði, sem sett eru. Við erum svo illa gefnar, að við komumst ekki inn í neinn skóla til að verða gáfaðar. Við höfum aðeins vesælt gagnfræðapróf, sem ekkert gagn er í. Við komumst því ekki í Kennó og ekki í Verzló. Ofan á allt þetta erum við haldnar þeim kvilla að vera vandlátar, t. d. viljum við alls ekki Eara í húsmæðraskóla. Og við erum hræddar við sprautur og okkur geðjast ekki að börnum, svo að Hjúkrunarkvennaskólinn, Ljósmæðraskólinn og Fóstruskólinn koma ekki til greina. Loksins komum við að kjarna málsins. Hann er sá, að þú, alvitri Póstur, segir okkur í hvaða skóla við ættum helzt að fara, til að verða fluggáfaðar eða til að mynda aðeins gáf- aðri en við erum. Tvær illa gefnar, sem vilja vera gáfaðar. Gáfur eru guffsgjöf. Þótt þiff tækjuff próf úr öllum skólum á landinu, væruff þiff eftir sem áffur ná- kvæmlega jafn heimskar effa gáfaffar og þiff eruff. Hins vegar getið þiff orffiff fróffari og þroskaffri á Iangri skólagöngu; heilinn í ykkur verffur ögn betur þjálfaffur en hann var. Þiff segizt vera fráhverfar öll- um kvenlegum fræðum og viljiff ómögulega fara í húsmæffraskóla effa fóstru- skóla. Og þiff viljiff heldur ekki vinna göfugt og róm- antískt mannúffarstarf meff því aff gerast hjúkrunar- konur. (Hafið þiff ahlrei lesiff læltnarómana; um sætustu hjúkkuna, sem verffur ástfangin af mynd- arlegasta skurfflækninum, einmitt á þeirri stundu sem hann mundar hnífinn og reynir aff bjarga lífi konunnar sinnar, sem lenti í bílslysi. Auffvitaff deyr frúin, enda var hún miklu eldri en hann, og síffan giftist hetjan sætu hjúkk- unni). Fyrst þiff eruff ekki innréttaffar fyrir neitt af þcssu, þá verðiff til aff bregffa ykkur yfir á svið karlmannsins. Hvernig væri aff fara í Sjómanna- skólann? ÁST í SÍMA Kæri Póstur! Undanfarnar vikur hef- ur ókunnur maður hringt í mig næstum á hverjum einasta degi. Eg er ógift og bý ein í lítilli íbúð. Og það hefur varla brugðizt, að þegar ég ær nýkomin heim úr vinnunni um sexleytið, þá hringir hann. Hann neitar að segja til nafns síns, og ég er orðin mjög forvitin að fá að vita hver hann er. í fyrstu fannst mér þetta hinn versti dónaskapur og ég skellti ævinlega á manninn, þegar hann vildi ekki segja til nafns. En í rauninni hefur maðurinn aldrei sýnt mér neina ókurteisi. Hann hefur svo sem ekkert annað gert en spjalla við mig um daginn og veginn og slá mér of- urlitla gullhamra. Hann veit hvað ég heiti, hvernig ég lít út, hvar ég vinn og ýmislegt fleira virðist hann hafa grafið upp um mig. Nú er svo komið, að ég er farin að hafa gaman af að tala við hann. Ég sakna hans, ef hann hætti allt í einu að hringja. Hann hefur þægilegan málróm, viðfelldinn hlátur og get- ur verið anzi skemmtileg- ur. En hvernig á ég að kom- ast að því hver hann er? Eg hef reynt allar leiðir til þess að veiða það upp úr honum, en mér tekst það ekki. Einhver sagði mér, að ég gæti lagt tólið til hliðar og haldið þannig 4 VIKAN 42. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.