Vikan


Vikan - 24.10.1968, Page 9

Vikan - 24.10.1968, Page 9
ferð — alla leið suður í Barbarí! Atvikin höguðu því svo, að þegar við fórum héðan var hlý- indatímabil á íslandi. Sú af- bragðsflugvél Gullfaxi hóf sig af Keflavíkurflugvelli upp gegnum milda haustrigningu og lenti í mikið til sams konar veðri í Kastrup eftir tæplega þriggja stunda flug. í Höfn hittum við svo vel á, að Tívolí var að kveðja þetta sumarið, auðvitað fórum við þangað og eftir Parísarhjól, rútsébana, skotæfingar og spila- kassa urðum við aðnjótandi gíf- urlegra flugeldasprenginga. — Þetta er bara eins og á Þjóðhá- tíðinni, sagði sú úr Vestmanna- eyjum með ljúfan minninga- glampa í augunum en ég klóraði mér í hausnum með gríðarmikl- um fílatannbursta, sem mér áskotnaðist í einhverjum skot- bakkanum. Ég hef aldrei á Þjóð- hátíð komið svo ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt. f rauðabýti morguninn eftir vorum við aftur komin út á Kastrup. Þar tóku tveir fulltrú- ar SABENA á móti okkur og leiddu okkur um borð í renni- lega Caravelle-þotu, þar sem hýrar flugfreyjur í ljósbláum kjólum tóku á móti okkur á frönsku, ensku, hollenzku og þýzku, en kafteinninn kom aft- ur í til þess að skoða okkur og taka í hendurnar á okkur. Ekki þóttu mér Caravellurnar eins þægilegar og Boeing 727, sem varla er heldur von, Caravell- urnar eru mjög góðar samt. Auk þess eru öll SABENA-flug sann- kölluð veizluflug, einhvers stað- ar las ég að SABENA hefði ver- ið sæmt viðurkenningu Gastr- onomic Club eða eitthvað í þá áttina; þá viðurkenningu fá ann- ars ekki nema fínustu veitinga- staðir á jörðu niðri. En eftir að hafa smakkað kalda borðið þeirra með úrvali af beztu pyls- um norðurálfu, er viðurkenning- in ekki undrunarefni. Nú, óvænt fengum við viðkomu í Hamborg, svo að vélin til Cnsa- blanca beið okkar í Brussel röskan hálftíma. Við vorum gripin glóðvolg úr vélinni ásamt tveimur pipruðum, þýzkum Gretchenum og feitum Marrokk- önskum hjónum, sett upp í Volkswagen rúgbrauð og skutl- að í snarhasti yfir í Casablanca- vélina, sem beið ekki boðanna en hóf sig þegar á loft. Á leið- inni til Lissaþon sat ég hjá þýzk- um rafmagnsfræðingi sem var að fara til Porto í Portugal en elsk- aði tvo staði í heiminum: Norð- ur-ftalíu og Finnland. Þar að auki átti hann dóttur, sem er hótelkokkur í Sviss en langar óskaplega að verða hótelkokkur á fslandi, ég fullvissaði hann um, að hún hlyti að geta það ef hún bara reyndi. Raunar kom á dag- inn, að hann hélt að fsland væri einhvers staðar við hliðina á Helgolandi, hafði óljósa hug- mynd um að þar væri sjálfstætt ríki en kom mjög á óvart að við skyldum ekki nota danska pen- inga. Hann trúði mér ekki fyrr Loftið var yfirleitt heldur tært þar sem við fórum, og hér ujóta stúlkurnar útsýnisins ásamt bílstjóranum. Talið frá vinstri: Steinunn Gísladóttir, Qosmane Brahim, Elín Guðrún Tómasdóttir. Flcira fólk þekki ég ekki á mynd- inni. Ótrúleg barnamergð inætir manni livar sem er á þessum slóðum. Ilér að ofan er Steinunn á gangi í SOUK (markaði) í Marokkó. Að neðan eru þær stöllur á opnu svæði utan við SOUK skammt frá Marrakesj, en í baksýn eru karlarnir með sláturpeninginn og markaðstjöldin þar fyrir aftan. — Að ofan til hægri eru stúlkurnar að boröa melónur. 42. tbi. vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.