Vikan - 24.10.1968, Qupperneq 17
meðferðinni í fangabúðunum; —
hverniq þau lýstu sér vissi hún ekki.
Þegar Hugh var búinn að panta
teið, fór hann að stríða konunni
sinni með því að hundarnir væru
ekki eins gáfaðir eins og hún vildi
vera láta. Libby var mikill hunda-
vinur, og Hugh hafði verið tregur
til að fara á þessa hundasýningu,
en gerði það samt fyrir heimilis-
friðinn. í hvert sinn sem hún lét í
Ijós áhuga sinn á einhverjum hundi,
tautaði hann: ,,Ég get sannað það
að heilinn í þessum hundum er ekki
stærri en baun," eða, ,þessi hefur
verið kynblandaður í marga ætt-
liði, hann er taugaveiklaður." Libby
virtist ekki taka eftir athugasemd-
um hans þó, og nú tók hún stríðni
hans með umburðarlyndis brosi.
Svo fór hún að hlæja, og sagði við
Donat: — Þarna sérðu hvernig mað-
urinn minn er.
— Það er hægt að kenna hund-
um vissa hluti, elskan, sagði Hugh
þrákelknislega, — en þeir hugsa
ekki rökrétt, og þar af leiðandi eru
þeir ekki greindir.
— Ef ég má koma með athuga-
semd, skaut Donat inn í, — þá er
reginmunur é gáfnafari hunda, rétt
eins og manna. Það eru örugglega
til hundar sem eru greindir og geta
hugsað rökrétt.
—■ Hefur þú einhverja sönnun
fyrir því? spurði Hugh.
— Ég held það. Ég sá eiru sinni
tík, sem var í hræðilequm vanda
stödd, og ég he'd að hún hafi
hugsað og framkværrt einmitt það
rétta.
Donat þa.i'aí' >g I.Wfði á okk-
úlfahundar, af því kyni sem Pani
var. Aðra hunda átti að drepa.
— Hversvegna átti að drepa þá?
spurði Libby.
— Því ekki það? sagði Donat
með daufu brosi. — Þetta var skilj-
anleg ákvörðun yfirmanna í mis-
kunnarlausu stríði. Þeir þurftu sér-
staka varðhunda,- hinir voru ekki til
neins gagns, en þurftu samt sem
áður fóður. Reyndar fóru þeir með
fólkið á svipaðan hátt. Jæja, þegar
Antek heyrði þetta faldi hann Pani
í hlöðunni. Hann gerði meira en að
BUNDUR
FAN6ANS
SMÁSAGA EFTIR ALBERT IVIALTZ
ur öll, eins og til að sjá hvort við
hefðum einhvern áhuga á því að
hlusta á hann. Þegar Libby sagði
með ákafa: — Segðu okkur frá því,
kinkaði hann kolli og brosti, á sinn
feimnislega hátt og hélt áfram.
Hann talaði með útlendum hreim,
en enskan hans var óaðfinnanleg.
— Hún hét Pani, það er pólskt
nafn og þýðir madame eða frú.
Þegar Þjóðverjar réðust inn í Pól-
land árið 1939, bjó ég í Warsjá.
Faðir minn sendi þá okkur móður
mína til búgarðs, sem hann étti, um
það bil þrjátíu mílum I burtu. Við
sáum hann aldrei framar. Hann var
kallaður í herinn og hann féll. En
það er önnur saga.
A búgarðinum var hús, sem við
vorum vön að búa í, þegar við
dvöldum þarna I fríum. Landareign-
in var um tlu ekrur, og það voru
hjón sem höfðu jörðina á leigu.
Þau áttu tvo syni, og ég var góður
vinur þeirra beggja. Annar var á
mínum aldri, sautján ára, en hinn,
Antek, var ári eldri. Pani hlýddi
öllum á heimilinu, en hún var samt
hændust að Antek. Milli þeirra Pani
og Anteks var einstakt samband
skilnings og innilegrar vináttu.
Fram að þessu hafði Donat talað
á eðlilegan hátt, en þegar hann
talaði um vináttusamband vinar síns
og hundsins, tendraðist Ijós I aug-
um hans og röddin varð ákafari.
— I desember 1939, þegar Þjóð-
verjarnir vcru búnir að ná yfirtök-
um í Póllandi, gáfu þeir út skipun
um að allir hundar af hreinræktuðu
kyni nokkurra hundategunda, skyldu
látnir af höndum og fengnir þeim
í hendur. Þar á meðal voru þýzkir
loka hana inni, hann bjó út sér-
stakan felustað, undir hlöðugólf-
inu, stað sem erfitt var að finna.
Hann fór út með hana á nóttunni,
til að liðka hana, og læddist til
hennar á daginn.
— Gelti hundurinn ekki? spurði
Hugh.
— O, nei, ekki einu sinni þegar
Antek kom inn í hlöðuna.
— Flann hefur múlbundið hana?
— Nei, en hann sagði henni að
hún mætti ekki gelta.
Hugh lyfti brúnum, en Donat
brosti og gaf enga skýringu.
— Um það bil viku síðar, kom
þýzkur herbíll að búgarðinum. í
honum voru þrír stormsveitarmenn
og túlkur, kvislingur frá einu af
landamærahéruðunum. Inni í bíln-
um voru þrír hundar, hlekkjaðir við
hliðargrindurnar. Jæja, fjölskyldan
var þarna öll saman komin, og túlk-
urinn, andstyggilegur, lítill hreysi-
köttur, sagði við húsbóndann: —
Hvar eru hundarnir ykkar? Það var
Antek sem svaraði: — Við áttum að-
eins einn hund, en hann dó fyrir
nokkrum vikum. Þá fór hreysikött-
urinn að hlæja. — Þetta virðist vera
orðinn faraldur í þessari sveit, það
virðist vera bráðapest í hundunum.
Donat þagnaði um stund, strauk
hendinni um höfuð sér og tautaði:
— Maður hatar óvinina, en kvisling-
urinn getur fengið mann til að loga
af hatri. Jæja, hreysikötturinn sagði
eitthvað á þýzku og liðþjálfinn
öskraði einhverja skipun. Svo gekk
liðþjálfinn til Anteks og miðaði
byssu á andlit hans. Móðir Anteks
rak upp hljóð og hljóp til þeirra,
en einn stormsveitarmaðurinn hrinti
Framhald á bls. 32.
42. tbi. VIKAN 17