Vikan - 24.10.1968, Síða 21
sagt stóð og spangólaði á stétt-
inni; en það var ekkert saman-
borið við það, sem hann hefði
þjáðst ef skepnuvesalingurinn
hefði haldið áfram að valda róti
í vel skipulögðu lífi Tuttle-Bloss-
om fjölskyldunnar.
Leigubílstjórinn leit um öxl:
Átti ég að aka eitthvað sér-
stakt? spurði hann ofurlítið kald-
hæðnislega eins og leigubílstjór-
um er títt.
Ambrose leit út. Þeir voru að
fara framhjá neðanjarðarbraut-
arstöð.
— Hér. Þetta er gott.
Umferðin ólgaði allt í kringum
þá. Menn og konur spruttu upp
úr jörðinni; menn og konur
runnu ofan í jörðina annarsstað-
ar.
Dinkie stökk fram úr tösku-
geymslunni við hliðina á öku-
manninum og flaðraði vinalega
upp um Ambrose.
— Það eru tveir shillingar
auka fyrir dýrið félagi, sagði
leigubílstjórinn.
Ambrose borgaði og gekk
burtu.
Hann leiddi Dinkie að einum
innganginum, þaut niður þrepin,
ruddist gegnum miðasöluna og
út um næsta útgang. Svo fór
hann hring í kringum húsasam-
stæðu, hljóp ofan eftir hliðar-
götu og kom að neðanjarðar-
brautarstöð annarsstaðar.
Dinkie beið eftir honum á pall-
inum.
Þetta var martröð í vöku. Einu
sinni var Ambrose viss um að
nú myndi Tower Bridge lyftast
með hann á öðrum helmingnum
og Dinkie á hinum; en það var
sennilega bara ímyndun.
Dagurinn var að fjara út. Það
var komið mál að fara heim. Ef
hann flýtti sér ekki kæmi hann
of seint. Um leið og Robert kæmi
heim væru öll sund lokuð. Am-
brose myndi þá reika um göt-
urnar með litla peninga og eng-
ar föggur. Hann átti engan klúbb
ekkert heimili að heiman. engan
vin sem irann gat fengið að liggja
hjá um nóttina. Það eina sem
hann hafði væri Dinkie.
Móður og másandi hallaði Am-
brose sér upp að vegg. Dinkie
settist niður við fætur hans. Am-
brose gafst upp. Hann tók hund-
inn í fangið og þumlungaði sig
aftur gegnum Chelsea, gegnum
þennan iðandi grúa fólks.
Harriet var í öngum sínum:
— Hvar hefurðu verið? Ég
hélt að það hefði verið keyrt yf-
ir þig. Svo sá hún hvað hann
var með undir handleggnum. —
Ég hélt að þú hefðir ætlað....
— Þegar þú ferð út að verzla
á morgun, sagði Ambrose mildi-
lega, —- verðurðu að kaupa
handa mér Sjálfsnám i liunda-
þjáll'un. Það er eins gott að gera
það almennilega, sem maður
verður að gera.
í sama bili heyrðu þau Robert
aka jagúarnum upp eftir heim-
reiðinni. Ambrose þaut upp stig-
ann, upp eftir kommóðunni.
Harriet skellti aftur kommóðu-
skúffunum á eftir honum og fór
niður til að segja Robert þessi
dapurlegu tíðindi um hvarf
Dinkies.
Ambrose bar nokkurn kvíð-
boga fyrir því hverju hún kynni
að þurfa að fórna til að hugga
Robert; en síðar um kvöldið gat
hann ekki annað en dáðst að
lagni hennar, þegar tónlistin
barst þrumandi gegnum risgólfið.
Meðan Robert væri að stjórna
kóralsymfóníu Beethovens, hefði
hann ekki tíma til að hugsa um
tittlingaskít. Jafnvel Karajan
hefði ekki getað túlkað kóral-
symfóníuna viðunnanlega og
brotið heilann um hundshvarf
um leið.
Og þannig komst jafnvægi á
líf þeirra aftur. Vegna þess hve
mjög Ambrose þótti um fólks-
fjölgunina útifyrir, sneri hann
sér að bókum um fólksfjölgunar-
vandamál, nútíma iðnað og á-
hrif fjölmiðlunartækja. Hann
plægði gegnum Galbraith og Mc-
Luhan, og þegar hann þreyttist
á lestrinum tók hann sér band-
sög í hönd og gerði módel af
parlamentinu og Taj Mahal. Þar
að auki helgaði hann ákveðinn
tíma því, sem kalla mátti félags-
lega umgengni. Svo var hann
einnig að læra undirstöðuatriði í
listgagnrýni. Harriet var farin
að krefjast ráðlegginga og gagn-
rýni. Hún var ekki alltaf sam-
mála því sem hann sagði, en hún
sagðist vilja vita álit hans á
verkum hennar. Hún málaði af
vaxandi ákefð. Þetta var í raun
og veru þríein Paradís: Harriet
málaði, Robert bjó til brjósta-
haldara og stjórnaði hljómsveit-
um, en Ambrose lærði og íhug-
aði -— öll með ákefð.
Harriet átti nú nægilega mörg
verk til að standa undir eigin
sýningu. Robert hefði með glöðu
geði borgað einhverjum sýning-
arsalnum fyrir að taka af henni
sýningu miklu fyrr, en Harriet
vildi það ekki; hún vildi að sjálf-
stæður sýningarsalur yrði settur
upp fyrir þessa sýningu, einfald-
lega vegna þess að hleypidóma-
laus og ómótaður sérfræðingur
hafði trú á henni. Og það þýddi
að hún varð að bíða. En að lok-
um, eftir vikur kvíða, efasemda,
umræðna og samninga auglýsti
The Wainwright Gallery fyrstu
málverkasýningu Harriet Bloss-
om.
— Þú verður að koma, sagði
Harriet við Ambrose.
- Þarna úti — í öllum þess-
um hópi?
—■ Nei, kannske það sé rétt
hjá þér. Það væri gott að hafa
þig þar, en það væri kannske
hættulegt.
Já, sagði Ambrose ákveðið.
Ég gæti troðizt undir.
En húsið var óþolandi autt,
daginn, sem sýningin var opnuð.
Þessi sæluríku ár, sem liðin voru
hafði Harriet mjög sjaldan verið
burtu allan daginn. Dinkie var
orðinn feitur og níðlatur og gerði
lítið til að lífga hana upp. Am-
brose reyndi að lesa, en gat ekki
einbeitt sér. Hann var að hugsa
um hvað gagnrýnendurnir
myndu segja í sunnudagsblöð-
unum. Hann var líka að velta því
fyrir sér hvað sýningargestirnir
myndu segja í dag. Hve margir
sérfræðingar og gagnrýnendur
og listsnobbarar myndu koma?
Honum var þó ekki alveg rótt,
þegar hann klæddi sig og bjóst
til að fara út. Nú til dags voru
fáir líklegir til að bera kennsl á
hann, þar að auki bættist við að
mjög fáir þekktu hann meðan
hann var á faralds fæti hvort
sem var — en til þess að vera
alveg viss setti hann á sig Ijótt
bindi og fór í smókingjakkann
ranghverfan. Hann leit í gull-
rammaðan spegilinn til að sann-
færast um að hann væri lista-
mannslegur og sérvitringslegur.
Að minnsta kosti var hann nógu
sérvitringslegur.
Hann fór á sýninguna.
í einu horninu var hópur vild-
arvina að þiggja kokteila af
Humphrey Wainwright, sem not-
aði tækifærið til að taka á móti
hamingjuóskum vegna sýningar-
innar.
— Já, heyrði Ambrose hann
grobba yfir þysinn. — Ég vissi
frá upphafi að hér var á ferð-
inni greinilegur hæfileiki, sem
með viðeigandi frjóvgun í nokk-
urn tíma gæti blómgast í....
Ambrose rigsaði reiðilega
burtu. Hvað snerti frjóvgun og
blómgun hefði hann getað sagt
þeim eitt eða tvö atriði, sem þeir
ekki vissu. Ef þau héldu að þetta
málverk Harriet af hesti með
flaxandi fax, á veggnum hinum
megin, væri aðeins venjulegt
málverk af hesti með flaxandi
fax ætti að segja þeim eitt og
annað. Nákvæm gagnrýni krafð-
ist þess að gerð væri ýtarleg
rannsókn, ekki aðeins á pensil-
dráttunum, heldur einnig á því
hvað gert hefði verið daginn áð-
ur en Harriet byrjaði að mála
þetta málverk. Ef einhver ætti
að skrifa um verk Harriet yrði
hann að vita mikið um síðdegin
í risinu og setustofunni. Já, það
ætti einhver að skrifa bók um
það meðan minningarnar væru
enn ferskar.
Ambrose færði sig frá hestin-
um og tók sér stöðu, hugsi á
svip, frammi fyrir stórri andlits-
mynd. Hann horfði á málverkið
án þess að sjá það í raun og
veru. Svipurinn á andliti hans
stafaði að öllu leyti af þeirri
hugmynd, sem skotið hafði rót-
um í huga hans, rétt í þessu.
Þetta var sannarlega frjóvgun og
blómstrun ef út í það var farið.
Hann ætlaði að vinna að bókinni
í nokkra mánuði, og hann sá fyr-
ir sér hvernig hún fengi lögun
og hvernig hann fengi grund-
völl fyrir frekara framhald af
henni. Með því að tileinka sér
allt það sem hann hafði lesið af
bókum, um hvernig bæri að
skrifa, ásamt því sem hann hefði
að skrifa um — þetta tvennt
inyndi færa þau Harriet saman
og fæðast af auðugu ímyndunar-
afli þeirra ....
Hann hafði raunar reynt hæfi-
leika sína við smásögur og hefði
haldið því áfram, þrátt fyrir að
þær væru allar endursendar,
hefði það ekki vakið tortryggni
með Robert. Þessi stóru umslög
með stimpluðu utanáskriftinni,
sem hann hafði lagt með hand-
ritunum, ef ske kynni að þau
yrðu endursend, komu aftur með
reglulegu millibili — venjulega
með morgunpóstinum, sem Ro-
bert tók á móti. Ambrose hafði
verið svo forsjáll að nota nafn
Harriet, en það setti Harriet í
þann vanda að þurfa að skýra
þetta skyndilega flóð af stórum
umslögum. Harriet sagði að það
væru auglýsingabæklingar. Ro-
bert, elskulegur og umhyggju-
samur eins og ætíð, spurði hvað
hún þyrfti að kaupa og hvort
hana vantaði meiri peninga.
Harriet þakkaði honum sætlega
og sagði honum að auglýsinga-
bæklingarnir væru ókeypis og
hún vissi ekki hvernig í ósköp-
unum fyrirtækin hefðu fengið
heimilisfang hennar. Þetta gerði
Robert að algerum andstæðingi
þess að veita fé til auglýsinga
með útsendingu bæklinga til
fólks af handahófi. En Ambrose
var samt áfram um að verða
Somerset Maugham de nos jours,
svo hann fór að nota Poste Res-
tante endursendingautanáskrift;
en Harriet var viss um að hún
hafði hvað eftir annað rekizt á
þennan skrýtna Dylan leynilög-
regluforingja í dulargervi, þegar
hún fór að sækja endursending-
una. Ambrose reyndi að gera lít-
úr þessu og telja henni þannig
hughvarf, en hún varð svo
hvumpinn, að að lokum varð
hann að gefast upp á þessum
rithöfundarferli; þar með var
enskum bókmenntum gerður
meiri ógreiði en hægt var að gera
sér grein fyrir í fljótu bragði.
Hann sneri sér aftur að útsög-
un og módelsmíði, sökkti sér
niður í það til að gleyma leið-
indunum af þessu og byrjaði á
því að gera stóra eftirlíkingu af
Queen Elisabeth Hall, svo ná-
kvæma að hún var alveg jafn
ljót og fyrirmyndin. Af mikilli
natni létu hann og Harriet þetta
síga niður úr risinu, dag nokk-
urn og Harriet sýndi Robert af-
rekið til að hann gæti sannfærzt
um hvað hún gerði til að stytta
sér dagana. Robert varð djúpt
snortinn og hrifinn.
Framhald ( næsta blaði.
42. tu. VIKAN 21