Vikan - 24.10.1968, Page 27
„Eg veit svei mér ekki, hvað í veröldinni við eigum
að gera við þig, strákur.“
Móðir lians segist hafa uppgötvað löngu síðar, að
Brian hafi alls ekki átt sjálfur alla sök á því, hversu
illa honuin gekk í skóla. Hún álítur að skólinn haí'i
ekki síður átt sök á því.
,,1‘etta var rétt eftir stríðið. Skólarnir voru yfirfull-
ir og erfitt að komást inn í þá. T’etta voru einkaskólar
og kennararnir vísuðu hiklaust úr skóla þeim nemend-
um, sem þeim geðjaðist ekki að.“
Síðan hraktist Brian úr einum skólanum í annan og
hann hafði alls verið í sjö skólum, þegar hann gafst
upp og hætti námi.
10. septem,ber 1950 byrjaði grannvaxihn, fölur og
hrokkinhærður unglingur að vinna í verzlun fjölskyldu
sinnar í Wilton í Liverpool.
Hann byrjaði sem sölumaður og fékk fimm pund á
viku. Strax fyrsta daginn tókst, honum að selja borð-
stofuborð fyrir 12 pund. Kaupandinn var kona, sem
hafði komði inn í búðina til að kaupa spegil!
Það kom strax í ljós, að Brian var góður sölumaður.
Og hann hafði vndi af starfinu. Hann tók einnig að fá
áhuga á innréttingu verzlunarinnar og niðurröðun hús-
gagnanna, gluggaútstillingum og öðru, sem að verzlun-
inni laut. Faðir hans var í sjöunda himni yfir |>ví, að
elzti sonur hans og erfingi skvldi hafa ákveðið að helga
sig verzlun og viðskiptum, eins og forfeður hans höfðu
gert. Og Bri an uppgötvaði sér til mikillar undrunar, að
hann var harðánægður með þetta hlutskipti sitt.
„Brian hafði alltáf góðan smekk,“ segir móðir hans.
„Og hann var alinn upp í fallegu umhverfi innan um
fyrstu flokks húsgögn. T>að spillti nú ekki smekk hans.“
Brian var ekki ánægður með gTuggaútslillingarnar í
verzluninni. ITann byrjaði að gera tilraunir á þessu sviði.
Sumar þeirra þóttu ærið djarfar. TTa-nn stillti til dæm-
ist stólum út í gluggann, og lét bakið sniia að veg-
farendum. IJað fannst föður lians of Inngt gengið, cn
lét það afskiptalaúst. Hann var svo ánægður vfir því,
að sonur hans slcvldi hafa valið sér hið eina og rétta
lífsstarf, að honum þótti ekki taka því að gcra veður út
af smámunum, sem stöfuðu af æsku piltsins og reynslu-
levsi. Til þess að öðlast frekari reynslu, var Brian send-
ur til annars fyrirtækis, sem fjölskyldan átti ekki, og
látinn vinna þar í sex mánuði.
Hann stóð sig frábærlega vel í þessu starfi. Þegar
hann fór, var honum afhent að gjöf Parker-pennasett.
(Með þessum sama penna undirritaði Paul McCartney
nokkrum árum síðar fyrsta samninginn milli Brians og
Bítlanna).
Eftir sex mánuði fór hann aftur til Wilton og tók
nú til óspilltra málanna. Hann lét innrétta verzlunina
á nýtízkulegan hátt.
„Ég hafði mikla ánægju af þessu. Sérstaklega naut
ég þess að gera alls konar tilraunir. Eg hafði líka gaman
af sölumennskunni. Þegar cg stóð í búðinni, horfði á
viðskiptavinina ganga um og virða fyrir sér húsgögnin
okkar og ég fann, að þeir trúðu mér og treystu — þá
var ég í essinu minu.“
I desember 1952, þegar Brian var í óða önn að end-
urnýja og treysta grundvöll fyrirtækisins, var hann
kvaddur til að gegna herþjónustu. Hann hugsaði með
skelfingu til þess að þurfa nú að fara í herinn.
„Eg hafði verið með eindæmum lélegur nemandi í
skóla,“ segir hann.„ Og ég var sannfærður um, að ég
mundi verða aumasti og versti hermaður í víðri veröld.“
Dvöl Brians í hernum varð stutt. Hann reyndist
lélegur hermaður, eins og hann hafði sjálfur óttast og
var leystur undan herþjónustu eftir eitt ár — af heilsu-
farsástæðum.
Hann hraðaði sér aftur til Liverpool og byrjaði strax
að vinna af fullum krafti við fyrirtæki föður síns. t
verzluninni voru til sölu bæði húsgögn og hljómplötur,
og Brian tók nú að leggja meiri rækt við hljómplötu-
sölun en áður hafði verið gert. Hann hafði alltaf
haft mikinn álniga á tónlist, fyrst og fremst sígildri
tónlist.
Tun sama leyti eignaðist hann nýtt álmgamál, leik-
list. TTann hafði reyndar haft áhuga á henni, þegar
hann var í skóla og einu sinni orðið svo frægur að fá
að leika i skólaleikriti. Hann sótti nú leikhús næstum
á hverju kvöldi og smátt og smátt varð hann staðráð-
inn í að gerast leikari. Hann þrevtti inntökupróf í hinn
fræga leikskóla, Royal Academy of Dramatic Art, og
stóðst það með ágætum.
Faðir hans var að sjálfsögðu lítt hrifinn af jiessu
nýjasta uppátæki sonarins. Áður hafði Brian viljað
verða tízkuteiknari, en faðir hans hafði getað talið
hanri af því. Leiklist var af sama toga spunnin i hans
augum. Störf af þessu tagi voru ekki við hæfi „heil-
brigðra“ karlmanna að hans dómi. En hann fékk ekki
ráðið þessu og varð að láta sér það lynda.
Brian dvaldist í London í leikskólanuin alla rúmhelga
daga, en fór heim til Liverpool um helgar. I hvert skipti
sem hann kvaddi föður sinn, spurði gamli maðurinn að
hinu sama: hvort hann væri ekki búinn að fá nóg af
þessu leikstandi; hvort hann vildi ekki vera kyrr og
taka aftur til við kaupsýsluna. Að loknu sumarlevfi 1957
lagði garnli maðurinn þessar sömu spurningar fvrir
son sinn. Og að þessu sinni svaraði Brian játandi. Hann
ætlaði að vera kyrr í Liverpool.
„Mér gekk vel í leikskólanum,“ segir hann. „Kenn-
arar mínir sögðu, að ég hefði hæfileika og höfðu trú á,
að mér mundi takast að verða leikari. En ég kunni ekki
við þetta margrómaða leikhúsandrúmsloft. Það átti
ekki allskostar við skapgerð mína. Mér þóttu leikarar
leiðinlegir í umgengni til lengdar. Framkoma margra
þeirra var tóm uppgerð, sýndarmennska og fals. Ég
komast að þeirri niðurstöðu, að líklega ætti kaupsýslan
bezt við mig.“
Faðir hans ákvað að færa út kvíarnar og stofna nýja
verzlun á bezta stað í Liverpool. Það var einmitt þetta,
sem freistaði Brians. Hann veitti hljómplötudeild verzl-
unarinnar forstöðu. Hann rak hana af miklum dugnaði
42. tbi. yiKAN 27