Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 13
söngvarana. .. . Ný hei'i ég ekkert gaman af því, sem skemmtilegt er! Sjáið því til, frú, í stað fall.egn, skemmti- legu sögunnar, sem ég liafði lofað, fáið þér í dag aðeins sorg- lega sögu. Einu sinni var maður, sem var með gullheila, já, frú, heila úr eintómu gulli. Þegar hann fæddist, héldu læknarnir, að hann gæti ekki lifað, svo þungt og ólögulegt sem höfuð hans var. Þó lifði hann og óx eins og fögur ólífujurt. Það var að- eins stóra höfuðið hans, sem þrúgaði hann, og það var aumlcv- unarvert að sjá, hvernig hann rak höfuðið í húsgögnin, þeg- ar hann hrevfði sig .... Oft datt hann. Dag nokkurn valt hann niður allt frá efstu steintröppu og sló höfðinu við mar- maraþrep. Menn héldu, að hann væri dauður. En þegar hann hafði verið reistur á fætur, sást aðeins lítið sár, og tveir eða þrír gulldropar höfðu seitlað út um hans gullna hár. A þenn- an hátt uppgötvuðu foreldrarnir, að drengurinn var með gullheila. Málinu var haldið leyndu. Jafnvel vesalings litli anginn hafði sjálfur enga hugmynd um það. Stundum spurði hann, hversvegna liann fengi ekki lengur að leika sér á götunni með hinum drengjunum. „Nei, þér yrði stolið, elskan mín“, sagði móðirin. Sá litli varð lafhræddur við að verða stolið. Hann fór að leika sér einn síns liðs og veltist á milli herbergja. Þá fyrst, er hann varð átján ára, skýrðu foreldraar hans honum frá því, hversu uridursamlega gjöf forsjónin liefði fært honum, og þar sem þau hefðu alið hann upp og framfleytt honum fram að þessu, kröfðust þau í staðinn dálítils af gulli hans. Sonurinn hikaði ekki. Sagan greinir ekki frá því, með hverskonar aðferðum hann gerði það, — en hann þreif án tafar klurnp úr höfði sér, klump á stterð við valhnot, og fleygði honum stoltur í kjöltu móður sinnar .. . .Blindaður af auðæfum þeim, er hann bar í höfði sér, örvita af ein- berum óskum og ölvaður af veldi sínu, kvaddi hann föður- leifð sína og hélt út í hina víðu veröld og sóaði auðæfum sínum. Eftir því að da>ma, hve konunglega hann lifði, þar sem hann stráði gulli sínu um sig án þess að telja það, liefði mátt ætla, að heili hann væri ótæmandi ......... En hann tæmdist samt smátt og smátt, og það var hægt að sjá, hvern- ig ljómi augna hans slokknaði og kinnar hans bliknuðu í réttu hlutfalli við það. En morgunstund nokkra, eftir æðis- gengna veizlu, þegar sá óhamingjusami stóð einn innanum veizluleifar og fölvaslegnar ljósakrónur, skelfdist hann við að sjá lu'ð geypimikla skarð, er hann hafði gert í málm- klumpinn. Það var orðið tímabært að hætta. Frá þeirri stundu lifði hann alnýju lífi. Maðurinn með gullheilann fór nú að ástunda einveru. Hann nærðist á vinnu handa sinna. Hann varð tortrygginn og hræddur eins og nirfill og reyndi jafnvel að gleyma alveg hinum örlagaríku auðæfum, sem hann vildi ekki snerta framar .... Til allr- ar ógæfu hafði vinur hans nokkur fylgt honum í einverunni og þessi vinur þekkti leyndarmál hans. Nótt eina vaknaði veslings maðurinn skyndilega við hræðilegan sársauka í höfðinu. Ringlaður settist hann upp og í tunglskininu sá hann vininn, er flúði með eitthvað fal- ið undir skikkju sinni. Hann átti þó enn eftir heilaklump, sem hann átti einn- ig að missa. . . . Nokkru siðar varð maðurinn með gullheilann ástfangínn, og nú var aht búið! Hann elskaði af öllu sínu hjarta litla, Ijóshærða konu, sem þótti einnig vænt um hann, en þótti þó enn vænna um punt og stáss, hvítar fjaðrir og fallega, rauð- brúna skúfa á stígvélunum. í höndum þessarar elskulegu, litlu veru — sem var að liálfu fugl en að hálfu brúða — bráðnuðu gullklumparnir svo að unun var að. Ilenni datt hvaðeina í hug og aldrei gat hann neitað. Hann leyndi jafnvel hinu hryggilega leyndarmáli sínu til síðustu stundar af ótta við að hræða hana. „Erum við þá svona rík?“ spurði hún. Veslings maðurinn svaraði: „Já, vissulega . . . mjög rík.“ Og hann brosti innilega til litla, ljósa fuglsins, sem tærði liöfuð lians án þess að vita það. Stundum varð hann ótta- sleginn. Hann langaði lil að verða ágjarn. En svo kom litla konan hans hoppandi og sagði: „Elsku maðurinn minn, þú sem ert svona ríkur, keyptu nú eitthvað reglulega dýrt handa mér.“ Og svo keypti hann eitthvað reglulega dýrt lianda henni. Þannig liðu hér um bil tvö ár. Þá dó konan hans elskulega morgun einn, án þess að vitað væri af hverju, alveg eins og fugl.... Það hallaði undan fæti með auðæfin. Fyrir það, sem eftir var, lét ekkjumaðurinn efna til fagurrar jarðarfar- ar sinnar kæru dánu konu. Öllum klukkum var hringt, vagn- arnir voru sveipaðir svörtu, hestarnir skrýddir fjaðraskúfum og silfurstungnu flaueli. Honum fannst ekkert vera of skraut- legt. Hvað kærði hann sig um gull sitt? . . . Hann færði kirkjunum gjafir, líkmönnunum og konunum, er seldu krans- ana. Hann gaf öllum án þess að spara.... Þegar hann gekk út úr kirkjugarðinum, átti hann því nær ekkert eftir af þess- um undursamlega heila, að fáeinum smáklumpum undanskild- um, er sátu innanvert á höfuðskelinni. Og nú sást hann eigra um göturnar, ráðvilltur og með fram- réttar hendur, reikandi sem drukkinn maður. A þeim tíma kvölds, er ljós voru kveikt í búðunum, staðnæmdist hann framan við stóran glugga, þar sem sýndur var margvíslegur fatnaður og stáss, sem glitraði í ljósadýrðinni. Hann stóð þar lengi og horfði á blá silkistígvél, brydduð svanadúni. „Eg er vel kunnugur einni, sem myndi gleðjast yfir þessum stíg- vélum,“ sagði hann brosandi við sjálfan sig. Og þar sem hann hafði þegar gleymt því, að konan hans elskulega var dáin, fór hann inn til þess að kaupa þau. Inni í bakherberginu heyrði konan, er verzlunina rak, mik- ið óp. Hún hljóp fram, en hörfaði af ótta við að sjá mann, er stóð og studdist við búðarborðið og horfði á liana hryggur og sljór á svip. I annari hendi hélt hann á bláu silkistígvél- unum með svanadúnsbryddingunum. IJina höndina rétti hann fram; hún var alblóðug og á nöglunum sátu gulltæjur. Frú, þetta er sagan um manninn með gullheilann. Þrátt íyrir ótrúlegan búning þessarar sögu, er hún samt sönn frá upphafi til enda. .. . í heiminum eru til óhamingju- samar manneskjur, sem neyðast til þess að lifa af heila sín- um og sem verða að greiða hina minnstu hluti í lífinu með fínu og fallegu gulli, með sínum eigin lífsmerg og sínu innsta eðli. Hver dagur er þjáning fyrir þær, en þegar þær eru orðnar þreyttar á þjáningunni. . . . Lausl. þýtt. 45. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.