Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 40
Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. hrakaði með hverjum kílómetra, ég hafði orðið ekki einu sinni rænu á að reykja. Meðan við vorum uppi í fjöllunum, skall myrkrið á, og stelpurnar fóru að ókyrrast í aftursætinu. Til þess að dreifa huganum fyrir þeim og mér, fór ég að leggja fyrir þær alls konar dellugátur, svo sem: Hvað er það, sem er svart og kringlótt með fjórum götum í miðjunni og fer afskaplega hratt á vatni? Svar: Buxnatala með utanborðsmótor. Eða: Hvað er svart, hvítt, svart, hvítt, svart- hvítt svarthvítt bomsarabomsara- bommbommbomm? Svar: Nunna að detta niður stiga. Eða: Hvað er það sem er rautt og kringlótt og fer alltaf upp og niður? Svar: Tómatur í lyftu. Og fleira í þess- um dúr. Samt var ég þeirri stundu fegnastur, er við kom- umst aftur heim á hótelið og ég gat flýtt mér upp á herbergi. Sem betur fór var ekki komið að kvöldmatnum, hann er étinn seint í Marokkó, ég ætlaði ekki að láta stelpurnar vita um krank- leik minn. Ég sagði þeim, að nú skyldu þær hvíla sig í einn og hálfan klukkutíma, lokaði milli herbergjanna, slökkti á loftkæl- ingunni því nú orðið nötraði ég af kölduskjálfta, og dúðaði mig ofan í ból. Þarna lá ég lengi og vorkenndi sjálfum mér, enda leið mér grá- bölvanlega. Klukkan um tíu varð mér aftur hugsað til stúlknanna, sem ég bar ábyrgð á, og drógst inn til þeirra. Þær voru háttað- ar og sofnaðar, þessar elskur! Ég hristi aðra af veikum mætti og sagðist ætla að láta færa þeim ávexti, það væri gott fyrir þær að fá svo létta máltíð öðru hvoru. Síðan pantaði ég ávexti fyrir þrjá og kóka kóla, þann lífsins elexír og allra meina bót, lét þær hafa alla ávextina en skolaði niður þremur pillum í viðbót af magnýli með kókinu mínu. Svo hélt ég áfram að skjálfa og vorkenna mér. Tíminn sniglaðist áfram, eftir væna sneið af eilífð var klukkan orðin tvö að nóttu. Þá hef ég líklega sofnað, því klukkan fjögur vaknaði ég al- heilbrigður en ógurlega þyrstur og að kafna úr hita og ólofti. Vatnið í krönunum er algerlega ódrekkandi, svo ég pantaði mér flösku af ölkelduvatni og kveikti á loftkælingunni aftur. Þar með voru veikindi mín úr sögunni, en af einnkennalýsingu eftir á var helzt talið, að þetta hefði verið snertur af sólsting. Sé svo, er það vondur stingur. Þegar ég fór að herða á stelp- unum morguninn eftir, var ekk- ert eftir af ávöxtunum handa þremur annað en steinar og kjarnar. En þær höfðu séð í gegnum mig, blessaðar, voru ekk- ert annað en umhyggjusemin og sögðust alls ekki vera svangar. Þar með flýttum við okkur nið- ur, þangað sem Guðmundur beið, nú var 630 kílómetra dagleið framundan. En þegar við stigum upp í bílinn, kom dyravörður og bað mig, alvarlegur í bragði, að gera svo vel að tala við afgreiðsl- una. — Eruð þér að fara, Monsieur? spurði maðurinn í afgreiðslunni, þegar ég kom þangað. Hann var mjög hátíðlegur í fasi, líklega svona hryggur yfir að missa okk- ur. Jú, ég kvað svo vera. — Og ætlið þér ekki að borga, eða hvað? spurði hann þá. — Nei, það ætlaði ég ekki að gera. Og nú syrti í álinn. Maður- inn ætlaði að fara með konurnar sínar tvær, en ekki að borga! Annað eins hafði þessi ágæti Marokkani aldrei heyrt, var þó ýmsu vanur, hafði meira að segja hýst sjálfan Churchill! Ég reyndi að skýra fyrir honum málið, við værum gestir ferðaskrifstofunn- ar, og hún bæri alla ábyrgð á greiðslu fyrir okkur. Hann blað- aði í öllum sínum kompum og kimum og kallaði varalið á vett- vang, fékk lánað vegabréfið mitt og hvaðeina. Guðmundur skaut inn orði og orði á frönsku og ara- bisku. Það var ekki búið að opna á ferðaskrifstofunni og ekki hægt að ná í neinn forsvara hennar í síma, málið var grafalvarlegt. Loks náðist í ungu og sætu döm- una fýldu, og hún hefur kunnað lausnarorðið, því allt í einu mátti ég fara. — Það var bara þetta, sagði afgreiðslumaðurinn, ergi- legur í bragði, — að hér var pant- að fyrir Madmoiselle Thomas- dotter, en svo eru allir reikn- ingar úr veitingasal og herberg- isþjónustu kvittaðir Rædar. Þetta stokkaði upp öllu kerfinu, jaðr- aði við fölsun. Thomasdotter má fara, en þessi armi Rædar aetti í rauninni að borga. En við ætlum samt að sleppa þér. Gerðu svo vel. S’il vous plait. En Guðmundur var ekki á því, að láta þá sleppa svona auðveld- lega. Hann skrúfaði sig upp í ægilega reiði og skammir og lét fúkyrðin ganga á herrunum, sem meira að segja höfðu hýst sjálf- an ChurchiU. Og ekki stóð á svör- unum. Eldurinn í loftinu varð svo ofboðslegur, að brennisteins- daun lagði mér fyrir vit, og hefð.u þessar særingar verið viðhafðar á réttum stað, hefði meira að segja Gottskáld grimmi komið æðandi upp úr gröf sinni og lát- ið Rauðskinnu af hendi í ofboði til þess að geta tekið með báðum höndum fyrir eyrun. Svo þreif Guðmundur í mig, dró mig með sér út og upp í bíl, rykkti af stað í bláum reykjarmekki og ók eins og djöfullinn væri á hælum hans burtu úr þessum stað. Hann gaf í eins og hann væri genginn af vitinu, flautaði og sigaði arr arr 40 VIKAN 45-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.