Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 34
A L U P - loftpressur A Ti U P - málningasprautur verkfœri & járnvörur h.f, © Skeifan 3B — símar 84480 - 84481 nú ört í land, hélt því nú fram að allt væri í stakasta lagi og engin áslæða fyrir mig að æsa mig upp, hann skyldi héðan í frá annast ölmusugjafir á nauðsynlegum stöðum og svo gætum við jafnað þetta í félagi við ferðaskrifstof- una. Ég sagðist ekki ætla að jafna neitt; ég væri nú þegar búinn að auglýsa Marokkó heima á Islandi á þann hátt að ferðin væri meira en fullborguð, og það sem á eftir kæmi, færi að fullu og öllu eftir því, hvaða reynslu ég fengi af þjóðinni sem gestgjöfum í þess- ari ferð. Þetta hefði ég ekki átt að segja, því eftir þetta vissi hann engan veginn, hvernig hann gæti bezt gert mér til geðs og brosið var svo statt og stöðugt að Colgate, Macs, Signal og Ipana hefðu öll getað notað það án þess að rek- ast á, og á þjórfé var ekki minnzt. Þess utan fékk ég nú fyrirfram lýsingu á því, sem hann ætlaði næst að sýna okkur, og var spurð- ur með bljúgri röddu, hvort mér og dömunum þóknaðist að líta á það. Smjaðrið varð álíka þreyt- andi og þjórfjársuðið áður. Meðan á þessari rimmu stóð, og ég var í fýlu við allt marokk- anskt og leiðsögumanninn sér- staklega, skoðuðum við safn fornra teppa, sem eru hvert með sínu munstri og gerð, eftir því úr hvaða héraði þau eru, og ýmis- konar vopn og skartgripi. Sömu- leiðis skoðuðum við skóla þann, er stofnaður var á 16. öld og kenndur við Ben-Youssef, þann sem stofnaði Marrakesjborg árið 1062. í Medersea Ben-Youssef sátu nemendurnir svo árum skipti í litlum klefum umhverfis mósaíklagt torg með gosbrunni, úr vatni þessa gosbrunnar þvoðu þeir sér fjórum sinnum á dag fyrir bænir í austurátt, en að loknum námstímanum voru þeir útskrifaðir boðberar spámanns- ins. Mikili hluti hallarinnar var helgaður kvennabúri hans há- tignar soldánsins, sá soldán er þarna bjó fyrstur átti einhvern sæg af konum, en mér skildist að hann hefði skipt þeim niður í riðla, að minnsta kosti hafði hann sérstakan bústað fyrir þær fjórar, sem hann mat mest. Þær héldu til sín í hverri höfuðáttinni utan um geysilega fallegan garð. Lítið er þar nú af húsgögnum, enda er opinbert fjölkvæni nú bannað í Marokkó, þótt heimilt sé að blóta á laun. Þó er i híbýl- um austurkonunnar enn varð- veitt bólið, það stendur í upp- hækkuðum klefa vinstra megin við garðsdyrnar, jafn breitt og það er langt, með geysilega þykkri dýnu. Það er dálítið gaman að því, hvernig hinar ýmsu ættir ráða- manna í Marokkó hafa gert sem mest hver úr sér. í sambandi við Marrakesj má nefna fjórar sold- ánaættir. Þar ber fyrsta að telja Almoravidesættina, af henni var — Ég sagði: Maturinn er á borð- inu! Viltu fá það skriflegt! — Þér eruð víst ekki vaknað- ur ennþá, herra Andersen. — Getið þér ekki hringt seinna? Hann lagði sig. — Ég er að skoða fugla, elskan! — Þú þarft ekki að brjóta sjón- varpið, þótt þú sért afbrýðisam- ur út í Dýrðlinginn! 34 VTTCAN 45- «*•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.