Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 44
út á Newark flóann. Eftir því sem mér skildist tefldi Montez ekki á tvær hættur. Um leið og hann gæfi upp vonina um að ná í lykilinn myndi hann losa sig við Pollý og vera þannig laus allra mála og þær æðisgengnu og örvæntingarfullu ásakanir, sem við Alísa kynnum að bera fram í hans garð við lögregl- una væru tilgangslausar. Við höfð- um engar sannanir og Montez hafði sína diplómatísku friðhelgi, sem hann gat vafið utan um sig eins og verndarhiúp. Alísa spurði Shlakmann í bænar- rómi: — Hvað er langt eftir? Hvar er hún? Hann benti á mig: — Við förum ekki nema svo sem fimm til sex mílur á klukkustund, sagði ég. — Og við förum ekki í beina línu — langt í frá. — Geturðu ekki flýtt þér? spurði Alísa biðjandi. — Ég get ekki flýtt mér meir, svaraði ég í örvæntingu. — Það vit- lausasta sem ég gæti gert eins og nú stendur á væri að flýta mér meira. Ég var enn að leita að bauju. Ég fikraði mig áfram með bátinn í gegnum vatnið, sveigði á víxl til hægri og vinstri og fikraði mig fram og aftur eftir rennunni. Hér var enginn almennilegur kanall, heldur röð af litlum lækjarspræn- um gegnum sex feta háan marhálm- inn og ég fikraði mig frá einni sprænunni yfir á aðra, fann til inni- lokunarkenndar og þreytu, eins og maður á eyðimörk, sem rekst allt- af aftur og aftur á sín eigin spor, þar til hann verður óður af reiði og vonbrigðum. Þetta var ekki aðeins spurning um að halda áfram í suðurátt með nægilega djúpt vatn undir bátnum. Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. .EMEDIA H.E LAUFASVEGI 12 - 16510 Ef aðeins væri um það að ræða hefði það verið einfalt. Ég hefði gefið mótornum kraft og verið komin út á Newark flóa eftir minna en klukkustund. En ég varð að finna aðalkanalinn — alltaf að hugsa um að finna hann og halda mig í honum. Annars gat ég átt á hættu að renna framhjá snekkju feita mannsins með aðeins þunnt tjald af marhálmi á milli — án þess að vita nokkru sinni af þvi. Flóðið hafði nú fengið nægju sína. Um alllanga hríð hafði ég ekkert gert. Ég varð hvorki var að- falls né útfalls. Svo allt í einu tók að falla frá. Ég horfði á stráin og óhreinindin í vatninu byrja að fljóta suður á við og ég valdi mér kan- al, sem lá í þá átt. Ég var hepp- inn, því í sama bili greindi ég bauju úti í myrkrinu og um leið kom ég auga á ofurlitla hreyfingu, sem kom þvert á útfallið. Ég drap á vélinni. — Af hverju gerirðu þetta? spurði Shlakmann og drungaleg rödd hans bergmálaði í nóttinni. — Hljóð, hvíslaði ég og benti á hliðarstrauminn. — Hvað er þetta, Johnny? — Þetta er ekkert, sagði Shlak- mann. — Við erum umlukt á alla vegu. — Kannske ekki einmitt hér, svaraði ég. — Hér rennur eitthvað inn í ána og truflar útfallið. Þetta er einhvers konar straumur. Er straumur í þessum kanal þínum? — Hvernig í andskotanum ætti ég að vita það. — Snekkjan gæti verið hvar sem er, hvíslaði ég, — svo í guðana bænum hafðu lágt, Shlakmann. Snekkjan gæti verið tuttugu metra frá okkur, án þess að við sæum hana fyrir fenjagróðrinum. — I guðanna bænum, herra Shlakmann, sagði Alísa varlega. — Johnny þekkir fenin. — Allt í lagi, hvíslaði hann rám- ur. — Hvernig finnum við hana? Ég losaði árarnir og rétti hon- um aðra. — Notaðu hana til að róa með — þaðan sem þú ert. Ég skal róa og stýra frá skutnum. Við fikruðum okkur hægt inn í þennan hliðarkanal og allt í einu opnaðist hann og víkkaði. Straum- urinn var þarna greinilegur. Við renndum okkur inn í þennan kan- al og hann breikkaði og varð rösk- lega tíu metra breiður milli mar- hálmsveggjanna og lá beint vest- ur. Um það bil áttatíu eða níutlu metra frá okkur í miðri þessari rennu lá stórt skip og var eins og dökk klessa á silfurmerluðum vatns- fletinum. — Er þetta snekkjan? hvíslaði ég að Shlakmann. — Það getur verið. PIRA-SYSTEM HIN FRÁBÆRA NÝJA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGXVÆM 0G ÓDÝR Það er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til livers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar eru Iausn nútímans. HÚS OG SKIR hiff. Ármúla 5 — Sími 84415—84416. — Geturðu ekki sagt það fyrir víst? — Kannske ef við komum nær. Mér sýnist stærðin vera lík. — Hverjir heldurðu að séu um borð, Shlakmann? hvíslaði ég. Hann kraup ofan í kjöl og hall- aði sér I áttina til mín og hvíslaði rámur: — Kannske feiti maðurinn — en sennilega bara Angie, Lenny og krakkinn. Ég skal sjá um Angie, þú sérð um Lenny — er ske kynni að hún væri með byssu. En hlustaðu á mig, Camber — þegar ég er bú- inn að fá lykilinn ætla ég að skemmta mér með Lenny. Hann sleikti rifuna, þar sem varirnar hefðu átt að vera. Skilurðu það? Skilurðu? Ég ætla að skemmta mér. Mig klæjar að ná þessari gyltu. Kristur, mig klæjar alveg ofan í ökkla. Þessi gylta kemur til með að leika leiki, sem hún hefur aldrei leikið áður og er hún þó enginn nýliði, nei, herra minn. Svo þú lætur hana eiga sig og skiptir þér ekkert af henni sjálfur, skilurðu það, Camber? — Hann skilur, herra Shlakmann, svaraði Alísa lágt. 11: SNEKKJAN Við fikruðum okkur að snekkj- unni, sem lá þversum I kanalnum. Það barst ekkert hljóð frá henni, það vottaði ekki fyrir nokkru Ijósi, aðeins ofurlitlum glampa af gljá- fægðum kopar í tunglsljósinu. Ég hefði undir venjulegum kringum- stæðum þorað að leggja eið út á að þetta væri yfirgefið flak, sem hefði verið skilið þarna eftir til að grotna niður I fenjunum. En svo, þegar við komum nær sáum við lín- urnar og ég sá að þetta var fín- asta snekkja, þess konar fleyta sem þann, sem virkilega hefur óhuga fyrir bátum, dreymir um alla ævi. Við nálguðumst mjög hægt, dýfð- um árinni varlega í og stjökuðum bétnum aðeins ofurlítið áfram I hvert sinn — svo hægt að það hlýt- ur að hafa tekið okkur að minnsta kosti tíu mínútur að komast þessa áttatíu eða níutíu metra. Þetta var í miðjum fenjunum, þetta var fram- andi og þögult og einmanalegt, að því er virtist endalaus víðátta af krókóttum kanölum og grannvöxn- um fenjagróðri. Ég heyrði í fjarska ofurlítið gjálfur, þegar vatnasnákar og önnur kvikindi ferðuðust um þetta landsvæði sitt og einu sinni flaug upp fugl, sem við höfðum vakið. Alísa hrökk við og ég missti árina. Shlakmann brosti silfurlitu, tunglskinsbjörtu glotti. Snekkjan varð stærri og stærri og svo vorum við komin upp að henni. Ég hafði verið að velta þv( fyrir mér hvernig Shlakmann ætlaði að komast um borð, en svo sá ég að út yfir borðstokkinn hékk stigi og við endann á honum var lending- arflotholt, nauðsynleg þægindi fyr- ir feita manninn Montez. Shlak- mann dró bátinn okkar að flotholt- inu og batt hann fastan við það. Báturinn okkar lagðist að og snerti 44 VIKAN 45-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.