Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 30
DrekamerkiS Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar f|'ölskyldunnar. BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. iuk þess er þetta dásamlega, ferska bragö sem aðeins Colgatc Ftuor tannkrem hefur. Framhald af bls. 11. hefur lokið sínu meginætlunar- verki, er auðfundinn. Sagt er að drekakonur séu gjarnari á að berja menn sína en annað kvenfólk og yfirleitt niðurlægja þá sem karlmenn, gera þá að blauðum undirlægj- um, sem þær hafa algerlega á valdi sínu. Og varla er það nein tilviljun að óvenjumargar ekkj- ur eru í þessu merki. Þó ber við að þetta ofríki gegn karlkind- inni snýst við og verður að und- irlægjuhætti. Líkt og drekakarl- inn hefur drekakonan nautn af að kvelja jafnt sjálfa sig og aðra. Af þessu mætti kannski ætla að kvenfólk fætt í sporðdreka- merki væri slík háskafyrirbrigði að lífshættulegt sé að koma ná- lægt því, en svo slæmt er það ekki. Margar þeirra eru sem betur fer of viljasterkar til að hinar hættulegri hneigðir þeirra nái nokkru valdi yfir þeim. Þær líta gjarnan á ástina sem stríð milli jarðneskrar fýsnar og guð- legrar upphafningar og tekst oft með tilliti til þess að göfga hvat- ir sínar. Sálrænn styrkur er einn gæfulegasti eiginleiki sporðdrek- ans. UMBROTA- OG BYLTINGASEGGUR Drekamaðurinn velur sér oft- ast starf með tvennu móti. Ann- að hvort ákveður hann sig snemma og telur sig hafa köll- un til einhvers ákveðins, og þá þýðir engum að leegja hindr- anir í veg hans. En stundum kemur hinn sálræni klofningur, sem oft fylgir honum. því til leiðar að hann á erfitt með að velja sér starf og gerir það ekki fyrr en í síðustu lög. Uppreisn- areðli hans gerir þá oft að verk- um að hann velur eitthvað ann- að starf en föður síns. I starfinu er hann nvög mis- jafn, stundum nákvæmur, iðinn og atorkusamur, stundum latur og kærulaus. En ekki þolir hann að aðrir skipti sér af starfshátt- um hans, hvernig sem þeir eru. Hann þolir engum að eyðileggja sína hringa, frekar en Arkímedes. Undirmönnum sínum er hann oft náðugur, en heldur þeim þó yfirleitt í vissri fjarlægð og und- ir aga. Yfirmönnunum er hann öllu erfiðari og því verri sem þeir leggja á hann meiri hömlur. Þá er aldrei langt í að hann spani til verkfalla eða byltinga. Um- brota- og byltingatímar eru mjög að hans skapi. Hann kann bezt við störf sem hafa áhættu í för með sér, krefj- ast dirfsku, nákvæmni og skarp- skyggni. Hann vill gjarnan verða læknir, einkum tannlæknir, skurðlæknir eða kvensjúkdóma- fræðingur. Þá verða drekamenn 30 VIKAN 45-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.