Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 14
Soames Forsyte haíði aldrei haft neinn sérstakan áhuga á eðal- steinum, og þegar Irene yfirgaí hann, án þess að taka með sér skart- gripina, sem hann hafði verið svo öriátur á, var hann ergilegur yfir því að hafa fleygt andvirði þeirra á glæ. En hann hafði vit á demöntum, það var mjög einfalt. Vikuna á undan afmæhsdegi henn- ar nam hann oft staðar fyrir framan sýningargluggana i stóru skart- gripaverzlununum, á ieið sinni til og frá skrifstofunni. Eftir því sem hann hugleiddi kringumstæður sinar meir, því ljós- ara var honum það að hann stóð á tímamótum. Hann varð að athuga vel sixm gang og gera eitthvað í málinu, og gera það rétta. Það stangaðist á við heilbrigða skynsemi og var fyrir neðan virð- ingu Forsyteanna að afsala sér konu, sem hann einu sinni hafði gengið að eiga. Irene myndi hka eignast miklu þægiiegri tilveru hjá honum, en þá sem hún nú hafði. Já, hann var lika reiðubúinn til að láta hana hafa ákveðna peningaupphæð til eigin umráða. Um morguninn, 9. nóvember, keypti hann demantsnælu, sem hann var oft búinn að skoða. Fjögur hundruð tuttugu og fimm pund var gjafverð fyrir svo fagran skartgrip. — Ef frúnni hkar ekki nælan, þá skal ég skipta. En það getur varla til þess komið, sagði skartgripasahnn. Vonandi að hann haíi á réttu að standa, hugsaði Soames. Að loknum miðdegisverði á heimih foreldra siima, lagði hann af stað, fótgangandi, í áttina að Knightsbridge. Það var ekki kalt, en hann haíði samt farið í loðfrakkann, vegna kuldahrollsins, sem hann hafði fundið fyrir allan daginn. Hvað gat Irene tekið sér fyrir hendur, kvöld eftir kvöld, í þessu greni? Konur eru leyndardómsfuhar! Það var hægt að búa með þeim ár eftir ár, án þess að fara nærri um hug þeirra. Hvað gat það hafa verið við þennan Bosinney, sem hafði töfrað hana svo að hún hagaði sér eins og geggjuð manneskja? Um stund fannst Soames hann vera hinn göíugi riddari, sem kom til hennar til að fyrirgefa, — gleyma því hve brotleg hún var og bjóða henni nýja thveru og aht sem gerði lífið þess virði að lifa því. En svo fékk hann nrollinn aítur. Hann kreppu hnefana í vös- um loðfrakkans og skundaði áfram....... Það gekk kona á undan honum á gangstéttinni. Það var eitthvað kunnugiegt við bana, og hann fékk ákafan hjartslatt . . . jú, þetta var- Irene. Nú sneri hún inn að dyrum hússins sem hún bjó L Hann hraðaði sér á eftir henni, og náði henni um leið og hún stakk iyklinum i skráargatið. Irene sneri sér snöggt við, þegar hún heyrði fótatak hans. — Vertu óhrædd, sagði hann, lafmóður. — Ég kom auga á þig á götunni. Má ég ekki koma inn með þér svolitla stund? Hún var orðin náföl, en svo hressti hún sig upp og sagði, nokkuð róieg: — Jú, gjörðu svo veL Soames fylgdi á eftir henni inn í stofuna, og hann fann að nú var örlagastundin runnin upp. Honum fannst ruddalegt að taka skart- gripaöskjima strax upp úr vasa sínum. En ef hann gerði það ekki, hvaða ástæðu gat hann þá gefið fyrir heimsókn sinni? Rödd Irenu hafði þennan blíða, biðjandi hreim, sem hann mimdi svo vel: — Hversvegna kemurðu aftur? Skilurðu ekki að ég vil helzt komast hjá því að hitta þig? — Það er afmælisdagurinn þinn i dag, sagði hann og tók skart- gripaöskjuna upp úr vasa sínum. — Ég er með gjöf til þín. Hann þrýsti á fjöðrina og lokið spratt upp svo small i. Nælan, með sjö demöntum, glitraði við grænt flauelsfóðrið. ___ Ó, nei.... Nei, ég vil ekki eiga hana, sagði hún æst. ___Hversvegna ekki? Eigðu hana sem merki þess að þú ert mér ekki lengur reið. Lofaðu mér að sjá hvernig hún fer þér. . . . Hún hörfaði undan, en hann fylgdi eftir og reyndi að bera næl- una upp að hálsmáli hennar. - - Irene, láttu nú það gamla vera gleymt, við skulum byrja upp á nýtt. Viltu það ekki? Langar þig virkilega til að dragast upp hér, það sem eftir er ævinnar, — hér í þessum þröngu húsakynnum? Komdu aftur til mín, og þá skal ég veita þér allt sem hugur þinn girnist. Þú skalt líka vera frjáls, ég skal ekki skipta mér neitl af þínum gerðum. Ég sver það. Það myndaðist háðslegt bros á vörum Irenu, en hún svaraði ekki. — Já, hélt hann áfram. — í þetta sinn veit ég hvað ég er að segja. Það er aðeins eitt sem ég bið þig um. — Ég vil.... ég vil eignast son. Líttu ekki svona á mig. Sonur er það sem ég þrái heitast í þessu lífi.... Soames þekkti varla rödd sína, orðin komu í gusum og honum fannst hann vera að kafna. Irene starði á hann, eins og dáleidd, og það kom reiðinni til að ólga í honum. — Er það nokkuð undarlegt að karlmaður vilji eignast son með konu sinni? urraði hann. — Hvorugt okkar lifir nema hálfu lífi, án þess að hafa nokkuð til að gleðja okkur við á efri árum. Er það móðgun að ég þrábiðji þig um að koma til mín aftur, þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið? í guðs bænum segðu eitthvað! Það er ekkert of seint að byrja að nýju, — ef þú bara vilt láta undan, bætti hann svo við, og greip um hendur hennar. — Slepptu mér, hvíslaði hún. En hann hélt henni fast og horfði í augu hennar. Hún mætti augnaráði hans, án þess að blikna. — Ég er ein hérna, sagði hún rólega. —- Þú vogar þér ekki að haga þér, eins og nóttina forðum. Hann sleppti höndum hennar svo fljótt, að það var eins og hann hefði brennt sig. Gat hatrið verið svona óslökkvandi? Og það var eina skiptið sem ástríðurnar höfðu hlaupið í gönur með hann, var minningin um það svona ljóslifandi fyrir henni, eftir öll þessi ár? Yrði það þröskuldur á vegi hans um ókomin ár? — Ég fer ekki fyrr en þú hefir svarað mér, sagði hann þrjózku- lega. — Ég geri þér tilboð, sem ekki margir í minum sporum hefðu gert, og ég vil fá skynsamlegt svar. — Það getur þú aldrei fengið, sagði Irene. — Skynsemi kemst greinilega ekki að. En þú skalt fá að heyra sannleikann, miskunn- arlausan sannleikann: Ég vil heldur deyja en að snúa til þín aftur.... Soames starði á hana, mállaus af undrun. Hann var svo móðgaður að hann vissi ekkert hvernig hann átti að taka þessu. — Ég trúi þér ekki, sagði hann og smellti aftur öskjunni og stakk henni í vasann. — Þú átt elskhuga, þannig er því örugglega varið. Annars gætirðu ekki hagað þér svona bjánalega. Um leið og hann sagði orðið elskhugi, sá hann það í augum hennar að því var ekki þannig varið. Hann sneri sér að dyrunum, en gat ekki fengið sig til að fara. Það var Forsyteeðlið í honum sem streyttist á móti. Honum var ómögulegt að sætta sig við að missa það sem hann hafði einu sinni átt, þrátt fyrir allt sem á undan var gengið, hann átti bágt með að trúa því að hann gæti ekki öðlazt það af'tur, með því að standa fast á rétti sínum. — Ég fæ aldrei skilið þig, sagði hann, ofsareiður. — Ég er hvorki veikur eða vanskapaður. Ég er siðaður maður og örugglega enginn asni. Hvað er það sem þú setur svona fyrir þig? Han hafði ósjálfrátt gengið í áttina til hennar. Skelfingu lostin hörfaði hún upp að veggnum. Hann fann ilminn af hári hennar, og réði ekki við sig lengur. Hann greip um axlir hennar. — Nei, — neí! stundi hún og ýtti honum frá sér af alefli. Smánartilfinning og reiði ólguðu nú í Soames. Þetta var vonlaust, 14 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.