Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 43

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 43
væri þetta auðveldara, en það er tlóð, það er engin leið að vita hvað er ó og hvað er fen. Ef við getum haldið kanalinum myndi ég telja að við værum ekki meira en þrjár til þrjár og hólfa mílu fró Berry's Creek. Við verðum að fara yfir þennan flóa, þó opnast hóls út úr honum og þá kemur annar flói. Þar stendur hnífurinn í kúnni. — Við verðum að komast í Creek kanalinn. — Ég veit ekki um Creek kanal- inn, sagði ég óöruggur. — Er hann hérna megin við fló- ann eða hinum megin? spurði Al- ísa . — Norðan við hann, kannske svo sem hálfa mílu, svaraði Shlakmann. — Ég skal reyna, sagði ég. — Liggur snekkjan þar? — Ef kanallinn er þar, sagði Shlakmann, — þó liggur snekkjan þar. Ég gaf mótornum ofurlítið meira og jafnvel með þennan þunga Shlakmann innanborðs lyftist stefn- ið og við þutum yfir vatnið í ótt- ina að bauju og framhjá henni og vatnið ruddist út frá stefninu og varð að silfurgljáandi freyðirák á eftir okkur. Ég stýrði suður og við þutum yfir flóann. — Þetta líkar mér betur! hrópaði Shlakmann. Ég sagði honum að ég þekkti flóann og bráðum yrðum við að hægja ferðina aftur. — Við förum ekki mjög hratt, hrópaði ég yfir hávaðann I mótornum, — en þeg- ar dimmt er sýnist manni hver þumlungur af vatni vera fet, ég vil ekki festast hér í leðjunni. Það er háflóð og þar fer að falla út og það er engin fótfesta í þessum leir. Ef við ströndum á aurrifi getum við verið hér í viku, án þess að nokkur fyndi okkur. Það er ekki mikil um- ferð hér í marz. — Setjum svo að lögreglan heyrði til okkar, sagði Alfsa. — Já, hvað gæti hún gert? Þeir væru uppi á þurru landi og þeir gætu ekki séð okkur. Marhálmur- inn felur okkur gersamlega. Ef þeir hafa nokkra ástæðu til að vera tor- tryggnir, geta þeir kallað á gæzlu- bát frá Newark Bay, én af hverju ættu þeir að gera það? Þeir álíta örugglega, ef þeir heyra til okkar, að við séum aðeins unglingar á næturferðalagi okkur til gamans. Ég sagði þetta fast við eyrað á henni og Shlakmann öskraði: — Ekkert svona! Djöfullinn hirði þig, Camber. Engin leyndarmál. Ég dró af mótornum. Við vorum hvort sem er komin út á syðri enda flóans og ég varð að leita að bauj- unni, sem gefur til kynna kanal- inn, sem liggur út úr flóanum. — Við höfum engin leyndarmál, sagði ég. — Talið þið þá upphátt, reynið að snúa á mig og ég skal slíta ykk- ur bæði í sundur. — Ég er orðin dauðþreytt á svona talsmáta, sagði Alísa og and- varpaði. Er engin vitglóra til í yð- ur, herra Shlakmann? — Heyrðu mig, systir, sagði hann, — hvern andskotann held- urðu að þú sért? — Ég veit hver ég er og ég veit hver þér eruð, herrá Shlakmann. Mér líkar sízt betur við yður en yð- ur við mig, en þetta er okkar sam- eiginlegi höfuðverkur. Hversvegna hættið þér ekki að ógna okkur og reynið að hjálpa? Haldið þér að það sé auðvelt að rata í gegnum þessa votu eyðimörk að nóttu? Eig- inmaður minn gerir eins vel og hann getur. — Kjaftæði! æpti hann. — Ég skal segja þér, Camber, að ef þú þaggar ekki niður í henni, þá sauma ég saman á henni varirnar. Ég segi þér þetta bara. — Honum er ekki treystandi, hvfslaði ég útundan mér. — Gerðu það, láttu hann vera, Alísa. — Talaðu upphátt! — Ég er að þagga niður í henni. Var það ekki það sem þú vildir? Svo sá ég næstu bauju og benti á hana: — Þarna liggur leiðin Við fikruðum okkur gegnum fen- in. Þegar við vorum komin út úr flóanum þorði ég ekki að auka við mótorinn aftur. Ég var ekki einung- is óviss um kanalinn, heldur gat ég ekki gert mér neina glögga grein fyrir því hve langt við fórum, né hve langt við höfum farið og því alls ekki getið mér til um hvar snekkja Montezar lá fyrir akkerum. Svo að við siluðumst áfram í myrkr- inu, frá bauju til bauju og hugur minn og augu skimuðu og þrengdu sér út yfir kanalinn, þar til mig verkjaði í hvern vöðva í skrokkn- um af áreynslunni. Einu sinni týndum við stefnunni alveg, og ég varð að fara í hringi til að finna bauju aftur. Þetta var net af fenjagróðri og opnum renn- ég gat ekki villzt á áttum. Ég þurfti ekki annað en standa uppi í bátn- um og taka mið af Empire State turninum til að vita hvað var aust- ur og þar frá norður og suður. Áin var horfin að fullu og öllu og endr- um og eins var kanallinn ekki meira en nokkurra metra breið renna milli marhálmsrunna, en samt heppnaðist mér að fikra mig áfram frá bauju til bauju. [ fyrsta sinn frá því þessi mar- tröð mín byrjaði fannst mér ég vera að gera eitthvað raunhæft og gera það vel, hafa hugann við staðar- ákvörðun og vinna að vissu tak- marki. Ég varð því spenntari sem miðnættið nálgaðist meir, því ég vissi að það myndi verða hringt til hússins, en gat ekki getið mér þess til hvað kynni að gerast, ef sím- anum yrði ekki svarað. Myndu þau setja sig í samband við snekkjuna, myndu þau senda henni fyrirmæli um að létta akkerum og færa sig um á milli, en það var þröngt og l'^L* 1. Þessi æfing styrkir brjóstvöðvana, og eru það aðaláhrif hennar. Önnur áhrif: Uppliandleggsvöðvar, framhand- leggsvöðvar og axlavöðvar. 2. Aðaláhrif: Tvíhöfði (vöðvar framan á upp- handlcgg). Önnur áhrif: Axlavöðvar og fram- handleggsvöðvar. 5. Aðaláhrif: Styrkir brjóstvöðvana. Önnur áhrif: Framhandlegegs- vöðvar og framvöðvar axla. S 6. Aðaláhrif: Axlavöðv- ar. Önnur áhrif: Upp- handleggsvöðvar og efstu bakvöðvar. (fiilitckil Biltworker 1 hefur valdið gjörbylíingu í líkamsrækt um heim allan. Mynd- skreytt æfingatafla og þýddar æfingaskýringar fylgja hverju tæki. i Þessar myndir sýna sjö æfingar með Bullworker 2. Bullwork- er-æfingarnar eru ýmist þrýstings- eða togæfingar, og er liverri æfingu ætlaðar 7 sekúndur á dag. Olympíulið Bandaríkjanna og Vestur-Þýzkalands notuðu það tit æíinga fyrir Olympíuieikana í Tokyo 1964, og er notkun þess talin hafa átt mikinn þátt í framúrskarandi árangrí þeirra. Þótt þessi staðreynd tali sterku máli um þau not sem íþróttamenn geta haft af tækinu, cr þó hitt eftirtcktar- verðara, að það er EKKI SÍÐUR VIÐ HÆFI ÞEIRRA, SEM EKKI STUNDA ÍÞRÓTTIR, en þurfa að sýna líkama sín- um ræktarsemi til nauðsynjaþarfa. Elestir láta sig hafa það að slá slöku við, og þótt þeir „kcnni scr einskis meins“ séu „í fullu fjöri“ cins og sagt er, cr staðrcyndin engu að síður sú að þeir eru að eldast um aldur fram. Mcnn fara yfirleitt undan í flæmingi. hera fyrir sig tímaleysi, æf- ingar séu timafrekar og krefjast átaks sem þcir hafa sig skki upp í. SLÍKAR AFSAKANIR ERU ÓFRAMBÆRI- LEGAR EFTIR AÐ BULLWORKER 2 KOM TIL SÖG- UNNAR. Eftir 10 ára þrotlausar rannsóknir tókst Iiinni íieimsfrægu Max Planck-stofnun í Vcstur-Þýzkalandi að ikapa æfingatæki og æfingakerfi, scm kcmur bæði þaul- æfðum íþróttamönnuni og oftálguðum eða oftútnuðum ai- nenningi að gagni. í Bullworker 2 kcrfinu geta menn valið cftir þörfum á íiilii 24ra æfinga, en í EINFALIIASTA ÆFINGAFLOKKN- DM ERU 7 ÆFINGAR. HVER ÆFING TEKUR 7 SEK- ÚNDUR, OG ÞARF EKKI AÐ GERA ÞÆR NEMA EINU SINNI Á DAG. F.ngin ástæða cr til að fara f æfingabún- ing, því að þér getiö gert æfingarnar heima hjá yður cða á skrifstofunni, hvar sem er og hvenær scm er ÁN SVITA OG ERFIÐIS, EN EKKI ÁN ÁRANGURS. Hafi tækið ekki iannfært yður um að yður sé gagn að því, að 14 dögum liðnum, er yður frjálst að endurscnda það og mun þá endurgreiðsla fara fram umyrðalaust. Tækið fæst aðeins hjá Bullworker-umboðinu, póst- iiólf 69, Kópavogi. Sent gegn póstkröfu um land allt. 3. Aðalálirif: Príhöfði (vöðvar aftan á upp- handlegg). Önnur áhrif: Tvíhöfði og bakvöðvar. 4. Aðaláhrif; Upphand- leggsvöðvar. Önnur áhrif: Breiðvöðvar á baki. f f 7. Þessi aðferð er í flokki megrunaræfinga. Aðaláhrif: Kviðvöðvar. Önnur áhrif: Breiðvöðv- ar á baki og upphand- leggsvöðvar. ---------- Klippið hér — og sendið í dag ---------- Vinsainlegast sendið mér litmyndabækling yðar um Bullworker 2 mér að kostnaöarlausu og án skuldbind- inga frá minni hálfu. Nafn ............................................ Heimilisfang .................................... Skrifið með prentstöfum. BULLWORKER UMBOÐIÐ V/14448 Pósthólf 69 — Kópavogi 45. tbf. VIKAN 43 I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.