Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 18
monsieur Texti: Sigurður Hreiðar Hér höldum við áfram að segja i'rá verðlaunaferð Elínar Tómas- dóttur til Márokkó. Með henni var frænka hennar, Steinunn Gísla- dóttir, og blaðamaður Vikunnar. Hér segir frá prútti og prangi Marokkana, margvíslegri umferð á vegum landsins, kynnisferð um Marrakesj og leiðsögumanninum þar, einnig er lífsreynsiusaga af sólsting og ýmislegt annað. Þeir reyndu að svína á mér í hótelinu í Casablanca þessa nótt, sem við dvöldum þar. Þegar við komum aftur heim frá veitinga- staðnum Rizziani, keypti ég mér mánaðargamalt Readers Digest, það er alltaf þægilegra að líta í eitthvað undir svefninn. Ég man ekki hvað það kostaði, en ég borgaði með 10 dirham seðli og fékk 5 dh seðil og einhverja mynt til baka. Þetta var fyrsta myntin, sem mér áskotnaðist í Marokkó og þegar upp á herbergið kom, fór ég að skoða hana. Þarna voru nokkrir marokkanskir 10 frank- ar og þrír franskir frankar. Mér þótti dálítið undarlegt að fá þarna peninga þrælmerkta Liberty Francaise, en hugsaði svo, að enn væru líklega meiri tengsl milli Marokkómanna og Frakka en mig grunaði og kannski gilti eitt sem beggja í fjármálum hjá þeim. Allt um það ásetti ég mér að komast að því strax morgun- inn eftir, hve hátt frankarnir frönsku giltu í þessu landi. Þegar ég hitti SABENA for- sÞórann í Casablanca morguninn eftir, hann herra Martens, dró ég upp myntina og sýndi honum. Hann varð harður á brún og spurði, hver hefði fengið mér þessa frönsku franka. Ég sagði honum allt af létta. Þá bað hann mig að koma með sér inn á hót- elið, hvar hann fleygði frans- frönkunum þremur á borðið og hafði yfir þunga skammaræðu á frönsku. Arabarnir létu sem þetta kæmi þeim mjög á óvart, en sá, sem afgreiddi mig kvöld- ið áður, vék sér undan samræð- unum og átti af skyndingu erindi eitthvað á bak við. Yfirmaður hans endaði með að hrista haus- inn, hirða fransfrankana og þveita með lítilsvirðingu til mín þremur marokkönskum dirhöm- um í staðinn. — Maður verður svolítið að gæta sín á þessu, sagði herra Martens, um leið og hann kvaddi okkur við bílinn. — Franski frankinn er nauðalíkur dirhamn- um, en gildir tiu sinnum minna, eða tíu marokkanska franka. Og þeir eiga til að reyna að maka krók í trausti þess, að útlend- ingarnir sjái ekki í svip hvað er dirham og hvað er einn franki Liberty Francaise. í souk-inum rétt utan við Marrakesj. Þarna ægir öllu saman, fólki, fé og flugum, á.samt með hvers konar hugsanlegum prangvarningi. Þær Steinunn (t. v.) og Elín (t. h.) höfðu margt að skoða þarna í souk- inum en voru mishrifn- ar af, til dæmis leizt þeim illa á kjötbúðirnar og fannst lyktin þar vond. Hér hefur úlfaldinn skipt um eiganda og þrjózkast nú eins og asninn við örkina forð- um, Milli Casablanca og Marrakesj. Myndin er tekin fram úr renónum og sýnir vel landslagið á þess- nm slóðum og þann búpening, sem tíðk- ast þarna. Þegar stráksi sá bíl- inn stanza, sleppti hann lambinu og kom hlaupandi. En rollan fór að kara afkvæmi sitt. flótel Mamounia í Marrakesj. Ég var af og til að hugsa um þetta á akstri okkar til Marra- kesj, perlu suðursins, fyrrverandi höfuðborgar Marokkó. Mig hafði svo sem órað fyrir því, að íbúar þessa lands kynnu að vera lang- seilnir í auragræðgi sinni, en þessari bíræfni, að prakka upp á mann 90% verðminni mynt annars lands, hafði ég ekki reikn- að með. Já, sannarlega væri betra að standa klár að þessu fólki. Þrátt fyrir óvanalegt landslag á íslenzkan mælikvarða var ferðin til Marrakesj, eitthvað um 300 kílómetra, heldur tilbreytingar- laus. Vegirnir eru mjög góðir þarna, ýmist malbikaðir eða olíu- malbornir, og hann Guðmundur okkar var sjaldan undir 115 km hraða, þegar umferð leyfði. En hún er margbreytileg, litlir bíl- ar af öllum togum, kerrur marg- víslega upphugsaðar og samsett- ar, með öllum hugsanlegum skepnum fyrir; traktorar, reið- hjól, mótorhjól — og hjólin jafn- vel með tengivögnum aftan í — handvagnar og jafnvel sleðar. Dráttar- og áburðardýr eru að- allega asnar og múldýr, en stöku maður býr svo vel að eiga hest — þeir sýndust þó í minnihluta. Kýr og kindur bar iðulega fyrir augu, venjulega í hópum og hirð- ir hjá. Kýrnar eins og gengur og gerist, en sauðfé með lafandi eyru og langan, sveran hala, ann- ars þokkalegustu rollur. Á einum stað sáum við piltung með ný- fætt, agnarlítið lamb en rollan gekk á eftir, við Guðmundur héldum, að lambið væri dautt og einhverra hluta vegna nam Guð- mundur staðar. Þegar strákgi sá það, koma hann hlaupandi, harla reiðilegur í fasi og þusaði ein- hver ósköp á arabísku eða frönsku, ég skildi hann ekki. En þegar hann lagði lambið frá sér, kom kindin að því og fór að kara það; þá sá ég það hreyfa sig og heyrði það jarma veikt. Svo það var þá lífs. En svona kreista hefði verið kölluð síðgotungur heima á fslandi. Strákur var enn að þenja kjaft við Guðmund og var nú farinn að ota að mér hol- um lófa með ógnvekjandi fasi, trúlega hefur hann verið að krefja mig greiðslu fyrir þá ó- svífni að munda að honum myndavél, en ég skil ekki frönsku og enn síður arabísku, alls ekki þegar annað hvert orð er dirham. Mér var farið að leið- ast þetta og ég gaf Guðmundi merki um að halda áfram og hann gegndi því fáu, fyrr en annar 18 VIKAN 45- «*• 45. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.