Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 45

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 45
flotholtið; það var engan veginn hár skellur þegar alumíníumið skall ó því en mér fannst það berg- mála í þögulli nóttinni. Við AKsa skriðum fram f. — Daman verður kyrr í bótnum, hvíslaði Shlakmann. — Þú kemur með mér. Alísa byriaði að mótmæla en ég hristi höfuðið. — Gerðu nú það sem við segjum. Bíddu hér. Ég bjarga mér. Framhald í næsta blaði. Framhald af bls. 23. Smám saman neyddist kona í miðri röðinni að tylla sér á tær. Hún veifaði handleggjunum í örvæntingu eins og vængjum — og eins og vængir sýndust þeir lyfta henni upp í loftið. Hún leið hægt og þokkafullt út af svið- inu og tók að svífa í áttina út- yfir salinn. Nú spörkuðu þær allar æðis- lega í kringum sig til að fá ein- hversstaðar fótfestu. En upp svifu þær — sumar beint, sumar útyfir salinn og sumar hring- snerust í dragsúgnum, sem kom inn öðrum megin á sviðinu. Robert starði upp, þrumu lostinn. Ambrose starði upp, dauðfeg- inn. Loftið var fullt af svífandi konum, sem iðuðu á hinn furðu- legasta hátt. í augum Roberts var þetta martröð, hræðileg og óhugnanleg. í augum Ambrose var þetta fegurðin sjálf, bæði það sem hann sá og það sem hann vissi að myndi fylgja. Fyrirsagnir dagblaðanna næstu daga voru sumar harð- orðar, sumar áfellandi. En allar voru þær útfararsöngur yfir vonum Roberts. Hann var sak- aður um að hafa reynt að vekja ótímabæra bjartsýni í brjóstum miRjóna heimsbúa, síðan látið aRt falla um sjálft sig. Ambrose fannst þetta órétt- látt. Þarna hafði svo sannarlega verið um upplyftingu að ræða, en enginn gat með réttu sakað Robert um að hafa látið neitt niður falla. Þessi dæmigerða ónákvæmni blaðamanna var einkum bersýnileg í einni sér- staklega viRandi fyrirsögn: HRUN ALHEIMS- BRJ ÓSTAH ALD ARANS. Hvað sem segja mátti um at- burðinn var það að minnsta kosti ekki hægt að segja með réttu að þar hefði orðið neitt hrun. Staðreyndin var hinsvegar sú að bæði þurfti brunaliðið og flug- björgunarsveitina til að ná þess- um svífandi konum til jarðar. En draumurinn var allur, á þvi gat enginn vafi leikið. Eng- inn myndi taka Robert alvar- lega aftur. Robert tók þessu vel, nokkr- um vikum seinna mátti sjá í smáletursdálkum blaðanna aðra frétt, letraða miklu smærra letri og á allan hátt miklu minna áberandi: AUÐUGUR MANNVINUR SNÝR SÉR AFTUR AÐ IÐNAÐI. Nú var kominn tími til að hnýta saman lausa enda, tími til að horfast í augu við staðreynd- irnar, tími til að snúa aftur til þess sem áður var. Ambrose hafði nú þegar snúið aftur og lét fara vel um sig í sínu notalega risi, hann sat og beið eftir endurkomu ástvina sinna. Eitthvað það fallegasta hljóð, sem hann hafði nokkru sinni heyrt var hljóðið í brotnum viði og mölvuðum búsáhöldum, þeg- ar flutningamennirnir komu aft- ur með Blossom húsgögnin á sína réttu staði. 13. Það var að draga úr spenn- unni. Þessi æðisgengnu ferðalög frá einni borginni til annarrar, frá heitum, mollulegum flug- völlum, til kaldra og veðrasamra, af einkafundi í einkasamræður, allt þetta heyrði til liðnum tíma. Presto var að breytast í vin- samlegt o.ndante. Þegar Robert stóð aftur í sínu eigin anddyri og horfði á mennina koma með skápa og stóla og sá hve kunn- áttusamlega Harriet stýrði þeim með hvern hlut þangað sem hann átti heima, varð hann að viðurkenna að hann hlakkaði til að njóta rósemdar komandi daga. Þegar plötuspilarinn hans var borinn inn í stofuna, hlýnaði honum innvortis. Það var svo langt síðan hann hafði stjórnað nokkrum tónleikum. Þau myndu hreiðra þægilega um sig á ný, taka upp þráðinn þar sem hann hafði verið lagður niður, og vera ánægð með heimilislífið, sem alltaf haði verið svo gott. Þau myndu snúa frá agitato til legato. — Ef þetta er það síðasta, sagði Harriet og kom framan úr eldhúsinu í kjölfar litla manns- ins, sem hafði verið að taka upp mataráhöldin, — ætla ég að gefa okkur öllum gott te. Sem hún mælti þetta komu tveir menn inn i anddyrið með stóra kommóðu. — Upp, sagði Harriet stuttara- lega. Framhald f naasta blaði. 45. tb! VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.