Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 48

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 48
tóSöttftMtrat Framhald af bls. 15. Meðal stúdenta í Oxford var mikið rætt og rifizt um Búastríðið. Ungu mennirnir skiptust í tvo flokka, sem báðir voru jafn rauð- glóandi af áhuga. Stærri hópurinn var sá íhaldssami, sem hélt því fram að bezt væri að ganga frá Búunum, eitt skipti fyrir öll, og fá þetta mál út úr heiminum. Þeim hópi fylgdi Val Dartie. Hinn hópurinn var róttækari, fámennari en miklu háværari. Þeir vildu láta hætta stríðinu, veita Búunum sjálfstjórn. Jolly, sonur Jos var meðal þeirra sem áttu erfitt með að taka afstöðu. Hann hafði erft það mikið af réttlætiskennd afa síns, að hann var því mótfallinn að skoða málin aðeins frá annarri hliðinni. Jolly fór heim í jólafríinu, en það var heldur leiðinlegt. Faðir hans var í París, og hann hafði ekki margt að tala um við systur sínar. Það var engu líkara en að múrveggur hefði 'risið milli hans og Holly. Hann eyddi tímanum í að æfa sig í boxi, fór í langa reið- túra, keypti byssu og kom sér upp skotbraut. Hver veit nema að það væri réttast að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða, og verða þátt- takandi í því að tryggja Englandi völdin í Suður-Afríku. Var það ckki skylda hans nú, þegar verið var að leita að sjálfboðaliðum í riddaraliðið? Einn daginn varð hann áhorfandi að nokkru, sem vakti ofsalega reiði hans, — hann sá til tveggja reiðmanna milli trjánna í garð- inum. Kcnan var greinilega Ilolly systir hans á opalgráa gæðingn- um sinum og hann sá ekki betur en að fylgdarmaður hennar væri enginn annar en spjátrungurinn hann Val Dartie. Fyrsta hugsun Jollys var að ríða til þeirra, spyrja hvað þetta ætti að þýða, og biðja svo Val Dartie um að hverfa sem fyrst á brott. En ef Val.neitaði að hlýða því? Það yrði of auðmýkjandi. Það var ekkert annað að gera fyrir hann en að ríða heim og bíða eftir Holly. Þegar hún loksins kom, eftir langa mæðu, var hún rjóð í kinnum og ljómandi í framan, og Jolly fannst hún vera fallegri en hún hafði leyfi til að vera. Hðt'ltíiarluitlir INN< ÚTI BÍLSKÚRS SVALA NURÐIR ýhHi- & tltikurtir H □ . VILHJÁLMSSDN RÁNARGÖTU 12 5ÍMI 19669 V Þér soariO neð áskrift VIKAN Skipholti 33 - slmi 35320 V_____________________________________) — Ég sá þig í Richmond garðinum með Val Dartie, sagði hann ásakandi. Honum fannst það persónuleg fróun að hún roðnaði, hún hafði líka ástæðu til að skammast sín. — Og hvað um það? spurði hún. Jolly varð undrandi yfir því hve borginmannleg hún var. — Þú veizt þá kannski að hann kallaði mig Búavin í Oxford fyrir skömmu, já við slógumst út af því. Hvernig dettur þér í hug að fara í reið- túr með honum? Án þess að biðja um leyfi? Hvern á ég að biðja um leyfi? Pabbi er ekki heima. Og hví skyldi ég ekki fara í reiðtúr með hverjum sem mig lystir? — Þú getur farið í reiðtúra með mér, sagði Jolly reiðilega. — Val er ekki treystandi, það get ég sagt þér, eitt skipti fyrir öll.... Holly varð náföl af reiði. — Ég held að þér skjátlist þarna! Það er bara það að þú hefir horn í síðu hans.... Hún þaut fram hjá bróður sínum, sem varð alveg undrandi yfir framferði hennar, og hvarf út um dyrnar...... Þegar Jo Forsyte ákvað, í byrjun desember, að fara til Parísar, þá viðurkenndi hann ekki fyrir sjálfum sér að það væri vegna þess að Irene væri þar. En hann hafði ekki dvalið lengi í París, þegar honum varð ljóst að sú væri eina ástæðan.... •— Engin önnur kona hefir haft svo djúp áhrif á mig eins og Irene, hugsaði Jo, þegar hann, nokkrum dögum eftir að hann kom til Parísar, sat og beið eftir henni, í móttökuherbergi hótelsins. Vikadrengur opnaði dyrnar, og þar stóð hún. Andlitið, brosið og vaxtarlagið, allt var eins og hann mundi svo vel, og svipur hennar sagði, greinilegar en orð: — Velkominn, vinur minn.... — Jæja, hvernig líður vesalings flóttakonunni? sagði hann glettnislega, til að leyna tilfinningum sínum. — Soames hefir lík- lega ekki látið heyra neitt frá sér? — Ekki eitt einasta orð. — Ég leigði út íbúðina þína, og eins og hver annar trúr og dygg- ur þjónn, kem ég með peninga til þín. Hvernig finnst þér að vera í París. 48 VIKAN 45- tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.