Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 41
Þessi hendi heldur á pakka sérstaklega gerðum til þess að vernda og halda hinum sérstæða keim gæða tóbaksins sem notað er í Philip Morris Multifilter sígaretturnar Gæðaframieiðsla frá Philip Morris Inc. í allar áttir, svínaði jafnt á stóra bíla sem litla og ætti um lands- byggðina á 150 km hraða. Ég sat stjarfur við hlið hans í röskan klukkutíma og trampaði á ímyndaða bremsu, en svo rann honum ofurlítið reiðin. Hann nam staðar í vegarkanti, otaði að mér einum fingri og sagði föðurlega. — Mamounia kapút! Fez — Thomasdotter. Meknes — Thom- asdotter. Rabat — Thomasdotter. Og til áherzlu skrifaði hann með vísifingri og þumalfingri út í loftið, í hvert skipti, sem hann sagði Thomasdotter. Ég flýtti mér að segja já á sjö tungumálum, og eftir þetta endurheimti hann gleði sína og ók eins og maður. En þá voru ekki eftir nema 550 kílómetrar til Fez, og þar tökum við upp þráðinn í næsta hluta frásagnarinnar af verðlaunaferð Elínar Tómasdóttur til Marokkó. ☆ Framhald af bls. 29. Hackensack er ekki breið ó. Hún á upptök sín uppi í sveit, eitthvað tuttugu mílum norðar en við vor- um núna og rennur lygn beint nið- ur á flatneskiuna, þar sem hallinn er svo lítill í henni að strax svo að segja fer að gæta mismunar flóðs og fjöru. Nokkurra mílna vegalengd heldur þetta flóðasvæði lögun ár- innar og liggur í ótal hlykkjum: bakkarnir þéttsetnir verksmiðjum, sem ausa óhreinindum og efnum út í lygnt og fúlt vatnið og yfir hana liggur þétt net af gömlum járnbrautarbrúm og þjóðvegarbrúm; síðan liggur hún út í fenin, þetta gríðarlega stóra fenjaland, kenni- leitalaust svæði, sem er jafn stórt og Manhattan og rétt steinsnar austur af Manhattan. Þegar óin kemur út í fenin týnir hún bökkum sínum. Þarna eru fóein mið og baujur, en að mestu leyti verður maður að skynja hvert förinni er heitið, finna hvar maður er, lóta hugboðið stjórna sér. Þar sem við vorum núna, var þetta ennþá ó, og ég hélt mig á miðju þessu sundi og stýrði hægt suðureftir. Shlakmann vildi að ég yki hraðann og guð veit að mig blóðlangaði til þess sjólfan, en ég kom honum í skilning um, að það væri heimska að þeysa ofan eftir dimmri ó um nótt. — Þar að auki, sagði ég, — vilj- um við ekki vekja neina sérstaka athygli á okkur. Það er nógur há- vaði í mót.rnum eins og er, ef ég gef honunr meira verður hávaðinn eins og í flugvél. — Þekkirðu þessa á? — Ég bekki hana nógu vel til þess að komast ofan í fenin, sagði ég- Við þrjú vorum þögul, þegar við runnum ofan eftir ánni niður að fenjunum. Ég sat öðrum megin í skutnum með hendina á stjórnar- armi utanborðsmótorsins, en Alísa hinum megin. Einu sinni lagði hún hönd sína yfir mína og þrýsti fast. Ég get ekki lýst því hve þakklátur ég var fyrir þetta merki um nokkra fyrirgefningu, en ég sagði ekki neitt. Shlakmann sat frammi í stafni, afkáralega stór og sköpulagslaus. Ég var feginn að ég sá ekki and- litsdrætti hans í myrkrinu; ég hafði enga ánægju af að horfa á hann. Brýrnar bjuggu yfir sínu eigin lífi, þegar við fórum undir þær. Sumar þeirra nötruðu af bílaum- ferð. Einu sinni þaut lest yfir höfð- um okkar, endalaus röð af myrk- um tónum og glamrandi flutninga- vögnum. Einu sinni hrópaði einhver eitthvað til okkar. En að mestu leyti vorum við í okkar eigin heimi, heimi sem var langt burtu frá húsaþyrpingunum, fólkinu, verzlununum og búðunum, sem lögðu undir sig þurrlendið í kring. Allt þetta var langt í burtu frá okkur og skilið frá okkur af þessum sérkennilegu endimörkum menningarinnar, sem heitir ár- bakki. Jafnvel að degi til er á eins og Hackensack sérstæður og einstæður staður. Á náttarþeli er hún sinn eig- in heimur og þegar tunglið hækk- aði á himni og breyttist úr appel- sínugulu í silfurblátt, var áin jafn- vel enn fjarlægari heiminum i kring. í fyrstu glampaði tunglið á verksmiðjunum á vestari bakka ár- innar, en eftir þvl sem við nálg- uðumst fenin meir tók vatnið á sig æ meiri silfurblæ og jaðraðist sam- an við myrkrið með draugslegri endurspeglun. Við renndum fram úr ármynninu út í nyrðri jaðar fenjanna og Shlakmann sagði: — Camber — veiztu hvar Berry's Creek kanallinn er? Við vorum nú á eins konar flóa, sem er sæmilega stór í dagsbirtu og virðist griðarlega víðáttumiki11 í tunglsljósi, umkringdur háum, þurr- um marhálmi, sem teygðist enda- laust til vesturs og myndaði vegg í austur milli okkar og Jersey járn- brautarinnar. Þar í fjarska sáum við Ijósin á bílunum, sem þutu eftir þessari miklu hraðbraut og lengra, yfir brúnni, Ijósnálina sem var turn- inn á Empire State Building. — Ég held ég geti fundið Berry's Creek, að degi til, sagði ég. — Það er ekki dagur núna. — Ég ætla að reyna að finna kanalinn — drottinn minn, heldurðu að ég ætli ekki að reyna að finna hann? — Hve langt er héðan til Berry's Creek? — Ég veit það ekki. Ég benti á fyrsta miðið og beindi athygli Shlakmanns að því. — Þarna er mið. Áin rennur gegnum fenin, en hún hefur enga bakka. Ef nú væri fjara 45. tw. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.