Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 16
Aristoteles Sokrates Onassis sýndi fliótt óvenjulega hæfileika til að bjarga sér ó hættustundum. Eins og áður var sagt, var hann aðeins sext- ón ára, þegar Tyrkir hófu hina blóð- ugu innrás í fæðingarbæ hans, Smyrnu. En hann notaði hæfileika sína til að koma sér vel hjá báðum stríðsaðilum og gat farið frjáls ferða sinna, en samlandar hans voru ann- aðhvort settir í fangelsi eða skotn- ir. En hinn ungi Aristo hugsaði ekki eingöngu um sjálfan sig, hann not- aði aðstöðu sína til að hjálpa skyld- fólki sínu og vinum. Móðir Onassis. Fyrst hugraði Aristo um stjúp- móður sína og systur, kom þeim um borð í amerískt skip, sem lá í höfninni í Smyrna. Þá fór hann til að finna ömmu sína, en hún var horfin. Nágrannarnir sögðu að her- menn hefðu farið á brott með hina sjötíu ára gömlu konu. Aristo hafði aflað sér vegabréfa og þess vegna gat hann leitað í fangabúðunum, en það bar engan árangur, amma hans var horfin. Þá sneri hann sér að málefnum föðurins, sem sat í fang- elsi nálægt Cunak — aðalstöðvum herlögreglunnar, sakaður um þátt- töku í grísku þjóðernishreyfingunni og aðra „glæpi". Þar voru um þrjú hundruð aðrir fangar, sem biðu dóms fyrir sömu „glæpi". Aristo gat farið frjáls ferða sinna í fang- elsinu, hann heimsótti oft föður sinn, tók skilaboð frá öðrum föng- um og smyglaði tóbaki og pening- um til þeirra frá ættingjum þeirra. Margir þessara fanga vissu að það beið þeirra ekkert annað en dauðinn, og daglega komu tyrkn- eskir fangaverðir, kölluðu upp nöfn tíu til tuttugu fanga, sem svo voru færðir burt og enginn heyrði neitt frá þeim meir, fyrr en einn fang- 16 VIKAN 45 tbl- ANNAR inn kom aftur og sagði frá því sem skeð hafði. Socrates Onassis sagði syni sín- um frá þessu, með tárin í augun- um. Maðurinn sem slapp hafði ver- ið dreginn fyrir herrétt með hinum föngunum, þar sem liðsforingi romsaði ákærurnar upp. Svo var kveðinn upp dómur, flestir fengu dauðadóm, og þeir voru látnir standa á bekk og hengdir upp á hálsinum. Síðan var bekknum sparkað undan fótum þeirra. Nafn- ið á manninum sem komst undan var ekki á listanum, þess vegna var hann færður aftur í fangelsið. Fangarnir vissu að þetta voru ör- lögin sem biðu þeirra allra. Aristo var ákveðinn í því að bjarga föður sínum. Hann gekk á milli tyrkneskra vina fjölskyldunnar og fékk fimm- tíu þeirra til að fara til lögreglu- stöðvarinnar og mótmæla handtöku Socratssar Onassis. Þetta biargaði lífi hans, en hon- um var ekki sleppt úr haldi. Aristo var orðinn alveg félaus um þessar mundir, en lánið var ekki laust við hann. Hann hitti einn af tyrknesk- um vinum föður síns, Sadik Topal, sem saqði honum að hann hefði átt töluvert af verðbréfum, skrautgrip- um og poningum í öryggisgeymslu á skrifstofu föður hans. Þar sem Sadik var Tyrki var það ekki nein- um vandkvæðum bund'ð að fá leyfi til að leita í rústunum. Þeir fóru með liðsforingja og tvö vitni með sér til skrifstofubyggingar föður Aristos. Það rauk ennþá úr rústun- um, en þeir fundu peningaskáp- inn. og Sadik fékk allar sínar eigur. Þetta var tækifæri sem Aristo mátti ekki láta ganga úr greipum sér. Hann fór fram ó það að fá að leita að eignum föður síns og ann- arra og það var leyft. Hann fann einkahólf föður síns og í því voru fleiri þúsund tyrknesk pund, sem fjölskyldan átti. En Aristo náði því ekki að bjarga föður sínum. Tyrkirnir sendu út þau boð að allir grískættaðir menn, á aldrinum 17—45 ára, skyldu skrá- settir og annaðhvort reknir úr landi eða settir í fangabúðir. Aristo var ekki orðinn 17 ára, en sá tími nálgaðist óðum, og vinur hans, ameríski konsúllinn Parker, ráðlagði honum eindregið að koma sér burtu, það gæti verið lífshætta fyrir hann að bíða eftir því að fað- ir hans losnaði úr fangelsinu. Fjöl- skyldan var öll komin úr landi, það var aðeins amma Aristos sem var HLUTI horfinn, og það heyrðist aldrei neitt fró henni. — Eg ræð þér til að fara frá Smyrnu, þú getur komizt með ame- rískum tundurspi11i, sagði Parker. Þetta var hræðileg klípa. Aristo fór til föður síns. — Þú verður að fara, sagði Socrates Onassis. — Fjölskyldan þarfnast þín, Aristo. Aristo lét undan, nauðugur þó. Þegar hann kom til föður síns í síðasta sinn, til að kveðja hann og færa honum mat, peninga og tóbak, kom höfuðsmaðurinn, yfirmaður Þannig var Onassis á æskuárum sínum. fangelsisins til hans. Hann sneri sér að einum liðsforingjanna, benti á Aristo og sagði: — Færið hann inn á skrifstofu mína! Aristo var tregur en það þýddi ekkert að mótmæla. Hvað skyldi höfuðsmaðurinn vilja honum? Hann var búinn að fara frjáls ferða sinna innan fangelsisins í fleiri vikur, og bæði höfuðsmaðurinn og fanga- verðirnir þekktu hann vel. — Setztu, sagði höfuðsmaðurinn, þegar þeir voru orðnir einir. — Hvaðan hefur þú peningana sem þú færðir föður þínum? Hve mikið var það? Upphæðin var 400 tyrknesk pund (um 90 þúsund krónur). Höfuðs- maðurinn spurði frekjulega: — Var þetta peningaupphæðin, sem þú tókst úr peningaskáp föður þíns? Hvar er afgangurinn? — Ég hef þurft að nota mikla peninga, sagði Aristo. — Ég trúi ekki einu orði af því sem þú segir, sagði höfuðsmaður- inn reiðilega. — Þú lýgur! Hve mikið hefir þú látið hershöfðingj- ann hafa? Nú fór Aristo að skilja hvað hann var að fara. Höfuðsmaðurinn hat- aði hershöfðingjann, og hélt því fram að Aristo hefði mútað hon- um. — Ég hefi ekki látið hann hafa neina peninga, sagði Aristo. — Ég hefi ennþá afganginn Höfuðsmaðurinn vildi ekki trúa honum. — Þú getur sagt það hverj- um sem er, öskraði hann. Svo hélt hann áfram: — Niður í kjallara með þig! Við skulum sjá hvort þú lin- ast ekki eftir hýðingar sjctta hvern t:ma. Við skulum sjá hvort við fá- um þá ekki að heyra sannleikann. Síminn hringdi cg höfuðsmað- urinn var boðaður á áríðandi fund. Þegar hann fór sagði hann við her- mann, sem var á verði á gangin- um: — Passaðu vel upp á þennan strák, ég þarf að tala betur við hann, þegar ég kem aftur. Nú varð Aristo alvarlega hrædd- ur. Fyrir utan töluverða peninga- upphæð, var hann lika með áríð- andi skjöl og leynilsg skilaboð frá samföngum föður sms! Hermaðurinn ýtti honum með bvssustingnum út í fangelsisgarð- inn og lét hann ganga þar fram og aftur. Það liðu fimmtán mfnút- ur þangað til Aristo tók ákvörðun. Hann sagði við sjálfan sig að hann hefði aðeins einn möguleika. Ef þeir næðu í skjölin, sem hann hafði meðferðis, yrðu bæði faðir hans og meðfangarnir skotnir. Hann varð að flýja . Hermaðurinn og Aristo höfðu gengið hlið við hlið, en nú fór gAristo að draga't aftur úr. Hann náði því að dragast það langt aftur úr að nokkurt bil var milli hans og varðmannsins og þegar varðmað- urinn sneri við við hliðið nctaði hann tækifærið og smeygði sér út fyrir. Hann slapp. Hann hljóp í fimmtán mínútur, án þess að Hta við, og þá var hann komrnn að ameríska verndarsvæðinu. Þegar hann sagði Parker sögu sína, var konsúllinn skjótur til bragðs. Hann benti Aristo á stórt skrifborð, sem var með renniloku, og sagði: — Skríddu þarna inn! Svo dró hann lokuna fyrir. Aristo kreppti sig saman í skrif- borðshólfinu, og honum fannst heil eilífð þangað til hann heyrði í tyrkn- esku hermönnunum, sem ruddust inn í skrifstofu konsúlsins. Aristo heyrði foringjann segja að ungur fangi hefði strokið. Þeir voru alveg vissir um að hann hefði komizt inn

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.