Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 2
Fyrir rúmum tíu árum buðu Samvinnutryggingar.fyrst allra
tryggingafélaga hér á landi, HEIMILISTRYGGINGU, og nú er’hún talin
sjálfsögð trygging fyrir heimilið og fjölskylduna.
HEIMILISTRYGGING tryggir allt innbú fjölskyldunnar fyrir
tjónum af völdum bruna, vatns, innbrota og þjófnaðar. Húsmóðirin og
börnin eru slysatryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygging
fyrir alla fjölskylduna er innifalin.
HEIMILISTRYGGING er ódýr,
kostar frá kr. 300,00 á ári, og hún er
hagkvæm fyrir allar fjölskyldur.
ÁRMÚLI 3 * SÍMI 38500
SAMVIIMMJTRYGGIINGAR
Oviðráðanleg
ábyrgð
Mönnum er í fersku minni
dómurinn um séneverbátinn
úr Grindavík, sem dæmdur
var af eiganda sínum þótt sá
góði maöur hefði hvcrgi ná-
lægt smyglinu komið og sjálf-
sagt aldrei látið sér detta í
hug, að hægt væri að fleyta
koppnum til Hollands hvað
þa heim aftur. Oþaríi er að
riíja upp viðbrögð fólks við
þeim dómi eða hvern enda
hann fékk.
En cr ekki tímabært að
hyggja ögn að því, hvort lög
um ábyrgð margs konar séu
ekki úrelt og ranglát? Ég fæ
íil dæmis ekki betur skilið,
en eigandi trésmíðaverkstæð-
is með 100 manns í vinnu sé
ábyrgur, ef einhver strákgop-
inn tekur vélsög og rekur
hana í rassinn á kumpáni sín-
um til ao sjá hvernig honum
verður við. Ég fæ ekki betur
séð, en eigandi bifreiðar sé
ábyrgur, ef steinn hrekkur
undan hjóli bílsins og veldur
skaða á nálægu verðmæti.
Mér er sagt, að jarðareigandi
sé ábyrgur, ef strákur ganar
í hugsunarleysi upp á súr-
heysturn á býli jarðareigand-
ans og dettur ofan í turninn,
þótt eigandinn hafi hvergi
verið nærri né fengið rönd
við reist. Mér skilst. að ef sjó-
maður meiðir sig eða verður
fyrir búsifjum af því að skip-
ið fær á sig sjó og illviðri, sé
eigandi skipsins ábyrgur
gagnvarl því. Og þannig
mætti lengi telja.
Gæti ekki margnefndur
ódómur um séneverbátinn
orðið til þess, að öll lög um
ábyrgð séu endurskoðuð með
tilliti til þess, að þar séu ekki
fráleitar ábyrgðarkröfur á
hendur mönnum, sem ómögu-
lega geta verið með nefið svo
nærri, að þeim sé kleift að
koma í veg fyrir óhöppin? Á
sama hátt og gera verður
kröfu til allrar réttmætrar
ábyrgðar einstaklinganna,
hljóta einstaklingarnir að
krefjast þess, að þeim sé ekki
lögskipuð meiri ábyrgð en
unnt er að standa undir.
V 'J
2 VIKAN 45-tbl-