Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 6
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR 6pStóVEGI22-M SÍMAR: 30ZB0-322GZ Gólfdúkur — plast, vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar -- stærðir 7'/2Xl5, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baSgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Mólning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóSur — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. L_______________________________________________________________________✓ ENGLAND OG FÆREYJAR Kæri Póstur! Þú ert svo úrræðagóður og vilt öllum gott gera. Mig langar að biðja þig að gera mér greiða. Mig langar til að eignast pennavini í Færeyjum og Englandi. — Þeir mega vera á aldrinum 16—20 ára, bæði stúlkur og drengir. En ég veit ekki, hvernig ég á að snúa mér í þeim efnum. Ég skrifa bara á íslenzku. Nú langar mig að biðja þig að koma nafninu mínu í færeyskt og enskt blað, ef þú getur. Aðaláhugamál mín eru pop-músik, ljósmyndir, tízkuklæðnaður og hestar. Svo hef ég mikinn áhuga á að fara bæði til Færeyja og Englands og vera þar í ár og læra málin og kynn- ast þjóðunum. Mér finnst Vikan alveg stórfín, sérstaklega Saga Bítlanna og Gissur gull- rass. Þúsund kossar, Póstur góður, og fyrirfram þakk- læti fyrir svarið. Jonný. Það er engin leið fyrir þig að skrifast á við Eng- lendinga, fyrr en þú ert orðin sendibréfsfær á ensku. Hins vegar geturðu skrifazt á við Færeyinga á islenzku. Þeir geta auð- veldlega lesið íslenzku og skilið hana, og við getum einnig lesið færeysku að mestu lcyti, þótt við eigum ekki auðvelt með að skilja talmálið vegna óvenjulegs framburðar. Við ráðleggj- um þér því að skrifa stærsta blaði Færeyja, Dimmalættning, Þórshöfn, og biðja þá að koma nafn- inu þínu á framfæri. Láttu brezka ljónið bíða, þar til |>ú hefur lært málið. TERTUBOTNARNIR SVÍNAFÓÐUR? Kæra Vika! Ég hef skrifað þér nokkrum sinnum áður og þú hefur alltaf svarað mér. Ég les alltaf Póstinn þinn og hef gaman af honum. Sérstaklega les ég með áfergju allt sem snertir einkamál lesenda þinna, en það er sennilega af því að ég er svo forvitinn og hnýsinn um hagi annarra. Mér finnst mjög fróðlegt, þegar fólk snýr sér til þín með vandamál sín. Og það verður að segja þér til hróss, að þú hefur skánað í seinni tíð. Hér áður var slíkum bréfum, sem skrif- uð eru í fúlustu alvöru, alltaf svarað með útúr- snúningum og skætingi. Mér fannst það alls ekki réttlátt. Upp á síðkastið hefur slíkum bréfum ver- ið svarað mestan part í al- vöru, eins og vera ber. Litlu vandamálin kunna að virðast fáfengileg í augum annarra, en það hafa allir við slík vandamál að stríða, og þau geta orðið býsna stór í augum manns sjálfs. Jæja, en sleppum þessari þvælu. Erindið sem ég á við þig í þetta sinn er að segja þér sögu, sem ég heyrði nýlega og þótti mjög góð. Kannski er hér um kjaftasögu að ræða, en það þarf alls ekki að vera. Hún gæti að minnsta kosti verið sönn, hvort sem hún er það eða ekki. Sagan er á þessa leið: Það hefur verið mikið fjasað út af tertubotnun- um, sem fluttir hafa verið inn í tíð núverandi og auð- vitað hæstvirtrar ríkis- stjórnar, svo að öllum kurteisisreglum sé nú fylgt. Þessir tertubotnar hafa ákaft verið gagnrýndir. Þeir hafa orðið eins konar gagnrýnistákn stjórnar- andstöðunnar. Þessir bless- aðir botnar hafa lítið sem ekkert selzt og þess vegna hljóta þeir að hafa skemmzt í stórum stíl. Og þá kemur rúsínan í pylsu- endanum: Svínahirðir, sem vinur minn segist þekkja, og býr fyrir austan fjall, segist um daginn hafa fengið gefins hjá heildsala nokkrum 400 skemmda tertubotna! Hann sagði, að þetta væri alveg fyrirtaks svínafóður og lof- aði ríkisstjórnina ákaft fyrir ótrúlega framsýni og hugulsemi í garð svína- ræktenda! 6 VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.