Vikan


Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 14.11.1968, Blaðsíða 33
oft sálfræðingar, glæpafræðingar, hellnafræðingar, grafarar, leyni- lögreglumenn, efnfræðingar og heilbrigðissérfræðingaf. Sálgreinar segja að í undir- meðvitund manna sé eitthvert samband milli gulls og útferðar úr endaþarmi (samanber orð- tækið að hafa peninga eins og skít), svo og milli gullsins og djöfulsins. Einnig kynhvötin er á dularfullan hátt tengd gullinu. Það mun regla að karlmenn beri því meira fé á konur sem þeim er erfiðara um vik að gagnast þeim með öðru móti. Af öllu þessu má ljóst vera að áhugi fyrir peningum liggui' drekamanninum í blóðinu. Hann dregst að gullinu á mystískan hátt, sem að svo mörgu öðru. Hann getur verið sparsamur eða gegndarlaus eyðsluhít, en oftast safnar hann peningum af mikilli ákefð, er óragur við áhættur og lætur í verri tilfellum tilganginn helga meðalið. Því er venjulega tiltölulega margt um fjársvikara, spekúlanta og skattþjófa í merki þessu. í einstaka tilfellum ala dreka- menn þó með sér andstyggð á eigin féhyggju, svo að þeir forð- ast að safna peningum og lifa þá gjarnan sem hálfgerðir bó- hemar. dþ. Marokkó Framhald af bls. 21. eftir skugganum, svo margvís- legur útbúnaður er þarna fyrir hendi til að skapa sér myrkur um miðjan dag. Það var svo heitt úti á svölunum, að ekki var kom- andi við steininn, svo ég brá mér í svalandi bað en stelpurnar sett- ust út á svalir til að njóta sólar- innar. Ég skildi svaladyrnar eftir opnar, en þegar ég kom aftur fram nýbaðaður, hafði verið gerð innrás í herbergið. Það var krökkt af smáfuglum, sem ég þekkti ekki með nafni, og mátti víða sjá viðkomu þeirra stað. En fljótir voru þeir út, þegar ég kom fram, og varð ég þeirra ekki var eftir þetta. Eftir mat gengum við ofan í garðinn, skoðuðum sundlaugina og þvíumlíkt. Mamounia er glansnúmer hótelanna í Marra- kesj, þar bjó Churchill alltaf, þegar hann kom á þennan stað, og hann kom oft, segja þeir þarna. Það er verið að byggja annað hótel skammt frá, sem mér sýndist verða ennþá flott- ara og nýtízkulegra, ég hafði orð á því við Guðmund sem hristi hausinn, myrkur á svip og sagði: Ameríkani, nó gúdd. Þá vissi maður það, ameríkanar byggðu nýja hótelið, og það fór ekki milli mála, að þeir áttu ekki upp á pallborðið hjá honum Guðmundi mínum. Það átti ég eftir að sjá • og heyra oftar en einu sinni. \ HAGSÝNAR KONUR sauma heima. Þær nota McCall-snið, spara heimilinu mikið fé og þjóð- inni gjaldeyri. McCall's McCall’s McCaU's PattcMiis Þegar við komum til Mamoun- ia beið þar ung og sæt stúlka, en ákaflega fýluleg. Hún leitaði Mademoiselle Tómasdóttur uppi og sagðist vera frá ferðaskrif- stofunni, hvenær við vildum fá leiðsögumann — gæd? Tómas- dóttir leit á mig, Gísladóttir leit á mig og sú ungsæta starði á mig. Ég leit tvíátta á Guðmund, sem ekki brást mér, heldur bankaði á úrið sitt og sagði katr, sem þýðir fjögur. Þá flýtti sú fýlda sér burtu. En þetta stóð heima, klukkan katr sótti Guð- mundur okkur og síðan gædinn á skrifstofuna. Hann var hávax- inn og sléttleitur, klæddur í sjallahbah, sem er skósíður slopp- ur hettulaus — það er furða, hvað fólkið þarna dúðar sig yfir- leitt. Hann var með óvenju heil- ar tennur og hvítar — flestir leiðsögumenn í Marokkó eru svo gullintenntir, að þeir geta lesið í myrkri ef þeir opna túlann — en væmnasti maður sem ég hef lengi hitt; sléttmáll en þéttfrekur. Ég verð að viðurkenna, að hann fór svo í taugarnar á mér, að megnið af því, sem hann sagði okkur um staðinn í heild og þá staði sér í lagi, sem hann sýndi okkur, fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Mér fannst hann alltaf vera að tönglast á því sama: -—• Look at the ceiling. Cedar- wood and gold. All handmade. Look at the top. Look at it. All handmade. Take a look! Ef það var ekki loftið, sem við áttum að góna á, þá var það hurðin, sem var af sedrusviði gjör, eða sitrónuviði, eða úr appelsínutré. Auðvitað allt hand- gert. Eða þá heilir veggir úr mósaíki — look at it, take a look. Svo brosti hann, eins og hann hefði gert stórkostlegt kraftaverk, og Colgate, Macs og Signal hefðu slegizt um að kaupa þetta heilagsandabros í auglýs- ingu. Þó tók nú út yfir, þegar hann ætlaði að skipa mér að gefa alls konar öðrum leiðsögumönnum, á þeim stöðum sem hann sjálfur leiddi okkur á, þjórfé! Þá þykkn- aði heldur í mér, ég var ekki þarna kominn til að ausu um mig gjaldeyri á báða bóga fyrir það verk, sem hann átti að vinna upp á kaup síns vinnuveitanda. Ég fór að útlista fyrir honum; við værum þarna í boði marokkönsku ferðaskrifstofunnar, sem hefði boðið okkur gagngert til að skoða þessa staði á hennar kostnað og ábyrgð. Hann lét sig það engu varða, sagði þetta vera starf við- komandi leiðsögumanna á hverj- um stað og þeim bæri að fá þókn- un fyrir, annað kaup fengju þeir ekki. Ég sagði það engu máli skipta okkur, eða hvernig það væri hér í Marokkó, — ef manni væri boðið í kaffi heim til ein- hvers til dæmis, hvort það væri þá ætlazt til að maður gyldi hús- móðurinni það fullu verði í þjór- fé á eftir? Þetta gat hann ekki skilið, hann féllst alls ekki á mitt sjónarmið. Ég ætti að spreða um mig dirhömum á báða bóga, ann- ars væri ekki hægt að fara með okkur á þessa staði. Ég var nú orðinn ærið fúll og heimtaði, að hann kæmi með mér til ferða- skrifstofunnar, og þar skyldum við fá úr því skorið, hvort við þrjú værum gestir hennar eða bara eins og hverjir aðrir borg- andi túristar. Því ef hið síðari væri hærra á teningnum, ætluð- um við að setjast að heima á hóteli og fara í sundlaugina, en hann mætti þá eiga sig með öll sín handgerðu loft, hurðir og veggi og gæti sjálfur glápt á það þangað til hann væri orðinn rangeygður og genginn úr háls- liðnum. Við þessa ræðu dró hann 45. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.