Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 21
Soames var hreykinn liegar hann kynnti konu sina fyrir ættingjunum.
Hvernig skildi nú framvinda málanna verða, þegar bæði Soames
og Jolyon voru kvæntir aftur? Það var mikið um þetta rætt og
hugsað hjá Timothy og frænkunum. Þetta var ótrúlega spennandi.
Hver skyldi verða fyrr í heiminn, litli Jolyon eða litli Soames?
Winifred heimsótti frænkurnar dag nokkurn í maí, til að segja
þeim að Val hefði fengið skotsár í fótinn og myndi verða sendur
heim. Konan hans hjúkraði honum. Hann yrði sennilega haltur,
en ekki til stórlýta. Hann var að reyna að fá afa sinn til að hjálpa
sér að kaupa búgarð í Suður-Afríku, þar sem hann gæti alið upp
hesta.
Rétt á eftir kom Frances dóttir Winifred. Hún var brosandi út
undir eyru. — Jæja, hvað segið þið þá? sagði hún við Juley frænku.
— Um hvað, vina mín? spurði Juley.
— Um það sem stendur í blaðinu í morgun. Irene heí'ur eignazt
son úti á Robin Hill!
Juley frænka saup hveljur. — En — en þau giftu sig ekki fyrr
en í marz!
— Það er hárrétt, frænka. Finnst ykkur þetta ekki spennandi?
— Það gleður mig mikið, sagði Winifred. — Ég kenndi svo í
brjósti um Jo, þegar hann missti son sinn. Það hefði allt eins getað
verið Val.
Juley frænka sökkti sér niður í hugsanir. — Mér þætti gaman
að vita hvernig Soames tekur þessu, sagði hún. — Það er sagt að
hann sé alveg ólmur í að eignast son.
— Það gerir hann líka, sagði Winifred, — ef allt gengur vel....
Juley frænka fékk tár í augun. — Það er yndislegt. Hvenær?
— í nóvember....
Soames gekk út um garðshliðið, eftir grasflötinni, niður að ánni,
og síðan sömu leið til baka, án þess að hafa hugmynd um það
hvað hann var að gera. Það var fyrst þegar hann heyi'ði í vagn-
hjólum á malarstígnum að það rann upp fyrir honum að tíminn
flaug af stað og að læknirinn var að fara. Hvað hafði maðurinn
sagt við hann?
— Þannig er mál með vexti, herra Forsyte, sagði læknirinn við
hann, — ég er nokkurn veginn öruggur um það að geta bjargað
lífi konu yðar, ef ég geri aðgerð á henni. En þá get ég ekki bjargað
barninu. En ef ég geri ekki neina aðgerð, er sennilegt að barnið
lifi, en þá er líf móðurinnar í mjög mikilli hættu. Og hvernig sem
þetta fer, verður hún aldrei fær um að eignast annað barn. Hún
er ekki í því ástandi nú, að hún geti sjálf tekið nokkra afstöðu,
svo þér verðið að ákveða hvað gera skal. Ég ætla að skreppa frá
og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Ég kem aftur eftir klukkutíma....
Það var hann sem átti að taka ákvörðun. Og hvílíka ákvörðun.
Það var ekki einu sinni tími til að ná til sérfræðinga. Ekki tími til
neins.....
Skröltið í vagnhjólunum fjarlægðist, og Soames nam staðar og
hlustaði. En allt í einu greip hann fyrir eyrun og æddi aftur niður
að ánni. Hann gat ekki haldið það út að heyra sársaúkahljóðin frá
svefnherbergi Annettu. Hann varð að vera rólegur og reyna að
hugsa skýrt.
Hér var um líf og dauða að. tefla, og hann átti að taka ákvörðun.
Og hér var enginn til að ráðleggja honum. Hvað hefði Annette sjálf
valið, ef hún gæti tekið ákvörðun? Myndi hún vilja leggja í áhætt-
una? Ég veit að hún óskar þess innilega að eignast barn, hugsaði
Soames, og ef hún eignast andvana barn, og veit að hún getur
aldrei eignast barn aftur, þá verður hún óhuggandi. Þetta er eina
tækifærið fyrir hana.
Hann leit á úrið. Eftir hálftíma kæmi læknirinn aftur. Hanri
varð að taka ákvörðun nú. Ef hann neitaði að láta gera á henni
aðgerð, og hún andaðist, hvernig gat hann þá litið í augun á móður
hennar, og hvernig gat hann varið það fyrir sinni eigin samvizku?
Það var barnið hans sem hún átti að fæða. Ef hann, aftur á móti
léti gera aðgerðina, þá yrðu þau að horfast í augu við það alla
ævi að vera barnlaus. Bjó nokkuð annað á bak við þetta hjóna-
band hans en það að hann vildi eignast réttmætan erfingja? Og nú
lá faðir hans fyrir dauðanum og beið þess með eftirvæntingu að
heyra að honum hefði fæðzt erfingi.
Var hægt að krefjast þess af honum að hann dæmdi sitt eigið
barn til dauða.
Hann heyrði þegar vagn læknisins rann í hlað. En hann beið,
jafn óákveðinn í borðstofunni, þangað til læknirinn var búinn að
fara upp á loft til að líta á Annette og kom niður aftur.
— Jæja, læknir? sagði hann.
— Ástandið er óbreytt. Hafið, þér tekið ákvörðun?
— Já, sagði Soames. — Ég vil ekki láta gera aðgerö.
— Ekki? sagði læknirinn undrandi. — Já, en ég hef skýrt þetta
rækilega fyrir yður.... hún er í lífshættu.
Það hreyfðist ekkert í stirðnuðu andliti Somes, nema varirnar.
— Þér hélduð að það væri veik von.
— Já, mjög veik von....
— Hún er hraust og ung. Við tökum þá áhættuna, sagði Soames.
Læknirinn horfði alvarlegur á hann. — Þér berið ábyrgð á
þessu. Ef þetta hefði verið konan mín, þá hefði ég ekki þorað þetta.
— Ég fer inn í málverkasalinn, sagði Soames stuttlega. — Þér
getið fundið mig þar, ef þér þurfið að tala við mig.
Læknirinn kinkaði kolli og gekk aftur upp á loft.
Soames stóð kyrr og hlustaði. Á morgun um þetta leyti hef ég
kannski lát Annettu á samvizkunni, hugsaði hann.
Hann var mjög dapur, þegar hann gekk inn til málverkanna
sinna. Hann nam staðar við einn gluggann og horfði út. Hefði
hann gert þetta ef hans eigið líf hefði verið í veði? Hún hefði
örugglega frekar viljað missa mig heldur en barnið, hélt hann
áfram hugsanagangi sínum. Hún var ekkert hrifin af honum,
hvernig var líka að búast við því, hún sem var svo ung og frönsk
í ofanálag. Það eina sem hafði nokkra þýðingu fyrir framtíð þeirra
beggja, var að þau ættu barn.
Nokkrar dúfur flugu upp og svifu út í bláinn. Annette var vön að
gefa dúfunum, þær borðuðu úr lófa hennar, eins og þær skildu að
hún væri vinur þeirra.
Honum fannst eitthvað þrengja að hálsinum. Nei, hún mátti
ekki deyja, hún var svo glöð og heilbrigð, þótt hún væri svona fín-
gerð í útliti....
Framhald á bls. 48.
47. tbi. VIKAN 21