Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 23
I þessu blaði er sagt frá því m.a. að mágkona
Onassis giftist Stavros Niarchos, Tina eignast
soninn Alexander, Onassis lendir í deilum við
norsku ríkisstjórnina, fjárfestingum hans í Mon-
aco, og að Onassis kynnist Mariu Callas
Onassis spurði Grace Kelly:
— Vinnið þér við kvikmyndir?
Hvert sem hann fór sótu blaðamenn
og Ijósmyndarar fyrir honum. On-
assis stundi þungan: — Aður gat
ég gert það sem mér þóknaðist, ón
þess að nokkur tæki eftir því, nú er
ég eins og kvikmyndaleikari. Fólk
biður mig um eiginhandaróritun,
geggjað fólk skrifar mér bréf. Ef
mig hefði grunað að þetta Monte
Carlo ævintýri ætti eftir að kosta
mig svo mikið ómak, hefði mér
aldrei dottið í hug að byrja á því,
ég hefði neitað því þótt ég hefði
fengið milljón dollara að gjöf!
En árið 1967, þegar hann leit yf-
ir farinn veg, síðustu fimmtán árin,
var hann ekki svo óánægður. Það
að vera frægur hafði bæði sínar
Ijósu og dökku hliðar.
Það leið ekki á löngu þar til. gest-
kvæmt varð hjá þeim Onassishjón-
um, sem voru lengstum í Monte
Carlo. Einn fyrsti gestur þeirra var
Greta Garbo, og síðar fylgdu fleiri
frægir gest.ir, þ. á. m. Clark Gaþle,
Laureen Bacall og Humprey Bog-
art, Merle Oberon, Claudette Col-
bert, Dean Martin og Lana Turner
voru meðal gesta þeirra, þegar þau
héldu samkvæmi til heiðurs hertog-
anum og hertogafrúnni af Windsor.
Tina Onassis naut sín vel í þessu
umhverfi, og blöðin skrifuðu um
hana að ,,hin unga frú Onassis, sem
áður var óframfærin og frekar
feimin, sæist nú um allt og væri
eins og drottning staðarins."
Lystisnekkjan Christine var glæsi-
legt skip, sem lýsti upp höfnina á
kvöldin og dró að sér hið glæsilega
fólk, sem bjó við Rivieruna. Það var
miklu frekar lystisnekkjan heldur en
Monte Carlo, sem dró athygli
manna að auðæfum og veldi On-
assis. En hann naut lífsins. Nú voru
í fyrsta sinn í mörg ár uppseldir
aðgöngumiðarnir á hina árlegu ný-
árshátíð á Hotel de Paris. Tólf
hundruð gestir borguðu hundrað
dollara hver til að skemmta sér í
námunda við þennan marg umtal-
aða auðjöfur. Eftir dansleikinn
höfðu þau Onassis hjón boð inni
um borð í snekkjunni, og fólk, sem
sjálft átti skrautlegar hallir, átti
ekki orð til að lýsa hrifningu sinni.
Nú var það orðið keppikefli fína
fólksins að vera gestur um borð í
„Christina", og Tina stóð sig vel
sem húsmóðir við þessi tækifæri.
Snekkjan varð aðal dvalarstaður
hjónanna, en þau voru sjaldnast
ein. Tina var glaðvær og vel klædd,
keypti föt sín hjá Dior og Chanel,
og Onassishjónin voru oft boðin til
Rainiers fursta.
Arið 1955 lenti Onassis í illdeil-
um við Norska Hvalveiðisamband-
ið. Þegar leiðangur hans „Olympic
Challenge" affermdi hvallýsi í Cux-
haven, eftir vel heppnaða veiðiför
til Suður-lshafsins, þá kom fjöldinn
allur af kæruskjölum til skrifstof-
unnar í Monte Carlo. Það var nokk-
uð margt, sem þessi leiðangur var
sakaður um, m. a. að veiða blá-
hveli og aðrar tegundir hvala á
þeim tímum er þeir voru friðaðir,
og að eftirlitsmennirnir frá Panama
hefðu falsað vottorð, til að koma í
veg fyrir að skipin yrðu kærð fyrir
lýsi, sem þau höfðu um borð og
fengu úr hvölum sem þau höfðu
ekki rétt til að veiða. Kæran hljóð-
aði endanlega upp á það að helm-
ingurinn af farminum væri fenginn
á ólöglegan hótt!
Norska ríkisstjórnin staðfesti kær-
una og alþjóða-utanríkisþjónustan
fór . af stað til að rannsaka málið.
Það sem Onassis ekki gat skilið var
það hvernig Norðmennirnir hefðu
komizt að þessu.
Það kom í Ijós að nokkrir af
norsku hvalskyttunum, sem höfðu
verið á skipum Onassis í fjögur ár,
sögðu frá, með þeim skilyrðum að
þeir væru ekki sektaðir fyrir eigið
brot á hvalveiðilögunum. Eftir
norskum lögum höfðu þeir ekki
Framhald á bls. 39
47. tbi. VIKAN 23