Vikan


Vikan - 28.11.1968, Side 7

Vikan - 28.11.1968, Side 7
DAGLEGT: HEILSUFAR TAUGAVEIKLAÐ FÖLK ÆTTI AÐ VARAST RAUÐA LITINN fnnanhússarkitektar segja akkur oft að við eigum að umeangast liti á heimilum ukkar með varúð. Fram til bessa hefir manni helzt dottið í hug að það sé vegna þess að þessi og hinn liturinn sé fallegri en hinn og fari betur. En að litirnir í umhverfi okkar hafi á- hrif á andlega heilsu, séu þess megnugir að stuðla að góðu hjónabandi, eða eyðileggja gott hjónaband, geti verið orsök höfuðkvala og hækkandi blóðþrýstings, og að uppáhaldslitur okk- ar geti upplýst annað fólk um það hvaða manngerð við erum, hefði engum dottið í hug hér áður og fyrr. Nýlega birtu nokkrir há- skólar í Bandaríkjunum skýrslur um rannsóknir sínar á þessu sviði. Hér eru nokkrar af niðurstöð- um þeirra: Konur eru næmari fyrir litum en karlmenn; þær taugaveikluðu og tilfinn- inganæmu frekar en þær rólvndu. Það eru sérstak- lega rauðir og blágrænir litir sem hafa áhrif á okk- ur. í herbergi, þar sem rauði liturinn er ríkjandi, er hægt að búast við fimmföldum áhrifum: — Blóðþrýstingur hækkar. 2. Vöðvaviðbrögð verða sneggri. 3. Eirðarleysi ger- ir vart við sig. 4. Óþæg- inda gætir fyrir umhverf- inu. 5. Tíminn virðist lengi að líða. Taugaveiklað og yfir- spennt fólk ætti að varast sem mest rauða liti á heim- ilum sínum. Grænir og blá- ir litir eru mikið æskilegri, þeir eiga að hafa róandi á- hrif á taugarnar. (Saman- ber „græna borðið“). Einn liður . af þessum rannsóknum var á þá leið að tvö herbergi voru búin nákvæmlega eins, að öðru leyti en því að í öðru voru allir litir daufir, nærri út- vatnaðir, en í hinu bjartir og hressandi. Fólkið sem sett var í það fyrrnefnda, átti það til að vera óánægt, þreytt og þrætugjarnt, jafnvel hat- ursfullt; en 1 síðarnefnda herberginu varð þetta sama fólk glaðlegra, fannst yfir- leitt allt í sómanum með lífið og tilveruna. Ennfremur segir í skýrsl- unum að uppáhaldslitur segi töluvert um lyndisein- kenni og persónuleika okk- ar. Stúdentunum, sem hafðir voru til rannsókna var skipt í tvo hópa, þá, sem kusu daufu litina, og aðra, sem meira voru fyr- ir bjarta og hreina liti. f fyrrnefnda hópnum voru aðallega innhverfir einstaklingar, þ.e.a.s. þeir sem kjósa að lifa í sínum eigin hugarheimi, og eiga erfitt með að semja sig að siðum annarra. Þessi hóp- ur hafði tilhneigingu til að vera dómaharður, tor- trygginn og ákaflega ó- raunsær. Hinir, sem heldur kusu hreinu og björtu litina, reyndust raunsærri, meiri félagsverur, voru ekkert fyrir heimspekilegar íhug- anir. En þeir höfðu líka ákveðnari skoðanir um líf- ið og tilveruna. Hvað er þá að segja um fólkið, sem ekki hefir mik- ið litaskyn? Ja, eftir rannsóknunum er það ekki sérlega upp- örvandi að heyra þeim hópi til. Sálfræðingarnir segja að það sé yfirleitt fólk sem hefur niðurbæld- ar tilfinningar, fólk, sem er smásmugulegt og ná- kvæmt í allri framkomu, og í samskiptum við aðra, en er yfirleitt ekki í jafn- vægi. Sama er að segja þegar um fatnað er að ræða. Þeir sem kjósa skæra og glað- lega liti eru yfirleitt rólegt og ánægt fólk. Gráir og svartir litir hafa dapurleg áhrif, en litir náttúrunnar lyfta geðinu. Það er vitað mál að flest- ir verða hressir og kátir, þegar sólin skín í heiði og Framhald á bls. 48. HOOVER KEYMATIO DE LUX 91 Nýjasta gerS, sjálívirk þvottavél með 16 þvottaaðferðum Hoover þvottavélar 8 gerðir Hoover kæliskópar 5 gerðir Hoover ryksugur 8 gerðir Hoover bónvélar 2 gerðir Hoover rafmagnsofnar 3 gerðir Hoover straujórn Hoover uppþvottavélar Hoover hórþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavélahimnar 3 gerðir Hoover vörurnar fóst í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík, sími 14376. Einnig víða í verzlunum úti á landi. Varahluta- og viðgerðaþjónusta að Hverfisgötu 72, sími 20670. Einkaumboð: MAGNÚS KJARAN Umboðs- & heildverzlun 47. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.