Vikan - 28.11.1968, Blaðsíða 12
Eftirfarandi uppskriftir geta verið
tilbreyting með gomiu uppskrift-
unum í jólabaksturinn.
Smákökur, tertur og
mótkökur.
Veljið 3—4 smákökutegundir 1
jólabaksturinn og ef um nýja upp-
skrift er að ræða þá borgar sig að
prófa lítinn hluta fyrst og ákveða
þá hvort hún verði fyrir valinu.
Smákökur er sjálfsagt að baka
fyrri hluta desembermánaðar sér-
staklega þær sem geymast vel eins
og t. d. hnoðaðar kökur, einkum
kryddkökur. Kökukassamir eru þá
límdir aftur með glæru límbandi
svo að þeir verði alveg loftþéttir.
Athugið að sumar uppskriftanna
eru mældar í desilítrum en hér
kemur þunginn í grömmum;
1 dl af hveiti vegur 55 gr, hrís-
mjöli 60 gr, kartöflumjöli 70 gr,
haframjöli 40 gr og strausykri 90
gr.
Það er góður og sjálfsagður siður
að baka eina prufuköku áður en
full plata er látinn í ofninn bæði
til að athuga hitann og eins ef
eitthvað hefur gleymzt í kökurn-
ar.
Hnoðaðar tertur er einnig bezt
að baka nokkru fyrirfram, en
hrærðar mótkökur og tertur þurfa
að vera nýbakaðar og eru því bak-
aðar síðustu dagana fyrir jól og
milli jóla og nýjárs þær, sem borða
á um áramótin.
Smákökur með súkkati.
250 gr hveiti, % tesk. hjartarsalt,
125 gr smjörlíki, 125 gr sykur, 1
egg, 2—3 matsk. mjólk.
Hveitið er sáldrað með hjartar-
saltinu, sykrinum blandað saman
við og smjörlíkið mulið í. Vætt í
með egginu og mjólkinni. — Hnoð-
að í mjóar lengjur sem síðan er
skipt í bita og mótað í litlar kúl-
ur. Súkkatið er skorið í ferkant-
aða bita og er einn látinn á miðju
hverrar köku. Bakaðar ljósbrúnar
við góðan hita.
Litlar kryddkökur.
Kft 125 gr smjörlíki, 125 gr sykur,
1 lítið egg, 1 sléttfull tesk. matar-
sódi, Yz tesk. engifer, % tesk.
kardemommur. % tesk. kanell,
hvítur pipar á hnífsoddi, 250 gr
hveiti.
Smjörlíkið er hrært lint og síðan
með sykri og eggi þar til það er
létt og ljóst. Hveitið er sáldrað
með lyftiefninu og kryddinu hrært
saman við, hnoðað. Kælt. Mótað
og bakað á sama hátt og smákök-
ur með súkkati. (Sjá meðf. mynd).
Aprikósukökur.
300 gr hveiti, 100 gr flórsykur,
1 tesk. lyftiduft, 1 tesk. rifið sítr-
ónuhýði, 175 gr smjörlíki, 1 egg, 1
tesk. rjómi. FYLLING: 175 gr
þurrkaðar aprikósur (lagðar í
bleyti daginn áður í 2 dl af soðnu
vatni), 150 gr sykur, 1 tesk. van-
illusykur, 1 matsk. sherry.
Deigið er hnoðað á venjulegan
hátt. Kælt. Breitt út fremur þunnt.
Skorið með glasi eða kringlóttu
móti. I helminginn af kökunum
eru stungin 1—3 göt eftir því sem
hverjum þykir fallegast. Kökurnar
eru bakaðar á vel smurðri plötu
þar til þær eru ljósgular og stökk-
ar (ca. 250 gráðu hiti). Teknar
strax af plötunni og kældar.
Aprikósurnar eru soðnar í vatn-
inu þar til þær eru meyrar, þá eru
þær marðar í gegnum gatasigti.
Hitaðar með sykrinum, þar til
hann er bráðinn. Vaniljusykurinn
látinn í og þegar maukið er kælt,
er það bragðbætt með sherry ef
það er fyrir hendi. — Bezt er að
leggja kökurnar saman nokkru áð-
ur en þær eru bornar fram. Þær
eru því geymdar í vel lokuðum
kökukassa, en maukið í krukku
eða plastíláti (geymist bezt í ís-
skápnum).
Franskar piparkökur.
150—200 gr möndlur, 250 gr
smjörlíki, 2Mt dl sykur, V/2 dl sýr-
óp, 2—3 tesk. kanill, 1—iy2 tesk.
negull, 2—3 tesk. engifer, 1 tesk.
kardemommur, 1—1 tesk. matar-
sódi, 1 tesk. vanilja, 600 gr hveiti.
Möndlurnar eru settar í sjóðandi
vatn, flysjaðar og saxaðar smátt.
Smjörið er hrært lint ásamt sykri,
sýrópi og kryddi, þar í matarsód-
inn, sem áður er hrærður út í
vatni. Síðast er hveiti og möndlum
blandað út í og deigið hnoðað í
tvær þykkar rúllur, sívalar eða
kantaðar. Látið bíða á köldum stað
1—2 daga. Þá skorið í þunnar
sneiðar, sem settar eru á smurða
plötu og bakaðar við ca. 200—250
gráðu hita. Kökurnar geymast
mjög vel í lokuðum kassa.
Ódýr marengs.
2 eggjahvítur, 4 dl sykur, 2 te-
sk. vaniljusylcur, 1 tesk. hjartar-
salt, 4 matsk. kartöflumjöl.
Eggjahvíturnar eru þeyttar þar
til þær eru vel stífar, sykrinum
blandað saman við ásamt kart-
öflumjölinu, sem áður er sáldrað
með þjartarsaltinu. — Látið með
skeið á vel smurða plötu, með góðu
millibili þar sem kökurnar renna
út við baksturinn. Hiti er hæfileg-
ur um 150—175 gráður.
Kúrenukökur.
500 gr hvciti, 250 gr sykur, 1 te-
1 tesk. vanilja, 350 gr smjörlíki, 1
sk. matarsódi, V/i tesk. lyftiduft,
1 bolli kúrenur, 2 egg (stór).
Deigið er hnoðað á venjulegan
hátt. Látið bíða á köldum stað um
stund. Flatt út fremur þykkt, tek-
ið undan litlu glasi eða móti og
bakað við góðan hita, þar til kök-
urnar eru fallega ljósbrúnar.
Súkkulaðikökur.
200 gr smjörlíki, 100 gr sykur,
100 gr púðursykur, 2 egg, 250 gr
hveiti, 1 tesk. lyftiduft, y2 tesk.
matarsódi, 1 tesk. vanilja, súkku-
Smjörlíkið er hrært með sykri
og púðursykri. Eggjunum hrært
saman við og hveitið sem áður er
sáldrað með lyftidufti og matar-
sóda ásamt vaniljunni. Súkkulaðið
er saxað fremur smátt, nokkuð af
því látið í deigið, sem er sett með
teskeið á vel smurða plötu og
súkkulaðimola stungið í miðju
hverrar köku. Bakað við góðan
hita. Þegar kökunum er raðað f
kassa er gott að láta smjörpappír
milli laganna.
Súkkulaðikökur með
appelsínubragði.
100 gr smjörlíki, 100 gr flórsyk-
ur, 1 egg, 3 matsk. rjómi, 75 gr
kartöflumjöl, 50 gr hveiti, y, tesk.
iyftiduft, 1 tesk. kanell. Rifið hýði
af einni appelsínu, 100 gr súkku-
laði.
Deigið er hrært á sama hátt og
áðurnefndar súkkulaðikökur. App-
elsínubörkurinn er látinn í síðast.
Einnig er gott að hafa saxaðar rús-
ínur og möndlur í þetta deig. Mót-
að og bakað eins og áður en nefnt.
S ú kk u 1 að ikók oskök u r.
3—4 egg (ca. 200 gr), 250 gr syk-
ur, 250 gr kókósmjöl, 50 gr hveiti,
30 gr kartöflumjöl, ca. 150 gr
súkkulaði.
Eggin eru aðskilin og rauðurnar
hrærðar með sykrinum, þar til
þær eru ljósar og léttar, kókós-
mjólinu blandað þar 1 ásamt hveiti
og kartöflumjöli, sem áður er
sáldrað. Síðast er súkkulaðið skaf-
ið út í og stífþeyttar hvíturnar
skornar varlega 1 til að sem mest
lyfting verði 1 deiginu. Mótað með
teskeið í meðalstórar kökur, sem
bakaðar eru við hægan hita ljós-
gulbrúnar.
Brúnar jólakökur.
250 gr sýróp, 50 gr púðursykur,
2 dl mjólk, ca. 500 gr hvciti, 100 gr
kartöflumjöl, 150—200 gr smjör cða
smjörlíki, 1 tesk. pipar, 1 tesk.
cngifcr, 1 tesk. negull, 1 tesk. mat-
arsódi, 1 tcsk. hjartarsalt, (örlítill
anis ef vill).
Sýróp, sykur, smjörlíki og mjólk
er hitað saman í potti. Kartöflu-
mjölið, hveitið lyftiefnin og krydd-
ið er sáldrað saman og hrært út í
smátt og smátt. Hnoðað, látið bíða
til næsta dags.
Breitt þunnt út, skorið undan
kringlótlu eða stjörnulöguðu móti
í kökur sem eru penslaðar með
vatni og hálf mandla sett á miðju
hverrar köku. Bakaðar á vel
smurðri plötu við meðal liita.
Piparhnetur.
125 gr sýróp, 150 gr smjörlíki, 1
egg, 125 gr sykur, 1 tesk. sítrónu-
dropar eða rifið hýði af 1 sítrónu,
1 tesk. pipar, 1 tesk. negull, 1 te-
sk. engifer, 300 gr hvciti, 1 tesk.
matarsódi.
Sýrópið og smjörlíkið er hitað
saman. Kælt. Kryddið látið saman
við, eggið er þeytt með sykrinum
og hveitið sáldrað með matarsód-
anum. Allt hnoðað saman, í fingur-
þykkar lengjur, sem skornar eru í
bita og rúllaðar í kúlur (dálítið
flatar). Bakaðar við meðalhita þar
12 VIKAN
47. tbl.